Dögun - 03.01.1949, Side 3
Mánudagurinn 3. janúar 1949
DÖGUN
3
Vindhögg kapitalismans
I öðru tölublaði „Framtaks“ er grein með fyrirsögninni:
„Kommúnisminn er hrörnandi þöll“, og af því maður er orðinn
pví svo vanur að í herbúðum afturhaldsaflanna í landinu séu
hlutirnir sjaldnast nefndir réttum nöfnum, býst ég við að þarna
sé átt við stefnu þá sem sósíalismi heitir og langar mig að gera
smáathugasemd við grein þessa.
Greinarhöfundurinn, sem ekki lætur nafns síns getið og því
^afalaust einhver úr ritnefnd blaðsinS, byrjar grein sína á því
að segja að Sósíalistar telji sig hina einlægustu og ótrauðustu
fylgismenn allra framfara. Jú, mikið rétt, það hafa þeir sýnt
'lð þeir vissulega eru, enda reynir greinarhöfundur ekki á nokk-
Urn hátt að sýna fram á að svo sé ekki. Svo heldur greinarhöf.
áfram og þykist vera skelfing findinn og segir að Sósíalistar telji
'sig hafa með minnihluta sínum „þvingað" meirihluta þingsins
til að fallast á og standa að þeim stórfelldu umbótum sem fyrrv.
úkisstjórn framkvæmdi og ennfremur að hinir tveir ráðherrar
þeirra hafi „þrautpínt“ meðráðherra sína til undirgefni við sig
°g sína stefnu. Mikil undur er þessi greinarhöfundur gáfaður
haður. I hans augum er ekkert tæki til, til þess að vinna sinni
stefnu fylgi og sínum málum framgang nema einhver píningar-
''erkfæri. Einstaklega skemmtilegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn ef
t'essi maður túlkar hugsunarhátt flokksins. Getur þessi bless-
■'ður greinarhöfundur ekki skilið einföldustu staðreyndir. Getur
Iiann ekki skilið að það aðhald, sem meðráðherrar Sósíalista
pöfðu af þeim í stjórninni og sömuleiðis meirihluti þings átti
'-klvert skylt við neinar píningar eða persónulegan ótta af viss-
"m mönnum heldur hitt,. að allir hinir skynsamari menn stjórn-
firflokkanna sáu að þessir menn túlkuðu skoðanir og kröfur al-
i^ýðunnar í landinu, þ. e. þjóðarinnar sjálfrar. Þeir sáu það, að
var gagnslaust að berjast á móti þvi sem sjáanlegt og sannan-
^egt var að var vilji almennings í landinu. Að minnsta kosti
sáu þeir að heimskulegt var að vega beint framan að íslenzkri
‘'lþýðu cg slógu því undan í bili, sennilega meðan þeir voru
hugsa upp einhver lævís ráð til að blekkja alþýðuna og
véla svo hægar væri að hnekkja framfara- og réttlætisvilja
kennar, enda erum við farin að sjá frumsýningarnar að þeim
ieik, sennilega koma aðalsýningarnar áður en langt líður.
Það sem raunverulega hefur gerzt í stjórnmálunum undan-
iarin ár, er, að vegna hinnar gífurlegu aukningar Sósíalista-
flokksins, cg vegna þess að þeir sem Sósialistar hafa sent á þing
Irir sig, hafa sýnt að þeir teldu sig ekki komna þangað til þess
svíkja sína yfirlýstu stefnuskrá, eins og margir þingmenn
fánna flokkanna virðast álíta að sjálfsagt sé að gera, vegna þess
r,g vegna óttans við dóm kjósendanna og þar af leiðandi fýlgis-
á'un flokka sinna, hafa afturhaldsflokkarnir fylgt framfara- og
'mbótastefnu Sósíalista nokkuð á undanförnum árum, en vitan-
9ga reynt að telja fólki trú um að þettá sé og hafi alltaf verið
leirra einlægur vilji. Því vöknuðu mennirnir ekki fyrr en þetta,
ýrst þeir voru búnir að ganga með þennan einkennilega fram-
aravilja árum saman? Enginn hélt aftur af þeim. 1 mörg ár
öru þeir búnir að fara með stjórn landsins, en þó vöknuðu
teir ekki til raunhæfra framfara fyrr en Sósíalistaflokkurinn
'ár orðinn sterkur flokkur og kominn í stjórn. Já, ég spyr,
Wers vegna rumskuðu þessir „framfara“-flokkar ekki fyrr?
