Dögun - 01.05.1953, Síða 3
Föstudaginn 1. maí 1933
DÖGUN
3
DÖGUN
Bæjarbláö Sósíalistafélags Akraness
Ritnefnd:
SIGURDÖR SIGURÐSSON
ELlNBORG KRISTMUNDSDÖTTIR
HALLDÖR ÞORSTEINSSON (áb.) — Sími 174.
Afgreiðsla:
HALLDÖR BACKMAN, Skagabraut g. —• Sími 222
PRENTVERK AKRANESS H.F.
s.--------------------------------------------------
Ávarp — 1. m stí
Enn á ný heilsar Dögun ykkur, Akurnesingar og Borg-
firðingar.
Dögun ■ mun sem fyrr berjast fyrir málstað alþýðunnar,
gegn hverjum þeim öflum, er vilja setja rétt alþýSu rnafiria
til hliðar.
Dögun mun einnig sem fyrr, berjast gegn hverjum þeim
öflum, sem reyna að veikja mótstöðuafl þjöðarinnar gegn er-
lendri ásælni og vilja stinga henni svfnþorn með gyllingu
gjafafjár og sníkjustarfsemi erlendis frá.
Dögun heitir nú á alla velunnara sína frá fyrri árum og
alla, er vilja stuðla að því, að heyrst geti raddir, um baráttu
þá, er hún vill styðja frá þessum okkar vaxandi og lífvœnlega
bœ, að styrkja okkur í því að geta haldið blaðinu úti, sem oft-
ast og helzt að tryggja áframhaldandi útkomu þess.
Þáð er von okkar og trú, sem að því stöndum að vekja
Dögun til lífsins á ný, að okkur takist að tryggja útgáfu
blaðsins um lengri tíma, en til þesis þurfum við á hjálp ykk-
ar að. halda samborgara okkar hér í bœ og nærsveitum og
við erum þess fullviss að sú hjálp fœst og útgáfa bláðsins
verður tryggð.
Um leið og Dögun hefur nú göngu sina á ný óskar hún
öllum lesendum sínum gléðilegs' sumars og þakkar gamalt
samstarf og óskar þess og væntir áð henni endist aldur til, að
leggja drjúgan skerf til baráttu alþýðunnar fyrir vaxandi rétt-
indum og öryggi, og fá álla sanna Islendinga til að verða
hið vakandi afl hinnar vinnandi stéttar og voraldarmenn hins
nýja tíma.
4 * *
1 undanfarin 30 ár hefur íslenzk alþýða helgað 1. maí
baráttu sinni fyrir bættum kjörum. Vissulega hefur mikið
áunnizt þó aðmar gt sé enn ógert af því, sem vinna þarf, áður
en fullt öryggi er fengið í þeim málum.
Á undanförnum árum hefur stundum virzt eins og ýms-
um haifi fundist að nú sé að nokkru komið í höfn hvað mál
alþýðunnar snertir. Það er þó hinn mesti misskilningur. Geysi-
mikið vantar enn á að alþýðan hafi náð þeim kjarabótum
og atvinnuöryggi, sem hún á fyllsta rétt til og er á allan
hátt þjóðfélaginu til mestra hagsbóta, að hún fá sem fyrst
Ennfremur eru nú mjög miklar viðsjár í málum þeim
er alþýðuna snertir, bæði 'hvað kjör og atvinnuöryggi áhrærir.
Og þar hafa viðsjár skapast af svikum Alþýðuflokksins við
málstað verkalýðsins. Á undanförnum árum hafa forystu-
menn Alþýðuflokksins unnið þau óhappaverk að afhenda
þjónum atvinnurekenda ýmis verkalýðsfélög landsins.
Afleiðing þess er nú að koma fram í mörgu, er þessi
félög varðar. Það alhættulegasta við þetta er það, að ekki er
unnið hreinlega, að ekki er gengið beint til verks, því að
auðvitað þarf að hylja þessa þjónkun við atvinnurekendur.
Er haifa farið aftan að verkamönnum. Reynt er að ala á sundr-
ung og úlfúð milli verkalýðsfélaganna innbyrðis og kapp-
hlaups milli einstakra félagsmanna um atvinnuna. Er það
vitanlega til þess að vekja sundrung í félögunum. Með þessu
móti er stefnt að því að eyðileggja félögin innanfrá. Þeir,
sem ekki vilja trúa orðum þessum ættu að kynna sér ástandið
í ýmsum þeim félögum í Reykjavík þar sem þjónar atvinnu
rekenda fara með stjórn, og vita hvers þeir yrðu vísari.
Islenzk alþýða, látið ekki menn þá, sem kalla sig vel-
unnara alþýðunnar, en sýna svo hvað eftir annað í verki að
þeir eru leiguþý þeirra afla, er vilja öll verkalýðsfélög feig.
látum þá ekki svíkja okkur.
