Dögun - 01.02.1949, Qupperneq 1

Dögun - 01.02.1949, Qupperneq 1
II. árgangur Akranesi, þriðjudaginn i. febrúar 1949 2. tölublað Hve byggöin vor kœra er blikandi hrein, — fyrir blóövöll má slíkt ekki selja — glampar af fegurö hver glitrandi rein, hver gúöjur drengur er fljótur aö velja. Viö fjallanna pórgný og fossanna söng fóstruöust íslands synir og dætur, og œ gafst þeim styrkur er gangan var ströng og gledi og von um skammdegisnætur. Hví skyldum viö æörast, viö átökin hörö á erlendum vettvangi um stund þó aö syrti. Því guÖi er vígö þessi fornfræga jörö hinnar fyrstu þjóöar er mannslífin virti. Frá fundi Þjóð- varnarfélags o Almennur fundur var hald- inn hér í Bíóhöílinni 23. jan. s. 1. að tilhlutun Þjóðvama- félags íslendinga. Ræðumenn voru þessir: dr. Broddi Jóhannesson, Lárus Rist, Ingimar Jónasson og frú Sigríður Eiríksdóttir. Fundar- stjóri var Ragnar Jóhannesson skólastjóri. Á fundinum var samþykkt svohljóðandi tillaga: „Fundurinn lýsir yfir, að hann telur ekki koma til mála, áð Islendingar taki þátt í neins konar hernaðarbandalagi. Jafn framt skorar fundurinn á rík isstjórnina, að sjá svo um, að engin ákvörðun verði tekin um þátttöku íslands í .Norður- Atlantshafsbandalagi án þess að áður sé leitað atlcvæðis þjóð- arinnar um það mál.“ Þessi tillaga var samþykkt mótatkvæðalaust, en nokkrir sátu hjá og greiddu ekki at- kvæði, þeirra á meðal nokkur velþekkt andlit mætra borgara. Karlmenn á Akranesi! Kvennadeild Slysavarnafé- lagsins á Akranesi hefur sýnt lofsverðan dugnað í starfi. — Látið eigi ykkar deild, „Hjálp" verða langt á eftir. — Herðið róðurinn. Fylgið góðu for- dæmi. Gerist virkir félagar i „Hjálp.“ Frá bæjar- stjórnarfundi Á bæjarstjórnarfundi 22. jan. s. 1. lögðu fulltrúar sósíal- ista fram eftirfarandi tillögur: I. „Vegna hins alvarlega á- stands er nú ríkir í atvinnu- málum bæjarins, samþykkir bæjarstjórn að ráða nú þegar nokkra verkamenn í bæjar- vinnuna. Nánari ákvarðanir um fjölda þeirra, er ráðnir yrðu, séu teknar af bæjarráði í samráði við stjóm V. L. F. A. að undangenginni atvinnuleys- isskráningu. Skal bæjarstjóra falið að auglýsa skráning at- vinmdausra og annast úthlut- un vinnunnar ásamt stjóm V. Ij. F. A. — Jafnframt heim- ilast bæjarstjóra að afla bæj- arsjóði lánsfjár í þessu skyni, ef þörf krefur." Vísað til bæjaarráðs. II. „Bæjarstjórnin samþ. að fela útgerðarnefnd og bæjar- stjóra að athuga um möguleika til öflunar á nýjum fiski til neyslu á Akranesi allt árið. I því sambandi séu eftirfar- andi atriði athuguð. 1. Hvort hægt sé að ná hag- kvæmu samkomulagi við einhvern útgerðarmann á Akranesi, er tryggi eftir því sem föng leyfa, nægan Framhald á 4. síðu. SIGÍ KIÍOK SIGUKÐSSON: Allt viðhald landsins er í megnustu óhirðu, vegir allir um landið ofaníburðarlausir og allflestar girð- ingar liggja niðri. Túnið þannig á sig komið, að hvergi getur talist véltækt. Þegar Akraneskauptún kaup- ir girkjujörðina og prestsetrið Garða í Innri-Akranesshreppi haustið 1928, að undangengn- um miklum átökum og skoð- anamun á þeim kaupum, má tvímælalaust segja, að markist tímamót í sögu Akraness. Áður höfðu Akurnesingar yfirleitt mjög litla möguleika til land- búnaðar, annars en kartöflu- ræktar, en búskaparhneigð var þeim mörgum í blóð borin, og hugir þeirra stefndu í þá átt, um margra ára skeið, enda flestir þeirra komið auga á þörfina fyrir bættum kjörum og betri lífsafkomu, er myndi skapast einmitt með því að hafa tvíþætta atvinnu. Á þeim árum, eins og svo oft fyrr og síðar, var afla- og atvinnuleysi tíðir vágestir hér á Akranesi, en alþýða manna arftakar at- orku og sjálfbjargarviðleitni, enda kom það fljótt í ljós, Menn kepptu bókstaflega um að ná sér í ræktunarland, og þá fyrst og fremst, sem eðli- legt var, þau nærtækustu. Strax og kaup jarðarinnar höfðu verið gerð, hóf hrepps- nefnd Ytri-Akraneshrepps undirbúning að ræktun lands- ins, réði til sín Pálma Einars- son ráðunaut, til að mæla og kortleggja landið, og var hann hennar ráðgjaf í ræktunarmál- um um margra ára skeið. Ht- hlutun ræktunarlandsins var þannig, að hver búsettur Akur- nesingrrr gat fengið tvo hekt- ara lands, leigða á erfðafestu, en ekki meira, og munu nær 40 lönd hafa verið tekin á leigu fyrstu 3—4 árin, og sum