Svo þykist ghéinarhöf. benda á,: eina stórsynd Sósialista og
hún er, að þeir bendi mönnum
á „rauða ljósvitann í austri.“
Eg sé nú ekki að það sé nein
stórsynd þó menn kannist við
að merki sósialismans var fyrst
hafið í austri. Mér finnst það
áð möi'gu leyti táknrænt að svo
er. Eg veit ekki betur en ljós-
og orkugjafi jarðarinnar, sólin
komi upp í austri, og veit ég
ekki til að menn hafi haft neitt
við það að athuga, eða hafi ósk-
að eftir að hún kæmi heldur
upp í vestri. Sósíalisminn er að
sínu leyti ljós-og orkugjafi þjak-
aðrar alþýðu allra landa og því
táknrænt að merki hans er fyrst
hafið í austri og eins og sólin
viðheldur lífinu á jörðinni með
birtu sinni og yl, eins mun
sósíalisminn halda við kjarki
undirokaðrar alþýðu allra
landa og gefa henni von og
styrk unz sigur er unninn á
öllu misrétti.
Svo kemur nú rúsínan í
pylsuendanum hjá greinarhöf-
undi. „Hin fámenna klíka
kommúnista hér á landi sem
gengur með einræðishyggjuna
í maganum.“ Hafið þið heyrt
dásamlegra orðatiltæki? Því í
ósköpunum ráðleggur ekki
þessi góðgjarni greinarhöfund-
ur þessari „fámennu kliku“ að
laxera svo hún losni við þennan
óþverra úr innyflunum? Nei,
góðir hálsar, hvorki þessi
greinarhöfundur né aðrir sem
alltaf eru að brýna okkur ís-
lenzka sósíalista á einræðis-
hyggju, geta bent á eitt einasta
dæmi þar sem sósíalistar hafa
sýnt minnstu tilraun til ein-
ræðis. Aftur á móti veit ég ekki
hvað er einræði ef það er ekki
viss tegund einræðis sem Sjálf-
stæðisflokkurinn alltaf og æfin-
lega hefur barizt fyrir, sem sé
að hinir ríkari eigi skilyrðis-
laust að ráða yfir hinum fá-
tæku og setja þeim þá kosti sem
þeim sýnist.
Greinarhöf. segir að Sósíal-
ismi stingi ekki rótum nema í
jarðveg „vitneskjuleysis“.
Nú er það vitað mál, og óum-
deilt, að íslenzk alþýða er betur
menntuð en alþýða nokkurs
annars lands, og einnig vita
allir að Sósíalismi þróast ekki
að ráði hér fyrr en á síðari
árum, einmitt þegar alþýða
þessa lands var orðin enn al-
mennara betur menntuð en
nokkru sinni fyrr. En þó segir
þessi greinarhöf. óbeint að al-
þýðan hér sé heimsk og vit-
neskjulaus. „Gjafir eru yður
gefnar synir mínir, og eruð
þið menn að minni ef þið laun-
ið öngu,“ sagði Bergþóra forð-
um og mætti íslenzk alþýða
minnast orða þessara er slíkar
gjafir eru að henni réttar.. —
SíldveiSarnar
Sárum vonbrigðum hefur
það valdið allri íslenzku þjóð-
inni, hversu sildveiðarnar í
Hvalfirði hafa brugðizt á þessu
hausti. Aðallega mun þó tvenns
konar sjónarmiða hafa gætt í
þessum vonbrigðum. Annars
vegar vonbrigði sjómanna,
verkamanna og útvegsmanná
um betri lífsafkomu og fjár-
Greinarhöf. er að gambra með
að Sósíalistar hafi hleypt á stað
pólitískum verkföllum. Þetta
er nú svo heimskulegt að það
er varla svaravert. Ég geri ráð
fyrir að greinarhöf. eigi að ein-
hverju leyti þarna við hina
löngu og erfiðu kjaradeilu
Dagsbrúnar nú, ekki alls fyrir
löngu, en það tel ég hámark
ósvífni af Akurnesing að minn-
ast á þá deilu, þar sem Akur-
nesingar neituðu að rétta fé-
lagsbræðrum sínum í Reykja-
vík hjálparhönd í deilu þeirra
en hirtu svo hagnaðinn af sigr-
inum að deilunni afstaðinni.