Stöndum þétt saman og verjum af alefli öll þau rétt
indi, er þegar hafa náðst, og sækjum fram til fullkomins
atvinnuöry ggis.
Sofnúm ekki á verðinum, verkalýðsmenn, því að einr
og nú er ástatt, getur andvaraleysis eyðilagt margra ára bar
áttu þeirra, er bezt hafa barizt fyrir kjarabótum og réttindum
alþýðunnar.
friðun fnxnflön fjrir Sl-
jijöðflöömstölinn í Hnn^?
Svo virðist sem ríkisstjómir
tslands og Rretlands séu í þann
veginn að leggja friðun Faxa
flóa fyrir Alþjóðadómstólinn í
Haag. tslenzka ríkisstjómin
hefur lýst því yfir, að hún sé
reiðubúin að leggja landhelgis-
grunnlínuna, milli Eldeyjar-
dranga og Gáluvíkurtanga fyr
ir Alþjóðadómstólinn, ef brezka
ríkisstjórnin léttir löndunar-
banninu í Bretlandi. En i gær.
30. apríl, lýsti Nutting, aðstoð
arutanríkisráðherra Bretlands
þvi yfir, að brezka stjórnin
teldi sig ekki geta létt löndunar-
banninu, og hélt enn fram
þeirri átyllu, að löndunar-
bannið væri ekki haldið uppi
að vilja brezku ríkisstjórnar
innar. t gær var því ekki vitað,
hvað næst gerðist í málinu.
En með því að slita málið í
sundur og leggja aðeins einn
lið þess, friðun Faxaflóa, fyrir
alþjóðadómstólinn án þess að
andstæðingurinn viðurkenni
almenna víkkun landhelg-
innar úr 3 í 4 milur, er stigið
hið óheillavænlegasta skref í
málinu.
Verða samtök sjómanna og
útvegsmanna og landsmenn
allir að fylgjast sem nánast
með málinu og standa vörð um
rétt og hag landsins.
Hitt er annað mál, að þessi
þróun í landhelgismálinu kem
ur ekki á óvart. Frá því um
— Þegar dýpst var ....
Franihald af 2. síðu.
mælti á þessa leið: „Vegna
þeirrar afstöðu, sem flokkur
minn hefur tekið, — og vegna
þess jafnframt, að það væri til
þess fallið að túlka ranglega
afstöðu mína til þessa máls ifyrr
og nú, ef ég greiddi atkvæði
gegn þessum samningi — eða
á sama hátt og þeir, sem engan
samning vilja gera, hvernig
sem hann væri, mun atkvæði
mitt ekki falla á þann veg. —
En með því að neita að taka
þátt í atkvæðagreiðslu get ég
neitað og neita að taka ábyrgð
á samningi þessum, eins og frá
honum verður gengið, og í ann-
an stað mótmæli ég á þennan
hátt meðferð þessa máls, þar
sem auðsætt var frá upphafi,
að engu yrði þokað og neitað
með öllu að þoka nokkru um
til þess að nálgast það sjónar-
mið ok.kar, sem óánægðir er-
um með samninginn, eins og
hann er, og teljum rasað i mál-
inu.
— Vitið þér. . . . ?
Framhald af 1. síðu.
„Eða einhver af yðar nánustu?"
spurði ráðherrann ennfremur.
Ég sagði þá um hvaða menn væri
að ræða og að forsetinn hefði beint
mér á hans fund. Ráðherrann kann-
aðist nú við þetta mál, en kvað það
ekki hafa hlotið afgreiðslu enn og
væri ekki ákveðið, hvenær það yrði
né með hvaða hætti.
áramót hefur ýmislegt bent til
þess, að eitthvert leynimakk
um hugsanlega málamiðlun í
landhelgisdeilunni ætti sér stað
milli ríkisstjórnar íslands og
Bretlands. Islenzka ríkisstjórn-
in gerði ekki uppskátt fyrr en
það hafði verið gert að umtals-
efni af brezkum blöðum
snemma í febrúar, að henni
hefði borizt í byrjun janúar ný
orðsending frá brezku stjórn-
inni í landhelgismálinu. Var
þar með brugðið út frá þeirri
venju, sem höfð hefði verið um
fyrri orðsendingar brezku
stjórnarinnar, en íslenzka rík-
isstjórnin hafði tilkynnt nokk-
urn veginn jafnóðum og henni
bárust þær, að hún hefði tekið
á móti þeim. Efni þeirra var
síðan birt nokkru síðar. Líka
hvað þetta snerir brá ríkis-
stjórnin út af vana sínum, því
að Morgunblaðið hafði það eft-
ir Ólafi Thors, að janúar-orð-
sending brezku stjórnarinnar
yrði ekki birt. Kom sú frétt illa
við marga, því að í erlendum
blöðum höfðu verið uppi get-
spár eða kviksögur um efni
brezku orðsendingarinnar. —
Voru þær á tvennan veg. f
höfuðatriðum var ýmist sagt,
að brezka stjórnin væri reiðu-
búin að ifallast á víkkun land-
helgislínunnar, ef íslenzka
stjórnin gæfi eftir friðun Faxa
flóa eða öfugt. Það bætti ekki
úr skák, er Tíminn birti þessar
sögusagnir nær athugasemda-
laust á forsíðu í vetur. Virtist
þetta benda til, að einhvers
konar undanhald eða mála-
miðlun væri í undirbúningi í
málinu.
