Dögun - 20.03.1949, Side 1
Aukablað
II. árgangur
Akranesi, sunnudaginn 20. marz 1949
4. tölubla'S
Bandaríkin launa leppum sínum
HEIMILI SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA
Myndin sýnir hiS nýja heimili SameinuSu þjóSanna, sem byggt verdur í
New York. — Vinna er nú þegar hafin ú hinu 39 hæSa húsi, sem er til
hœgri ámyndinniog á aS verSa tilbúiS 1950.
Svikaferill Alþýðufokksins
Lýðræðisjafnaðarmenn, er
fína nafnið, sem afturhalds-
klíka.n kringum Stefán Jóhann
skreytir sig með til að sýna
fram á, að sósíaidemókratar
séu þeir einu sönnu lýðræðis-
jafnaðarmenn, og að einkenni
þeirra sé mildi og frjálslyndi,
og að á heiðarleika þeirra sé
hvergi blettur né hrukka.
öllum er enn í fersku minni
þau svik, er hinir þrjátíu og
tveir þingmenn frömdu gegn
þjóðinni, 5. okt., er þeir sam-
þykktu á Alþingi að leigja er-
lendu herveldi mikilvægar
stöðvar á landinu, og seldu þar
með undir erlend yfirráð hluta
af islenzkri jörð.
Sjaldan munu nokkrir rnerm
hafa leikið tveim skjöldum á
jafn viðbjóðslegan hátt og
nokkrir foi'sprakkar Alþýðu-
flokksins í herstöðvarmálinu.
Skömmu fyrir kosningar
1946, tók AlþýðuflokJ- irinn
upp harða baráttu gegn her-
stöðvum á Islandi og gagi: 'ýndi
harðlega Morgunblaðið og Vís-
ir fyrir svik þeirra við sjálf-
stæði landsins. Utan á Alþýðu-
húsið var festur borði með
hinni fögru áletrun: „Gegn af-
sali íslenzkra landsréttinda X
A.“ En á sama tíma og þessari
hlið var snúið að kjósendum,
sátu forystumenn flokksins á
rökstólum með Ólaf Thors og
hjálpuðu honum til að undir-
búa svikráðin. Félagsskapur
þessara manna braut svo í
bága við siðræðisreglur alira
heiðarlegra manna, að þeir
hafa áunnið sér sess á blöðum
sögunnar í hópi þjóðníðinga!
Ólafur Thors hafði undir-
ritað samninginn i ieyr.um og
ekki haft aðra’í vitorði en ein-
drægna landsölumenn úr for-
ingjaklíku íslenzkra krata.
Það þarf eki að taka það
fram, að klíkan kringum Stef-
án Jóhann er algerlega ein-
angruð, beztu forystumennirn-
ir hafa risið upp gegn þeim og
beita öllum ráðum til að koma
i veg fyrir svik þeirra. En af
venjulegri forsjálni hefur klík-
an hreiðrað um sig, og séð fyr-
ir því, að hún hafi meirihluta
í miðstjórn flokksins og Al-
þýðublaðið er hennar málgagn.
Framhald á 4. siðu.
Leikfélag
Akraness
hafði frumsýningu á „Þor-
láki þreytta“, síðastliðið föstu-
dagskvöld, hráðskemmtilegum
gamanleik. Meðal annars hef-
ur leikurinn það til síns ágætis,
að hann er fyrir alla, bæði
fullorðna sem börn. — Dögun
bendir foreldrum á, að lofa
börnunum að sjá þennan leik.
Tvímælalaust heppilegra
skemmtiefni en flestar bíó-
myndir, sem börn sækja hvað
helzt. — Leikhúsgestur.
a biií
ndir þetta, sem fyrr
Oft hefur verið þörf, en nú
er nauðsyn, að sérhver maður
sé vel á verði og fylgist með
þeim málum, sem nú eru á
döfinni og bráðlega verða að
fá endanlega afgreiðslu.
Undanfarið befur núverandi
''íkisstjórn og ýmsir ráðamenn
þjóðarinnar reynt af frcmsta
megni að stinga þjóðinni svefn
þorn svo hún rumski ekki til
fidls fyrr en þeir séu bLinir að
vinna þau óhæfuverk, er þeir
leggja nLÍ óstjórnlegt kapp á að
framkvæma, helzt án allrar
vitundar og gegn vilja þjóðar-
innar.
T'essi ríkisstjórn, og þeir sem
að’ henni standa, hafa allan
stjórnartíma hennar, unnið
markvisst að því að svíkja og
eyðileggja það sjálfstæði, sem
allir góðir íslendingar hafa
barizt fyrir öldum saman að
þjóðin öðlaðizt.
