Dögun - 01.05.1953, Page 1

Dögun - 01.05.1953, Page 1
070 r r BÆJARBLAÐ SOSIALISTAFEL. AKRANESS IV. árgangur. Akarnesi, föstudaginn 1. maí 1953 1. tölubldS. ER MEIRIHLUTIFORYSTUUDS ALÞYÐUFLOKKSINS FYLGJANDISTOFNUNINNLENDS HERS? Hnrnldur Jóhnnnsson hajfrnðingur, Frambjóðandi Sósíalistaflokkssins í Borgarfjarðarsýslu Haraldur Jóharmsson hag fræðingur verður í franaboði fyrir Sósíalistaflokkinn í Borg- arfjarðarsýslu í Alþingiskosn- ingunum í sumar. Haraldur er ;æddur í Reykjavík í júlímán uði 1926. Sex ára gamall flutt- ist hann til Akraness með móð- ur sinni, Sigríði Ebenezerdótt- ur, sem þá giftist Magnúsi Ás- mundssyni, verkamanni, Deild- artúni 4. Haustið 1940 hóf hann nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1946. tJt hélt hann haustið eftir til náms í hagfræði, fyrst í nokkra mánuði við Háskólann í Kaupmannahöfn, en síðan við Framhald á 4. síðu Eru homin elliglöp u Pétur Ottesen? VitiS þér enn eSa hvaS? Pétur Ottesen og hlutleysið. í umræðunum á Alþingi 9-—10- júlí íc j,i um samning ríkisstjórnar- innar við Bandaríkin um að senda til landsins her til þess að leysa brezka herinn af hólmi komst Pétur Ottesen svo að orði, að samningur- inn væri gerður „með mjög óvenju- legum hætti á mælikvarða okkar Is- lendinga og engan veginn í sam- ræmi við það stjómskipulag, sem við búum við hér á landi.“ „Ég verð að segja það, að mér virðist ákaflega alvarlegt og stórt spor stigið, þegar horfið er frá hlut- leysisstefnu þeirri, sem við höfum fylgt og í stað þess að mótmæla harðlega hertöku landsins, eins og gert var, þegar Bretar komu hingað í þeim erindum, að hverfa nú að því að fela öðru herveldi hervemd hér á landi............1918, þegar íslendingar fengu viðurkenningu á sjálfstæði sinu, var það yfirlýsing Islendinga út um gervallan heim, að þeir lýstu yfir ævarandi hlut- leysi. Þetta hefur verið litið á sem eiginlega hinn eina styrk fyrir þessa þjóð, sem ber engin vopn, þann eina styrk okkar í viðskiptum og sambúð við aðrar þjóðir.....“ Pétur Ottesen sagðist þó greiða atkvæði með staðfestingu samnings- ins, þar eð bandamenn berðust fyrir rétti smáþjóðanna „samkvæmt marg- gefnum yfirlýsingum um það efni,“ en lét þau orð falla, að það væri Islendingum ekki sársaukalaust að verða að kaupa þessa yfirlýsingu svo æmu verði sem það að hverfa frá yfirlýstri hlutleysisstefnu.“ Þrátt fyrir þessi fögru orð hefur Pétur Ottesen brugðizt sjálfstæði þjóð- arinnar í hvert sinn sem á hefur reynt, ' síðan stríðinu lauk. Hann greiddi atkvæði með Keflavikursamn- ingnum, með inngöngu íslands inn hemaðarbandalag Atlanzhafsþjóð- anna og að lokum með hernáminu. Séra Þorsteinn Briem oe fyrra hernámið. I þessum sömu umræðum sagði séra Þorsteinn Briem: „Það er ekki laust við, þrátt fyrir þær upplýsingar, sem komið hafa frá hæstvirtri ríkisstjóm hér i dag. að í mér sé nokkur kvíði í samband. við þetta mál....Mér er ljós mun- urinn á því að geta sagt, ef árekstrar verða við hið erlenda herlið: Það vor- um ekki við, sem óskuðum eftir, að þið kæmuð, — eða að fá hitt svarið frá hinu máttuga herveldi: Þið báð- uð okkur að koma.“ Fyrir atkvæði sínu gerði hann grein með þessum orðum: „Með þvi að ég tel, að þjóðin eigi ekki annars úrkostar, segi ég já.