Ólafsfirðingur - 01.05.1962, Side 5
ÓLAFSFIRÐINGUR
5
FERMING
Fermt verður í Ölafsfjarðar-
kir'kju hinn 20. maí n. k. Sóknar-
presturinn, sr. Kristján Búason,
fermir. — Efitirlbalin börn verða
fermd:
Stúlkur:
Ása J. Ragnarsdóttir, Bakka,
Auður Friðriksdóttir, Brimmensv.,
Álfheiður Friðþjófsd., Kirkjuv.,
Dagbjört Guðmundsd., Vesturg.,
Guðrún Brynjólfsdóttir, Strandg.,
Halldóra Sigurðardóttir, Ólafsvegi,
Heilga Björnsdóttir, Ólafsvegi,
Hulda Jónsdóttir, Brefckugötu,
Jóhanna Gunnarsdólttir, Aðalg. 20,
Jóhanna L. Stefánsdóttir, HMð,
Lísbet Sigurðardóttir, Aðalgötu,
Sigrún Þorbjörnsdóttir, Strandg.
Drengir:
AðaMeinn Bernharðsis., Strandg.,
Eðvald Magnússon, Kirkjuvegi,
Elert Ólafsson, Ólafsvegi,
Gunnar Gunnarsson, Ólafsvegi,
Hafsteinn Þ. Sæmundss., Kirfcjuv.,
Hallgrímur Björnsson, Vesturg.,
Jón Haldórsson, Hombrekfcuv.,
Jón M. Þengilsson, Sfceggjabrv.,
Óskar Gíslason, Hornbrekfcuv.,
Sigursv. H. Þorsteinss., Gunnólfsg,
Sveinbjörn Þiðrandason, Ránarg.,
Víg'lundur Pálsson, Ólafsvegi.
Ólafsfirðingur óskar foreldrum
barnanna, svo og sjáifum þeim,
til hamingju með 'áfangann og
fraimtíðina.
Það sem koma skal
SJÚKRASKÝLI
Það er vissulega margt, sem við
Ólafsfirðingar eigum ógert á
fjöldamörgum sviðum, en efcki er
ólífcilegt, að flestir geti orðið sam-
rnála um brýna nauðsyn sjúkra-
sfcýlis íhér.
Sjúkrahús það, sem við höfum
nú, hefur sjálfsagt verið á þeirn
tíma, sem það var bygglt, á rnarg-
an hátt gott og fullnægt þefcn
fcröfum, sem þá vom gerðar. —
Síðan er liðinn langur tími og
kröfurnar tl bættrar aðstöðu hafa
fyligt í kjölfar hraðfleygrar þró-
unar læfcnavísindanna.
Óþarft er að dýsa ástandi því,
sem í dag ríkir í þessum mál-
um. Hér er enginn aðstaða, nema
til minniháttar læknisaðgerða, og
verður því að senda isjújklinga til
næsbu sveita, ef út af bregður
og verður oft að treysta misjöfn-
um veðrum. Við verðum að gera
oifckur grein fyrir því, að hér
verður vart hægt að fcoma upp
sjúfcraskýli, sem gæti haft öllum
fullkomnustu ilækningatækjum á
að sfcipa, isem þurfa itil mei-ri ihátt-
ar læknisaðgerða, og því síður
sérfræðlegra. Áherzlan verður því
hér á að reisa isjúkraSkýli, þar
sem hægt yrði að gera lífsnauð-
synlegar aðge-rðir í neyðartilfeill-
um, ásarnt því að bætia aðstöðu
héraðslæfcnisins til almennrar
læknisþjónustu.
Sjúkraflugvöllnn þarf að ful-
gera svo fljótt isem unnt ©r, svo
að hann geti komið að fullu gagni,
þvd að hann verður okkur ætíð
mjög þýðingarmikiil, þar sem ekki
er kostur að hafa hér fulkomin
tæki og þjálfað starfslð í Ikingu
við það, sam á stærri stöðum ger-
ist, eins og áður segir.
Sjúkrahúsmálið hefur verið til
umræðu og athugunar í nokkur
ár. Bæjarstjóm kaus nefnd til
undirbúnings imálinu, en þar til
nú hefur hvorki gengið né rekið.
Andstaða fyrrverandi landlæknis
imnn þar hafa ráðið mestu um.
Afstaða inúverandi landlæknis, dr.
Sigurðar Sigurðssonar, mun vera
ofckur hags-tæð, og horfir því mál-
ið betur en áður. Því ber okkur
að fylgja málinu fast eftir og
iláta ekkert hik á okfcur finna,
því að hér er verk að vinna, sem
þolir enga bið.