Það er hörmulegt að þurfa
að viðurkenna, að þessir menn,
sem svo hrapalega hafa brugð-
izt málstað íslenzku þjóðar-
innar, skuli vera íslenzkir
menn, kvistir af hinum trausta
íslenzka meiði. Það er næsta
óskiljanlegt, að nokkur íslend-
ingur skuli vera svo úrkynj-
aður að sækja það fastast, að
farga sjálfstæði þjóðarinnar, já
að sækja það svo fast, að það
virðist ganga brjálsemi næst.
Forráðamenn stjórnarflokk-
anna hafa gert svívirðilega
samninga við Bandaríkin um
landsréttindi okkar íslendinga,
þeir eru búnir að gera okkur
Islendinga að aumustu betli-
og sníkjuþjóð, með því að
þvæla okkur inn í þessa auð-
virðilegu Marshall-lántöku, og
nú erum við farin að sjá for-
spilið af því, hvernig þessir
háu herrar ætla að nota þessa
sníkjupeninga sína, sem sé til
þess, að stöðva atvinnuvegina,
til þess að lækka kaup allra
þeirra, sem lægst eru launaðir
í þjóðfélaginu. Það er ekki ó-
nýtt að sníkja sér út gjafir og
lán í nafni þjóðarinnar í þess-
um þokkalega tilgangi, slíkt er
„Það eru bara kommúnistarnir, s
vissulega nýtt í sögu íslend-
inga, og er nú hið gamla og
góða stolt okkar þjóðar harla
lítið orðið.
Aðeins á aumasta niðurlæg-
ingartíma þjóðarinnar kom-
umst við svo langt í vesal-
dómnum, vegna óstjórnar
þeirra útlendinga, er þá merg-
sugu hér allt, að við neydd-
umst til að biðja um gjafakorn
handa þjóðinni að eta, og ég
hygg, að allir hafi vonað, að
þeir tímar kæmu aldrei aftur,
En nú, eftir mörg veltiár, gera
forráðamenn þjóðarinnar sér
að góðu að knékrjúpa fyrir
Bandarílcjunum og þiggja af
þeim margar milljónir króna,
ekki til að halda lífinu í þjóð-
inni, heldur til að þrengja
kosti hennar og til þess að
halda við óstjórn nokkurra
ríkisbubba yfir atvinnuvegum
þjóðarinnar. Ég hygg, að eng-
um af þeim, sem á undan-
förnum öldum hafa barizt fyr-
ir sjálfstæði og framtíð þess-
ar þjóðar, hefði getað komið
til hugar, að íslenzkir menn
ættLL eftir að niðurlægja þjóð
sína eins og þessir forkólfar
stjórnarflokkanna hafa nú gert.
Og nú á aS fara aS sýna lit á
aS þakka fyrir sig.
Og nú er verið að reka enda-
hnútinn á allan undirlægju-
skapinn, því nú er hálf ríkis-
stjórnin komin til Bandaríkj-
anna, til að undirbúa afhend-
ingu landsins okkar til hern-
aðarþarfa fyrir hina stríðsoltnu
auðjöfra Bandaríkjanna. Nú á
að fullkomna sleikjuskapinn
ekki vilja selja ykkur landiS.“
við auðstétt Bandaríkjanna og
þakka þeim auðmjúklega fyrir
allar „gjafirnar“ og „antileg-
heitin“.
„Ekki má það minna vera,
en maður þakki fyrir sig,“ segir
Öm Arnarson, og það stendur
svo sem ekkert á því, að þessir
háu herrar vilji sýna lit á að
þakka fyrir allar mxiturnar,
sem Bandaríkin eru búin að
rétta að þeim, en þeir bara
þakka fyrir sig, með því að af-
henda landsréttindi, sem þeir
eiga ekkert með að ráðstafa.
Þeim vex svo í augum sú dýrð,
að þessir „miklu“ menn Banda-
rikjanna skuli láta svo lítið
að stefna þeim utan til viðtals
við sig, að þeir telja, að þeir
einir eigi þetta land og geti
ráðstafað, hvort því verði fórn-
að til styrjaldarþarfa Banda-
ríkjanna eða ekki. En vissulega
hafa þessir vesælu menn aldrei
átt nema lítinn hluta þessa
lands, og eiga nú engan blett
þess, því þeir hafa svo sannar-
lega, með breytni sinni undan-
farið, fyrirgert rétti sínum til
að kallast Islendingar, þeirra
föðurland hefur um langan
tíma verið Bandaríki Norður-
Ameríku.
Það er þjóðin sjálf, fólkið,
sem vill búa hér, sem vill vera
sjálfstæðir Islendingar en ekki
fótaþurrkur erlendra þjóða,
sem þessum málum á að ráða
til lykta. Það er skylda þings
og stjórnar að bera þetta mál
undir þjóðaratkvæði, minna er
ekki hægt að krefjast.
Það ætti líka að vera alvég
Framhald á 3. síðu: