Dögun - 03.01.1949, Page 2

Dögun - 03.01.1949, Page 2
2 DÖGUN Mánudagurinn 3. janúar 194£ TYNDIRPEN Það var eitt kvöld, fyrir nokkru, að ég var á gangi á götum bæjarins, og var á leið heim. Allt í einu kemur mað- ur þeysandi á reiðhjóli á móti mér, beygir í veg fyrir mig og stanzar rétt við tærnar á mér. Ég bar strax kenzl á manninn, þetta var sem sagt einn af harð- soðnustu fylgismönnum „Sam- einingarflokksins“ á Akranesi. „Komdu sæll,“ segir hann, al- veg formálalaust. „Þú skrifar grein í blaðið okkar, það þarf ekki að vera um pólitík." „Ætlið þið að fara að gefa út blað?“ spyr ég, með hálf- gerðum drissingi. „Já, því ekki það,“ segir hann. „það er ekki of mikið þó gefin séu út þrjú blöð í svona stórum bæ. en eins og þú veizt eru þau ekki nema tvö.“ „Skrattann ætli að ég sé að skrifa í þetta blað ykkar,“ segi ég, „skyldu ekki vera nógir aðrir til þess?“ „Og jú, en ekki er það sama hver ..Hann- esinn“ er, stendur i visunni. Okkur langar til, sjáðu! að fá eitthvað frá þér í blaðið, þú hefir svo skrambi góðann penna. ‘ ..Nei, þetta er hrein- asta bull,“ segi ég, og ætla að snúa hann af laginu. Ég á ekki einn einasta, ég hefi sem sagt ekki skrifað stafkrók síðan ég skreið af skolabekk, og allir mínir pennar illir og góðir fyr- ir löngu týndir.“ ..Hvað ætli bú gerir þetta ekld,“ þráaðist hann, og lét sem bann tryði mér ekki. „Jæja þá það,“ segi ég, því ég sá að hann ætlaði ekki að gefa sig. „Ég á til gam- alt pennaskaft, einhvers staðar i fórum mínum, ég klóra þá bara með því pennalausu eitt- hvað í blaðið ykkar, en þið megið búast við því að fram- leiðslan fari eftir áhaldinu.11 „Skítt með það!“ hló hann. hissaði sér á hjólinu, spólaði löppunum, og þaut fram hjá mér öðru megin eins og byssu- skot, og hvarf á götunni. Þegar heim kom hóf ég strax leit að pennaskaftinu og fann það fljótlega, en ekki leizt mér á að enda loforð mitt að skrifa með þvi pennalausu. Ég tók nú að grafa niður í gamlar skúffur og skrankassa, ef verið gæti að ég rækist a eitthvað af hinum týndu pennum; fann ég að lokum nokkur stykki, og koma nú afleiðingar þess hér fram. Úr heimahögum. Bílarnir hoppuðu og hjuggu og slengdust til, svo að marr- aði og skrölti í pöllunum á þeim. Kerruhesturinn sperrtist við og hnykktist út á hliðarnar, sitt á hvað, og barnakerran víxlaðist og skrönglaðist upp og niður, og stöðvaðist við næstum þvi annan hvern snúning hjól- anna um sjálft sig. „Mikið fjári geta göturnar verið hol- óttan og forugan," sagði ég við sjálfan mig, labbandi í leðj- unni á annarri rönd götunnar, leitaðist við að toga af mér skógarmana í hvert sinn er ég steig niður, og skilja mig eftir á sokkunum. Svona hafa þær alltaf verið og verða alltaf, okkar gömlu, góðu og þjóðlegu moldargötur, ef dropi fellur úr lofti, ófærar, bæði fólki og farartækjum. Er nú ekki mál til komið að fara að hefjast handa um að losna við þessar ófétis götur með því að steypa eða malbika smá- spotta af þeim árlega? Hið þjóðminjalega gildi þeirra mætti varðveita með því að taka þær á filmu, og væri þá þeim málum borgið, þótt þær hyrfíi smátt og smátt undir malbiks- eða steypulag. Jólaglaðningur. Meirihluti þings hespaði og samþykkti frumvarp um dýr- tíðarráðstafanir ríkisstjórnar- innar um síðustu helgi fyrir jól. Frumvarp þetta veitir ýms- um stéttum þjóðfélagsins all- veruleg fríðindi; munu til dæmis bátaútvegsmenn þeir sem verst eru stæðir, og nokkrir fleiri atvinnurekendur sem tap- hafa, fá uppgjöf skulda, og nú lán, ef til vill án endurgreiðslu, og á borðum verkamanna og annarra launþega mun verð- fallskássa og söluskattssúpa verða til drjúgra muna í fram- tíðinni. Ekki er vitað hve næringar- né bætiefnarík þessi fæða muni verða, enda skiptir það minna máli. Allt í lagi. Bandaríkjaþing hefur sam- þykkt, eftir því sem fregnir herma, að veita Nankingstjórn- inni í Kína 69 millj. dollara lán til almennra þarfa og 125 millj. dollara lán sem hernaðar- hjálp. „Þeir verða að sletta skyrinu sem eiga það,“ sagði Kölski forðum. Vondur maður. Horner, framkvæmdastjóri sambands námuverkamanna í Englandi hefir nú verið harð- lega víttur, af þingi námu- mann, og