Trúlega þykir vart koma tl
greina að endurbyggja gamla
læknisbústaðinn, heildur verði
byggingin og staðarval í samræmi
við framtíðarskipulag og kröfur.
I þessum efnum sýnist rétt að
leiba áliitis sérfræðinga. Einnig,
hvort til igreina gæti komið að
hafa elli- og hvldarheimil í sömu
byggingu.
Ekki er að efa, að Ólafsfirð-
ingar muni vinna að þessu máli
með sömu festu og sama áhuga
og jafnan áður, þegar um sam-
eiginleg velferðarmál er að ræða.
TJARNARBORG
Framh. af 6. síðu.
Það er einn ileiður siður, sem e-r
áberandi hér á dansleikjum í hús-
inu. Það eru hin hviffileiðu ,,sal-
ernispartý“. Stundum kveður svo
rammt að þessu, að menn, sem
þurfa þangað í nauðsynlegum er-
indiagerðum, komast eikki að. —
Það skal ósagt látið, hvort þetta
eru leifar „sfcúmasfcotadrykkj-
unnar“ gömlu, eða hvort við
Ólafsfirðingar erum svo félags-
lyndir, að við viljum vera í stór-
um hópum, og skeytum þá ekki
um sbaðinn, sem tl samfcvæmis-
ins er notaður. Hvað sem um það
verður sagt, þá er það víst, að
hér er á ferð leiður siður, sem
setur talsverðan blebt á sam-
komuihald ofckar, og væri vel, ef
menn tækju saman höndum um
að koma í veg fyrir þebta í fram-
tíðinni.
Fjárhagsafkoma hússins.
Rekstur Tjamarborgar hefur
gengið vel á þessu fyrsba starfs-
ári. — Nofckur rekstrarafgangur
mun hafa orðið. Flestir munu
sammála um, að fremur eigi að
reka húsið sem menningarstofn-
un, heldur en gróðafyriirtæki, -en
þó er það auðvibað fagnaðarefni,
að tökizt hefur að reka ’húsið
hallalaust, og er vonandi að svo
verði í framtíðinni.
Byggingakostnaður
og framlög.
Heldarbyggingarkoisltn. Tjarn-
arborga-r mun vera urn sex milj.
fcróna, eftir því sem blaðið 'hefur
bezt getað aflað sér upplýsinga
um. Bein peningaframlög félag-
anna nema rúmum 200 þúsund-
um, bæjarsjóður hefur lagt fram
-skv. rei'kningum 1961 fcr. 1.950.-
000,00. Úr félagsheimilssjóði rík-
isins hafa verið greiddar kr. 735.-
000,00. Ailar þessar töilur eru e'kki
nákvæmar, nema framilag bæjar-
sjóðs, en framiag hans mun vera
nofcfcuð hærra en áætlað var í
fjárhagsáætlun hans á byggingar-
tímablinu. Mismuninn hefur bæj-
arsjóður fengið að láni og endur-
lánað Tjarnarborig til þess að
greiða fyrir byggingu hússins og
nemur þessi upphæð um 4—500
þúsundum króna.
Auk fraimangreindra framlaga
félaganna, bæjarsjóðs og félags-
heimlissjóðs, hafa félögin lagt
f-ram gjafavinnu, sem blaðinu hef-
ur efcki tekizt að afla upplýsinga
um, hversu milkiil sé að 'krónu-
tölu, og einnig mun refcstrar-
afganigur gamla hússins, svo og
nýju Tjarnarborgar sjálfrar, hafa
farið í greiðslu byggingarkostn-
aðar. Mismunurinn á öllum þess-
um framlögum og heildarbygg-
ingarkostnaði hefur svo orðið að
taka að láni. Inneign Tjarnarborg-
ar hjá félagsheimlasjóði imun nú
nema ca. 1 mllj. fcr.
Þakkir skyldar.
Það má itil sanns vegar færa,
að félags- og menningarlíf hvers
byggðariags sé prófsteinn á
þroska íbúa þess. Því ber að
þakfea iaf heilum hug þeim, sem
hafa unnið að byggingu félags-
heimlisins Tjarnarborgar, og er
vonandi að það verði aflvaki
nýrra átafea í félags- og menn-
ingarstarfi byggðarlagsins, Ólafs-
firðingum ölum til sóma og auk-
ins þroska.
Litið ti! baka
Sunnudaginn 17. okt. 1937 mun
hafa komið út fyrsta blað, sem
gefið hefur verið út í Ólafsfirði.
Blaðið hét ,,Þróttur“, og var gef-
ið út af íþróttafélaginu Leiftri.
Blaðið var f jölritað og í liltlu broti,
en hið ágætasta verik, og iýsir
mifelum félagsþroska þeirra ungu
manna, sem þá hafa verið merk-
isberar þess félagsskapar.