Greinarhöf. segir að kosn-
ingin til Alþýðusambandsþings
sýni fylgishrun Sósíalista í
landinu. Þetta er algerlega út
í loftið sagt og hefur ekki við
neitt að styðjast. En yfir kosn-
ingum sem þessum gleðjast
Sjálfstæðismenn, kosningum.
sem unnar eru að nafninu til
á lýðræðislegan hátt en með
augljósum svikum og prettum
og Alþýðusambandið tekið í
hendur þessara mjög vafasömu
fulltrúa með beinu ofbeldi. 1
gegnum alla grein þessa dásam-
lega höf. heyrist náhrafnahlakk
Sjálfstæðisflokksins yfir að
hafa nú náð því sem þeir kalla
„kverkatakinu á Alþýðusam-
bandinu". En ég gæti trúað að
þeir hlakki helzt til snemma,
því þó að íslenzk alþýða sé nú
illa stödd vegna þess að hafa
látið afturhaldsöflin í verklýðs-
hreyfingunni svínbeygja sig
og blekkja, þá er það von mín
og trú að hún eigi eftir að rétta
sig úr kútnum og sýna þeim
háu herrum að þó það sé
hægt að blekkja íslenzka al-
þýðu um sinn og tekizt hafi
að ná af henni heildarsamtök-
um hennar nú í bili með kosn-
ingasvikum og skefjalausum
áróðri, þá er aldrei hægt að
sigra baráttuvilja og þrek
hennar, og að hún kemur harð-
sæknari og samstilltari úr
hverri raun, og ætti ég ekki
bágt með að trúa að næstu Al-
þingiskosningar ættu eftir að
færa þeim heim sanninn um
það.
hagslegt sjálfstæði en ella.
Hins vegar vonbrigði heildsala,
braskara og heimshornaflakk-
ara yfir léttari sjóðum gjald-
eyris, til að ausa úr, í sitt þjóð-
kunna starf. Lesendur Dögun-
ar geta sjálfir sem bezt gert
upp á milli þessara vonbrigða.
Hinir sístarfandi og vökulu
sjómenn hafa sannarlega gjört
allt, sem í þeirra valdi stóð á
því herrans ári 1948, til þess
að ná gulli úr greipum Ægis,
en það hefur ekki legið laust,
og eru því tekjur þeirra eftir
árið mjög rýrar, en eins og
allir vita ört vaxandi dýrtíð.
Nú er svo högum háttað hjá
okkur Akurnesingum, eins og
allir vita, að lífsafkoma öll
fellur og stendur með sjávar-
útveginum. Hvernig er nú um-
horfs hjá okkur í þeim efnum?
Litil beitusíld til vetrarvertíðar-
innar, engin netaveiðafæri (svo
sem troll eða snurvoð), sem af
sumum munu verða kölluð rán-
yrkjuveiðarfæri, en um það
verður ekki deilt hér. Byrjað
er að frysta hér beitusíld af
þeim litla afla sem veiddist í
Hvalfirði í haust en handar-
bakastjórn látin ráða og ekki
nýtt út í æsar afköstf rysti-
húsanna eins og fyllsta ástæða
er þó til, og svo þar ofan á
kaupið seldur all verulegur
hluti af hinni frystu síld, út
úr bænum, sem mun þó hafa
tekizt að kippa til baka á síð-
ustu stundu. Þarna sést spegil-
mynd af hinu frjálsa framtaki
einstaklingsins, þegar mest er
þörfin á að það komi fjöldanum
að notum.
Vonandi rætist úr síldveið-
unum í Hvalfirði eftir áramót-
in, en þó svo fari að þær vonir
bregðist, verður eitthvað að
rífa úr hryggjunum, annað
dugar ekki.
Togarasjómaður
skrifar:
„. . . . ég hélt að á Akranesi
væru sjómenn og helst ekkert
nema sjómenn og að við tog-
arakarlarnir mættum vænta
liðsinnis hjá iulltrúum Verk-
lýðsfélags Akraness, um leng-
ingu hvíldartímans okkar. En
svo sá ég nöfn þeirra birt i
hópi þeirra fulitrúa er greiddu
atkvæði á móti áskorun, er
fram kom á 21. þingi Alþýðu-
sambands Islands, um að skora
á Alþingi að samþykkja frum-
varp Hermanns Guðmunds-
sonar og Sigurðar Guðnasonar,
um lengingu hvíldartímans á
íslenzkum togurum. Svo brugð-
ust krosstré sem önnur tré.“