Dögun - 20.03.1949, Blaðsíða 3
Sunnudagurinn 20. marz Í949
DÖGUN
3
Vopnlaus þjóð
Allt hið þjakaða mannkyn þráir frið. Allt hið þjakaða mann-
kyn þráir vopna- og vígalausan heim. Við Islendingar megum
á vissan hátt kallast útverðir og tákn þessa friðarvilja og
friðarviðleitni. Við höfum að fullu og öllu sagt skilið við
vopnin og sannað, að það er miklu affarasælla að vera án þeirra.
Við íslendingar erum ekki skapminni en aðrar þjóðir, nema
síður sé, en við höfum sýnt og sannað, að hægt er að útkljá
öll þjóðfélagsleg deilumál án vopna.
Engin þjóð getur talið sér ógnað af vopnlausri þjóð, og að
biðja um land slíkrar þjóðar til hernaðarþarfa er níðingsverk,
og uppgjöf á friðarhugsjón mannkynsins. Að taka land slíkrar
þjóðar herskildi er viðbjóðslegt, en þó skömminni til skárra
en að æskja þess, að þjóðin sjálf gefi fríviljuglega frá sér
allar sínar helgustu hugsjónir.
★
Ef við íslendingar biðjum um hervernd, er það sama og
hopa af hólmi, hopa af hólmi friðarhugsjóna þeirra, er við
höfum löngu viðurkennt og sannað, að eiga fullan rétt á sér.
Ef við biðjum um vopnavernd er það á vissan hátt rothögg
á friðarvonir og friðarhugsjónir hins þjakaða mannkyns.
Hvað segir kirkjan um slíkt? Hvað segja hinir vigðu þjónar
Jesú Krists, friðarins postula? Getur nokkur þeirra óskað
eftir saklausu blóði yfir höfuð sín og sinna?
Á þesu eina sviði, framkvæmd friðarhugsjóna kristninnar,
komust við Islendingar einna næst því að geta heitið kristnir
menn. Á nú einnig að hopa frá því vegna ímyndaðrar eða
ekki ímyndaðrar hættu, sama hvort heldur er.
★
„Ó, þér trúarveikir,“ sagði Kristur. Á 1949. ári frá fæðingu
Krists er ennþá engin þjóð, sem þorir að fylgja friðarhugsjón
kristninnar. Geta ekki einu sinni prestamir trúað því, að guði
sé megnugt að varðveita þessa þjóð, þetta lifandi tákn friðar-
viljans, og þá einnig megnugt að þurrka hana út eins og
ibúa Sódóma og Gómorra, ef einnig hún bregst hlutverki sínu?
Það virðist nú vissulega vera að snúa hlutunum við, þegar
við sósíalistar, sem kirkjan dæmir guðleysingja og trúníðinga,
finnum okkur knúða til að ganga fram fyrir skjöldu og segja
þjóð vorri þau orð, sem vissulega ættu nú að heyrast af
vörum allra presta vorra og hljóma úr hverjum predikunar-
stól íslenzku kirkjunnar.
„Hvert er þá orðið okkar starf í sex hundruð sumur?“ Ef við
eigum nú að fleygja frá oss af fúsum vilja öllu, sem áunnizt
hefur með langri baráttu, bæði í sjálfstæðismálum þjóðarinnar
og einnig í þessu friðarins hugsjónamáli, afvopnun þjóðarinnar,
fyrsta sporinu í afvopnun heimsins.
★
Það hefur löngum verið hugsjón Islendinga, að það sé betra
að falla með sæmd, en lifa við skömm. Ef við lánum nú land
vort með frjálsum vilja til hernaðarþarfa, eigum við víst, hvorí
sem við lifum hildarleikinn af eða ekki, að hljóta þann vitnis-
burð eða grafskrift hjá þeim sárþjökuðu sálum sem þá lifa:
Islendingar lánuðu land sitt og allt sem þeir áttu til þess, að
auðveldara væri fyrir hina stríðssoltnu menn að koma styrj-
öldinni af stað, þeir bera ábyrgð á miklu af því blóði, sem nú
hefur flotið um þessa jörð. Það væri vissulega nýr þáttur i sögu
íslenzku þjóðarinnar að fá slíkan vitnisburð.
★
Ef við hins vegar neitum að eiga nokkurn þátt í þessum
átökum, höfum við meiri líkur til að lifa hildarleikinn af. ef
til stríðs kemur, og höfum að honum loknum þó alltaf hreinan
og óflekkaðan skjöld af því blóði, sem þar yrði úthellt.
Nei, hvort sem á málið er litið frá trúarlegu, hagfræðilegu
eða þjóðlegu sjónarmiði, er það ófrávikjanleg skylda okkar að
halda fast við hlutleysi okkar í styrjöldum og trúa á mátt frið-
arins og hins góða í mönnunum.
- Bandaríkin lau
Framhald af 1. síðu.