þeirra komin í rækt, sem kall- að var, eftir tvö ár frá því þau voru leigð. Pálmi Einarsson mun hafa talið það nægjanlega upp- þurrkun á hverju tveggja hekt- ara landi, fjóra opna skurði kringum það og einn eftir þvi miðju, stærð skurðanna eftir töflu gerðri af honum sjálfum, einnig færði hann inn á upp- drátt Garðalands nokkra lok- ræsagerð í hvert land, sem þvi miður var þó að all verulegu leyti vanrækt að gera fyrst í stað, enda kom það fljótt í ljós, að ræktun landsins var mjög ábótavant. Bæði var landið víðast hvar hallalítið, og svo hefur reynslan sýnt það, að æskilegast, og beinlín- is nauðsynlegt er að láta land- ið standa helzt nokkur ár eftir að það er ræst, áður en þvi er bylt. Nú var hafin ræktun landsins með þeim fádæma dugnaði og atorku, að vart mun finnast annar meiri frá þeim tíma í sögu ræktunar- mála okkar Islendinga, en for- sjá fylgdi ekki, því miður. En þó að ræktunarmálunum væri nú svona ábótavant í upp- hafi vega, má þó fullyrða að báskapur sá, er hófst hér, sam- hliða ræktun Garðalands hafi orðið allveruleg búbót, og þeim til framdráttar, er hann gátu stundað á hinum tekjurýru árum, sem þá voru, og nokkur munu dæmi þess að hann reið alvegbaggamuninn, að menn þyrftu ekki að leita á náðir hreppsfélagsins með fram- leiðslustyrk. Næsti áfangi ræktunarmál- anna var svo vegakerfið um hin leigðu lönd, og var það lagt samkvæmt uppdrætti Garðalands, og mátti svo heita að því væri lokið haustið 1937 og hvert tveggja hektara land hefði þá beinan aðgang að vegi. Samhliða þessu var svo allt Garðatúnið, ásamt grundum og ræktanlegum skæklum tekið fyrir, bylt, sáð í það, og síðan leigt út í sem næst dagsláttu skákum, sem leigðar voru frá ári til árs, girðing öll í kringum túnið var sett upp að tilhlutan hreppsnefndar, og leigutakar látnir borga girðingargjald, en ræktunarlönd þau, er leigð voru á erfðafestu girtu leigu- takar sjálfir. I upphafi kom til orða að þeir girtu löndin sam- eiginlega (heildargirðingu um viss svæði), en það náðist ekki samkomulag, svo að endirinn varð sá, að hver girti sitt land eftir eigin geðþótta. Þegar hér var komið sögu, var flestum það ljóst, hve allri ræktun landsins var ábóta- vant, eins og áður hefur verið sagt, en þó sérstaklega og fyrst og fremst framræslu og þurrkun allri, landið flatt og illt að fá aðalaffallið nægilega viðtökugott, of lítið af lok- ræsum, og enda opnum skurð- um líka, þeir farnir að gróa upp vegna kyrrstöðu vatns þess, er eftir þeim átti að renna. Nú var þetta vandamál rætt, bæði utan hreppsfundar og innan, og samþykkt af hrepps- nefnd að fela ráðsmanni Garðalands að ganga ríkt eftir, að leigutakar erfðafestulanda hreinsuðu skurði í kringum lönd sín, ella léti hreppsnefnd gera það á þeirra kostnað. Samhliða var samþykkt að gera affallsskurð neðan úr Kalmansvíkurlandi og upp í Garðatún, ogvar greftri hans lokið haustið 1941, vitanlega með nokkrum krókum, vegna legu landanna og skurðakerfis- ins, einnig var þá hreinsað nokkuð af skurðum viðbom- andi ræktunarlöndunum, eftir þvi sem tími vannst til, en mjög mikið var eftir. En þegar til kasta leigu takanna kom um hreinsun skurðanna voru þeir mjög ófúsir á það verk, töldu að hreppnum bæri skylda til þess, en slíkt var vitanlega ekki rétt, því samkv. leigusamningi ræktunar- landanna, ber leigutaka að halda við skurðum og annarri ræktun landsins þannig, að ekki sé aðfinnslu vert, ella falli hið leigða land til hrepps- ins (nú bæjarins) án endur- gjalds. En hitt er svo tvímæla- laust skylda bæjarstjórnar að sjá svo um, að ræktunarlöndin gangi ekki til auðnar, en um það hvort bæjarstjórn hefur gert skyldu sína í þeim efnum, getur hvert mannsauga dæmt sem yfir ræktunarlöndin lítur nú. Eg hefi nú hér að framan, lesendur góðir, gefið ykkur stutt yfirlit, í stórum dráttum af ræktun Garðalands, öðru- vísi er ekki hægt að hafa það í blaðagrein, en ýmislegt fleira mætti um þessi gömlu rækt- unarmál segja, ef nánar væri út í þau farið, en ég læt þetta nægja að sinni, og kann svo ekki söguna lengri, því frá árslokum 1941 hefi ég fylgst Framhald á 3. síðu.

x

Dögun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dögun
https://timarit.is/publication/1946

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.