“ Þegar camlir vinir hittast. Á vegum nefndar þeirrar, er vinn- ur að náðun þeirra, er dæmdir voru í 30. marz-málinu illræmda, gekk hinn þjóðkunni maður Guðmundur Thor- oddsen prófessor á fund Bjarna Bene- diktssonar dómsmálaráðherra, en þeir voru fyrrum samstarfsmenn við Há- skóla Islands. Viðræður þeirra varpa skýru ljósi á skapgerð og háttprýði þess manns, sem nú fer með hvað mest völd innlendra manna i þessu landi. Prófessor Guðmundur Thor- oddsen skýrir þannig frá fundi þeirra: „Það tók mig upp undir viku að reyna að ná tali af dómsmálaráð- herra.... Þegar til fundar hans kom, sagðist ég búast við því, að honum væri kunnugt um erindi mitt. Nei, ekki var það. „Ég er kominn vegna náðunar- beiðninnar," sagði ég þá. „Nú, hafið þér verið dæmdur?" spurði dómsmálaráðherra. Svo reyndist þó ekki vera. Framhald á 3. síðu. Á áliðnu þingi í vetur flutti Pétur Ottesen þingsályktunar- tillögu, þar sem krafizt var að Danir létu Grænland af hendi við ísland. Bar hann þings- ályktunartillögu þessa fram eft- ir að nefnd sú, sem skipuð var 1948 til að rannsaka réttarkröf- ur Islands til Grænlands skil- aði áliti sínu. Eins og kunnugí or, komst nefndin að þeirr niðurstöðu, að e-kki væru fyrir hendi grundvöllur fyrir réttar kröfur Islands til Grænlands I nefndinni áttu sæti þeir Giz ur Bergsteinsson, hæstaréttar dómari, Ólafur Jóhannesson prófessor og Hans G. Andersen þjóðréttarfræðingur. Þótt það verði ekki sagt Pétri Ottesen til ámælis að hafa ekki getað fallizt á niðurstöður Grænlandsnefndarinnar, ber hiklaust að víta hitt, að bera þessar kröfur fram, meðan Is- lendingar eiga í vök að verjast í handritamálinu í Danmörku. .AÚOSBOKASAPN Að flestra dómi nálgast þessi þingsályktunartill. Péturs Otte- sen skemmdarverk í handrita- málinu. Hefur hún verið notuð í Danmörku til að spilla fyrir Eftir að þeir ráðlherrarnir Bjarni Benediktsson og Her- mann Jónasson settu fram kröf- ur sínar um stofnun innlends hers í áramótagreinum sínum í Morgunblaðinu og Tímanum, virtist Alþýðuflokkurinn í fyrstu ekki ætlað að standa nein um á sporði i andstöðu sinni við þessa fyrirætlan ríkisstjórn- arinnar. En Adam var ekki lengi í Paradís. Fljótlega mátti ráða af ýmsu, að ekki var allt með felldu um andstöðu Alþýðu flokksins við fyrirhugaða her- stofnun. Á aðalfundi Alþýðu flokksfélags Reykjavíkur 8. marz í vetur hélt Stefán Jó- hann Stefánsson ræðu um sjálf - stæðismálið, og fékk ræða hans ágætar undirtektir á fundinum Kvað hann það vera sjálfsagt, að Islendingar tækju þátt í „vörnum landsins," og bæri Alþýðuflokknum að beita sér málstað Islendinga, eins og sjá mátti fyrir. Svo virðist sem það sé harla lítil trygging fyrir for- sjá í landsmálum að hafa setið öllum lengur á Alþingi. fyrir því. Við hernámið fann hann það helzt athugavert, að herinn væri of fáliðaður. I þessu máli sem endranær Framhald á 4. síðu. Frábær ný bók eftir Gunnar Benediktsson I veur sendi Gunnar Bene- diktsson frá sér nýja bók. Nefn- ist hún Saga þín er saga vor og er hún saga Islands frá vor- dögum 1940 til vordaga 1949. Rekur Gunnar þar m. a., hvern ig Island féll nauðugt viljugt frá yfirlýstri ævarandi hlut- leysisstefnu sinni, endurheimti og glataði pólitísku sjálfstæði sínu. Með stillingu segir Gunn- ar sögu sína aif hlutlægni, en þó ekki af hlutleysi. Af þeirri glöggu mynd, sem hann bregður upp, verður deg- inum ljósara að öllum þorra borgaralegra stjórnmálamanna landsins eru kærari tengdir og bitlingar, það hóglífi og tildur, sem oft vill verða samfara póli- lískum valdastöðum, en velferð landsmanna, jafnframt því sem þekking og skilningur allflestrai, þeirra á afstöðu íslands til um- heimsins ristir ískyggilega grunnt. Á 2. siðu blaðsins birtist hluti af einum kafla bókarinnar. 1. maí kröfuganga á Akranesi 1944 \.M 93188

x

Dögun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dögun
https://timarit.is/publication/1946

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.