óhætt fyrir þessa landsölu-
menn, að leggja þetta mál und-
ir dóm þjóðarinnar, því eftir
því sem Bjarni Ben upplýsir
í Washington, eru engir hér á
landi á móti herstöðvum og
öðrum undirlægjuhætti við
Bandaríkin, en „kommúnistar"
og þeir munu vera 10% af
þjóðinni. „Lýgur þú nú enn.
Eyjólfur." Það er einkennandi
fyrir ráðherra þessarar núver-
andi stjórnar, hvað ósannindin
renna liðugt upp úr þeim, þeg-
ar þeir eru komnir út fyrir
landsteinana. Ef til vill sýnir
þetta, að Islendingseðlið sé ekki
alveg dautt í þessum mönnum
fyrst þeir virðast eiga erfiðara
með ósannindin, þegar þeir eru
á íslenzkri grund, eða kannske
þetta stafi bara aðeins af því,
að þeir vita, að hér heima eru
ósannindin tafarlaust rekin of-
an í þá aftur, og virðist að
raunar trúlegra að þess vegna
losnar um allar flóðgáttir ó-
sannsöglinnar hjá þessum
mönnum, um leið og þeir stíga
á erlenda grund.
Jafnvel þó þessum mönnum.
sem æstastir eru í undirlægju-
skap sínum við yfirdrottnun
Bandarikjanna, gæti tekizt að
koma samþykkt um aðild Is-
lands í þessu hernaðarbanda-
lagi í gegnum þingið, er það
hrein lögleysa, því menn þeir,
sem það samþykktu, hafa enga
heimild til þess. Þeir eru allir
kosnir af þjóðinni til þess að
standa vörð um sjálfstæði þjóð-
arinnar og verja landsréttindi
vor, og þeir sóru og sárt við
lögðu, er þeir voru að dorga
eftir atkvæðum við síðustu
kosningar, að þeir skyldu trú-
lega standa vörð um þessi mál.
Þetta sviku þeir nú flestir strax
er á þing kom, með samþykkt
Keflavíkursamningsins, og eru
því siðferðilega búnir að tapa
umboði því, sem kjósendurnir
fólu þeim.
AndvaraleysiS er stórhœttulegt
En hvernig má það vera,
að þessir menn skuli vera
komnir svo langt í að farga
okkar helgustu landsréttind-
um? Hvernig má það vera, að
allur almenningur virðist
meira að segja enn sofa svefni
andvaraleysisins og láta þannig
teyma sig óafvitandi á ánauð
arbásinn?
Jú, það er raunaleg stað-
reynd, að öllum þorra manna
finnst sér ekki koma við að
hlusta á stjórnmál eða neitt,
sem að því lýtur, nema rétt um
kosningar. Þá hugsa þeir kann-
ske pínulítið, og svo að kosn-
ingunum loknum fara þeir ró-
legir heim „og leggja sig,“ og
telja sig svo eiga „frí“ frá öllu
slíku næstu fjögur árin. Það
er auðséð á öllu, að þessir land-
sölumenn, sem nú sitja í stjórn,
hafa treyst á þessa værukærð
kjósendanna, þegar þeir gengu
út í síðustu kosningabaráttu, og
sóru þar að verja öll okkar
landsréttindi vitandi vits, að
ia leppum sínúm
þeir ætluðu að svíkja öll sín
orð og eiða strax að kosningum
loknum, og enn er þjóðin svo
dofin, að hún þegir að miklu
leyti við þeim svívirðilega lyga-
áróðri, sem blöð stjórnarflokk-
anna bera daglega á borð fyrir
hana. Því eru Islendingar til
fulls vakandi um sín velferðar-
mál og ætti að vera búið að
trutta svo rækilega við þessum
mönnum, að þeim væri ekki
lengur vært í þingsölunum til
að saurga þar löggjafarsam-
komu þjóðarinnar.
Nei, nú þurfa allir sannir
íslendingar að spyrna við fót-
um, áður en lengra er komið
út í foraðið. Hingað og ekki
lengra. Þessi stjórn vérður að
víkja og ábyrgir menn að taka
við, ef okkur á að verða bjarg-
að frá þvi að verða hjáleigu-
ríki Bandaríkjanna.
Mútuþægni bjálfanna og svefn
hinna rólyndu er þáS, sem
treyst er á.
Það er auðvelt að skilja til-
gang Bandaríkjanna með öllum
þessum svokölluðu „gjöfum‘“
sínum. Hinir ráðandi menn þar
vita vel hvað þeir eru að gera,
er þeir rétta mútur sínar að
hinum auðs- og valdasoltnu
mönnum. Það hefur löngum
þótt arðvænlegt til yfirdrottn-
unar, að kaupa sál og sann-
færingu ráðandi manna þjóð
anna, ef hægt hefur verið að
sjá leik á borði með slíkt, og
það virðist hafa gengið allgreið-
lega hvað snertir þessa íslenzku
leppa.