kvað jafnvel eiga að fá enn betur á baukinn seinna, eins og honum líka er mátu- legt, fyrir að láta i ljósi samúð með frönskum kommúnistum, og styðja — eða vilja styðja þá — í verkfallsbrölti þeirra í haust, eins og eitt blaðið kemst að orði. Skyldi honum ekki hafa verið skammar nær að týna heldur nokkrar kráku- skeljar við strendur Englands og senda þessum „verkfalls- brölturum,“ til að lepja sult- inn með? . Frosti. Jólafagnaður. Á þriðja í jólum efndi Iðnaðar- mannafélag Akraness til jólafagnaðar fyrir öll börn bæjarins eins og að undanförnu. Skemmtun þessi fór vel fram og eiga iðnaðarmenn þákkir skilið fyrir. Síjónaefni. Um jólin opinberuðu trúlofun sína ungfrú Guðrún Hjartar, Bjarkagrund og Adam Þorgeirsson, Vesturgötu 42. — Friða Lárusdóttir, Brúarlandi, og Stefán Teitsson, Suðurgötu 21. Hjúskapur. Á aðfangadag jóla voru gefin saman i hjónaband, Hrafnhildur Svandís Þorgeirsdóttir, og Benedikt Fr. Vestmann. Heimili þeirra er á Vesturgötu 78. Bókasafn Akraness er á Vesturgötu 48, opið kl. 4— 6,30 alla virka daga. Dánardægur. Látist hafa hér i bæ og nágrenni í desember s. 1.: Guðrún Þorsteinsdóttir frá Kringlu, f. 22. nóv. 1870. Guðrún Björnsdóttir frá Rein. f. 9. marz 1896. Friðrik Bergmann, Litlateig, f. 25. sept. 1870. Felix Eyjólfsson frá Bræðratungu, f. 27. sept. 1893. Jensína Laufey Þorsteinsdóttir, Klafastöðum, f. 24. júlí 1915. Frá Gagnfræðaskól- anum. Miðsvetrarprófum lauk í Gagn- fræðaskólanum nokkru fyrir jólin, og höfðu þá staðið yfir i viku. Jólaleyfi var gefið að prófunum loknum, 21. desember. Nemendur gáfu út bláS eins og að undanförnu, til að afla ferðasjóði skólans tekna. Félagslíf nemenda er með líku sniði og undanfarið. Sú nýbreytni var tekin upp, að seint í nóvember var haldið kaffikvöld í Báruhúsinu og skólafólki gefinn kostur ó að bjóða með sér foreldrum og vinum. Sam- koman var fjölsótt og fluttu nem- endur sjálfir flest skemmtiatriðin. TIL LEIGU er gott herbergi. Upplýsingar á Bjarkagrund 11. HurSarhúnar nýkomnir. Veró kr. 6.85 settið. Verzl. Staðarfell Sími 150. ________________________________J ----=— 'N Gleðilegt nýtt ár! Með þökk fyrir viðskiptin. Verzlunin GARÐUR Gleðilegt nýtt ár! Með þökk fyrir viðskiptin. Verzlunin Bjarg h.f. GAMAN OG ALVARA Bæjarbúar ræða það mikið sin á milli, hvort ekki muni verða byggðir fleiri verkaman.iabústaðir Árlega leggur bærinn fram allmikið fé i þvi augnamiði. Hefir bæjarstjórn kynnt sér, hvað líður byggingarframkvæmd- um hjá Byggingafélagi verkamanna, eða hefir hún beitt sér fyrir því að lán fengist til áframhaldandi bygg- inga? — Við sem erum húsnæðis- laus tökum eftir því, að þar hefur „Framtak" „ Skaga“ stöðvast. —★— Það hefur flogið fyrir að stjórnar flokkarnir íslenzku séu að athuga á hvem hátt hægt sé að koma því til leiðar, að sólin komi framvegis upp í vestri, en ekki 1 austri, svona 1 virðingarskyni við Marshall-hjálpina. —★— Orðrómur gengur um það, að upþ hafi komið heimiliskritur á hinu friðsama heimili Framtaks-Skaga út Bókasafn skólans er opið til útlána hvern laugardag, og hefir nokkuð verið keypt af nýjum bókum. Bóka- vörður hefir verið nú og í fyrravetur Bragi Þórðarson i 2. bekk. (Samkv. upplýsingum frá skólastj.) af gamalli plötu, sem kvað heita Stétt með stétt. Vér brosum þegar litla ihaldið fer að standa uppi I hárinu á honum pabba sínum. —★— Til „Framtaks“ Fálkinn er þitt friSarmerki, fuglinn þessi heimski, sterki, oft hann sést aS illu verki, hann étur sína bræSur þrátt lífsrétt þeirra lítur smátt. Signý. Ný fjöldamorð í Grikk- landi. Fyrir stuttu síðan voru tekn- ir af lífi í Tripoli á Pellops- skaga í Grikklandi 13 komm- únistar, 7 þeirra konur. Her- réttur Aþenu-stjórnarinnar hafði dæmt þetta fólk til dauða fyrir stuðning við lýðræðisher Markosar. í Aþenu voru hand- teknir 37 menn, þar af 9 konur. Er þeim gefið að sök að hafa hvatt menn til að ganga í lýð- ræðisherinn og breiða út bylt- ingarrit. Þetta fólk verður og dregið fyrir herrétt.

x

Dögun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dögun
https://timarit.is/publication/1946

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.