Ólafsfirðingur leyfir sér að
birta nofckrar glefsur úr ýnisum
-tölublöðum ,,Þróttar“, en nokk-
ur eintök ilentu í fórum Ólafs-
firðings.
í einu greinarkorni er m. a.
þessi áminning:
,,Ég vil sérstafclega skora á
menn að venja *sig af ósið, sem
er ákaflega óviðfeldinn og leið-
inlegur vani á mönnum hér, en
það er að sitja í verzlunum í
heiluim hópum og segja sögur,
halda ræður og jafnvel rífast!“
Segi memn svo að Ölafsfiröingar
kunni efcki að taka áminningum.
I annarri grein um tómstundir
höfundur m. a.:
,,Ef þér þykir vænt um lífið,
skaltu aldrei láta tímann ónotað-
ann, , því að hann er efnið, sem
lífið er myndað úr“. „Hver dagur
gengur á móti oss eins og dulbú-
inn vinur, færandi ómetanlegar
gjafir frá ósýnlegum gjafara".
Og í sömu grein: „Ómennbaður
maður getur orðið mjög vel
menntaður á tíu árurn með því
að nota 1 ktet á dag til náms“.
Heimsókn Leikfélags
Siglufjarðar
Bör Börsson jr. í Tjarnarborg.
Leikfélag iSigluf jarðar hefur
nofcfcrum sinnum heimsótt ofckur
með ileikisýningar sínar og nú síð-
ast með gamanleikinn „Bör Bör-
son jr“, laugardaginn 14. apríl
; síðastl., sem sýndur var fyrir
; fulu húsi við glaðlegan hlátur
og hrifningu áheyrenda.
Leikstjóri er Júlíus Júlusson,
sem einnig leikur titlhlutiverkið,
og var honum óspart felappað lof
í lófa fyrir frammistöðuna, og það
að verðleikum, því að hann leik-
ur það af imikill prýði.
Júlíus er Ólafisfirðinguim áður
að góðu fcunnur sem ileikari og
leikstjóri, því að hann hefur sett
þrjú leikrit á svið hér, en það var
meðan við enn bjuggum í kofa
en ekki höll, og aðstaðan önnur
og erfiðari, bæði fyrir ieitestjóra
og leikendur.
Þá mun Ólafsfirðingum einnig
minnisstætt, ©r ’hann léfc hér fyrir
! nolkfcrum árum í „Júpíter hlær“.
Meðferð hans á þessum tveim
hlutverkum, sem hér hafa verið
nefnd skipa honum í sæti hinna
betri leikara, sem við höfum átt
kost á að sjá hér á sviði.
Fleiri leikendur ií Bör sýndu
ágætan leik og vil ég aðeins nefna
þá Pétur Baldvinsson, sem lék Óla
í Fitjakoti og gamla Bör, sem
leikinn var af Friðriki Stefáns-
syni.
Ekki er tækifæri til að geta hér
frekar um þennan ileiik, en hann
vakti almenna kæti -leikhúsgesta,
og sé iþei-m þökk fyrir skemmt-
unina.
VIÐTAL VIÐ BÆJARSTJÓRA
Framh. af 1. síðu.
kvæmd. Þ-að strandaði á andstöðu
þáverandi landlæknis. Aftur á
móti er núverandi landlæknir mál-
inu hlynntur, og því vonandi að
málið komizt í -höfn á næstu ár-
um, svo bráðnauðsymlegt sem
það er.
— Við höfum blerað að bærinn
sé að fcaupa verkfæri ?
— Ýrnsar ifra'mkvæmdir bæjar-
ins ha-fa efcki gengið sem skyldi
vegna skorts á vinnuafil, sem
stafar m. a. af mikilli atvinnu í
bænum. Bæjarstjórn hefur því
ákveðið að fcaupa nauðsynlegar
vélar til hinna ýmisu framkvæmda
og hefur þegar f-est ikaup í ný-
tízku skurðgröfu og 'ámoksturs-
vél, og verið er að vinna að jarð-
ýtukaupum.
Með vaxand-i gengi bæjarins,
au'kinni útgerð og fólfesfjölgun,
eyfcst stórum þönf fyrir ýmiss
konar framkvæmdir á vegum
bæjarins, og skapast jafnframt
aukin geta til þess. Aufc þess má
að lokum gdta þess, að bærinn er
nú betur stæðaii en hann hefur
nofckru sinni verið, eins og sjá
má í nýútkomnum reikningum
bæjarins fyrir árið 1961, og ætti
því að vera traustur grundvölur
undir rekstri hans, Óiafsfirðing-
um til hagsbóta í framtíðinni.