Islenzk alþýða hefur nú
aldrei gert sér miklar vonir
um hinn svokallaða „Sjálf-
stæðisflokk." — Forystumenn
hans hafa nú aldrei farið bein-
línis dult með það, að þeir hafi
Mammon fyrir sinn guð, en af
Alþýðuflokknum var vissulega
annars vænst, en að hann seldi
sál og sannfæringu strax og
eitthvað slíkt væri í boði, en
það er nú vissulega komið á
daginn, að þetta gat komið fyr-
ir.
Forystumenn Framsóknar-
flokksins hafa í þessu herstöðv-
armáli komið fram líkt og
belja með kálfsótt, sem aldrei
getur á sama stað staðið augna-
blik, og er ekki gott að vita,
hvað úr þessu japli þeirra verð-
ur á endanum.
Sósíalistaflokkurinn er sá
eini af flokkunum, þar sem
hver og einn, sem eitthvað hef-
ur látið til sín heyra um þetta
mál, hefur verið heill og óskipt-
ur að því að verja sjálfstæði
þjóðarinnar og benda á hætt-
una, sem fellst í landsréttinda-
afsali stjórnarinnar, og er það
vissulega skiljanlegt af þeim
rökum, að sá flokkur saman-
stendur af alþýðufólki. tJr þess
röðum hafa alltaf beztu bar-
áttumennirnir í sjálfstæðismál-
um þjóðarinnar komið, en síð-
ur frá hinum rikari stéttum
þjóðfélagsins. I þeim flokki er
fólkið, sem berst fyrir hugsjón-
um og mannfélag9umbótum.
en hefur ekki selt sál sína
Mammoni, fólkið, sem aldrei
verður keypt fyrir peninga
eða vald. — Þess vegna
er hinn kapitaliski heim-
ur í æðislegri tryllingu að
reyna að berja þessi öfl niður,
og eyðir til þess milljónum í
Marshalllánum og öðru sliku,
þvi þeir finna, að með heiðar-
legu móti, ráða þeir ekkert við
þessa þróun. Þeir vita, að þau
öfl, sem þeir ráða yfir, auður
og metorð, megnar ekkert á
móti hugsjónum og baráttu-
kjarki þessa fólks, sem er vakn-
að til þess að finna sína stétt-
arlegu köllun í lifinu. Þess
vegna er þeirra eina traust,
mennirnir, sem hægt er að
kaupa, og mennirnir, sem hægt
er að stinga svefnþorn, svo þeir
láta svikin afskiptalaus. Ætlar
þú, lesandi góður, að leiða hjá
þér öll afskipti af þessu máli og
samþykkja svikin með þögn-
inni?
Þetta mál, hernaðarbanda-
lagsmálið, er hátt hafið yfir
alla flokkapólitík, þetta mál er
mál allra sannra Islendinga, og
það veltur ósegjanlega mikið
á hverjum og einstökum í þessu
máli, þar má enginn, alls eng-
inn skerast úr leik.
Rússagrýlan, óskabarn íslenzka
afturhaldsins.
Vegna þess, að allir þeir
sósíalistar, sem hafa látið til
sín heyra í þessu máli, hafa
dyggilega túlkað málstað Is-
lendinga en ekki mælt með
undirlægjusemi við Bandarík-
in, höfum við sósialistar fengið
svívirðilegan lygaáróður í
hverju málgagni þessarar lepp-
stjórnar, sem Bandarikin eiga
hér. Því er haldið fram, að við
viljum vinna að því að Bússar
nái hér bólfestu og yfirráðum.
Þetta er bjálfaleg og heimsku-
leg ósannindaflækja, og sýnir
úrræðaleysi og vandræði þess-
ara aumu þjóna. Bússar hafa
aldrei farið fram á nein hlunn-
indi hér eða sýnt okkyr neina
yfirdrottnunargirni, og ég er
sannfærð um, að enginn Is-
lendingur óskar eftir yfirráð-
um þeirra né vilji stuðla að
þeim.
En hitt er staðreynd, að æ
meiri fjöldi fólks fylkir sér nú
undir merki sósíalismans, og
það er það, sem þessir mann-
onsdýrkendur eru hræddir við
og eru alveg að ærast ut af, og
á þeirra máli heitir allur sósial-
ismi „Rússadýrkun.“
Já, þeim ferstað vera að
reyna að núa öðrum svívirðing-
um um nasir, þessum mönnum
sem skjallega er hægt að sanna
á þá auðvirðilegustu þjónkun
við erlend yfirráð, sem nokk-
urn tíma hafa þekkst á þessu
landi.
Nei, góðir hálsar, hér skal
staðar numið.
ViS mótmœlum öll
Nú heitir gamla Frón á
hvern son og dóttir, að standa
vörð um lífæð þjóðarinnar,
sjálfsásökunarrétt og sjálfstæði
þessa lands. E. Kristmundsd.