Samningar íslenzku útvegs-
mannanna við brezka auð-
manninn Dawson breytti engu
þar um. Þótt allt gott sé i
sjálfu sér um þá að segja, er
því ekki að leyna, að togara-
eigendurnir hefðu getað fundið
æskilegri mann til að semja
við í Bretlandi um löndun og
dreifingu.
Brezku togaraeigendurnir,
einkum þeir í Hull og Grimby,
lýstu því yfir, þegar kunnugt
varð um samninginn við Daw-
son, að þeir mundu stöðva tog-
arana, ef fslendingar lönduðu
fiski i brezkum höfnum?
Það hefur engum dulizt, sem
ifylgzt hefur með umræðunum
um landhelgismálið í brezka
þinginu, að brezka stjómin
stæði bak við togaraeigendur
í löndunarbanninu. Án óbeins
samþykkis og stuðnings brezku
ríkisstjórnarinnar hefði togara-
eigendunmn reynzt ógerning-
ur að halda löndimarbanninu
til streitu. En þar eð löndunar-
bann, sem brezka ríkisstjórnin
væri beinn aðili að, væri brot
bæði á viðskiptasamningum fs
lands og Bretlands og ákvæð-
um Marsjall-samningsins um
efnahagslega samvinnu samn-
ingsríkjanna, gat brezka ríkis-
stjórnin ekki tekið opinbéra af-
stöðu með togaraeigendunum.
Löndunarbannið var hvprt
tveggja í senn takmark í sjálfu
sér fyrir suma brezka útvegs-
menn og takmark til að neyða
íslendinga til að gefa eftir í
landhelgismálinu fyrir aðra.
Allt frá því, að veiólagsa
kvæðin á ísfiski voru afnumin
í Bretlandi nokkrum árum eftir
stríðið, hafa brezkir útvegs-
menn ítrekað gamlar kröfur
sínar um takmörkun á löndun
erlends ísfisks í Bretlandi. Eftir
að hafa staðið gegn þeim kröf-
um í fyrstu, lét íhaldsflokkur-
inn undan þrábeiðni útgerðar-
manna, og gerði takmörkun á
löndun ísfisks að kosningamáli
1951. Aðgerð í þá átt var þess
vegna að vænta eftir sigur í-
haldsflokksins og myndun
stjórnar hans. Vert er að
hafa það hugfast, að fyrir suma
brezka útgerðarmenn að
minnsta kosti, er löndunar-
bannið takmark í sjálfu sér,
en ekki einungis tæki til að
neyða Islendinga til að gefa
eftir i landhelgismálinu.
Margir undrast þess vegna,
þegar Dawson tilkynnti
skömmu eftir samninga sína
við F. 1. B., að hann mundi
festa fé, sem næmi 250 þús.
sterlingspunda — nær 12 millj.
ísl. króna í undirbúning undir
löndun og dreifingu íslenzka
fisksins í Bretlandi. Brezku
togaraeigendurnir höfðu þá ný-
lega lýst þvi yfir, að þeir sætu
fastir við sinn keip. Ef Daw-
son tækist þess vegna ekki að
taka móti íslenzka fiskinum
vegna aðgerða brezkra útvegs-
mann í skjóli brezku stjórnar-
innar, hlaut hann að tapa stór-
fé.
Hvers vegna hikaði hanþ
samt ekki? Hafði hann ein-
hverjar fregnir af þvi gegnum
F. I. B., að íslenzka ríkisstjórrf-
in hygðist fremur slaka til að
einhverju leyti en verða af ís-
fiskmarkaðnum í Bretlandi á
næstu árum? Og hvers vegng
birtir ríkisstjórnin ekki orð-
sendingu brezku stjórnarinn-
ar frá því í janúar í vetur?
Hverju er verið að leýna?
Er það ekki vafasöm leið í
þessu máli að gefa eftir á sviði
grundvallarhagsmuna íslend-
inga gegn einhverjum ívilnun-
um varðandi sölu íslenzks . ís-
fisks í Bretlandi, einkum þar eð
vitað er, að innan fárra árá
yrðu komnar upp háværar radd
ir í Bretlandi um takmörkun
á löndun íslenzks fisks í Bret-
landi.
Ekki má gleyma, að löndr
unarmálið var ekki komið til
sögunnar, þegar brezki íhalds-
flokkurinn gerði takmörkun á
löndun erlends fisks að stefnu-
máli sínu í kosningunum 1931.