Þingey - 01.05.1945, Qupperneq 1

Þingey - 01.05.1945, Qupperneq 1
I. árg. Húsavík, 1. maí 1945. 1. tbl. 2 ^ Ávarp til Iesenda. Um, leið og Þ I N G E Y, fyrsta, prentaða blaðið, sem gefið er út hér í Húsavík, hefir göngu sína, pykir rétt, að fylgja henni úr hlaði með nokkrum orðum til lesendanna. Vafalaust munu margir líta svo á, að blaðakostur íslensku þjóðarinnar sé orðinn það mikill að vöxtum, að vart sé þörf viðbót- ar og að orkað geti tvímælis um nauðsyn slíkrar framleiðslu um- fram það sem orðið er. Þó svo kunni að virðast, verður ekki á móti því borið, að enn eru fjölmennir landshlutar og heil byggðalög, sem ekki eiga aðgang að neinu opinberu málgagni til túlkunar áhuga- máúum sínum og hugðarefnum, þó allt bendi ótvírætt á að full þörf sé slíkra málgagna. Hin breyttu viðhorf, sem skapast hafa í íslenskum stjórnmál- um á síðustu tímum, hafa gert það að verkum, að nú hefir verið hafist handa um víðtæka og raunhœfa nýsköpun á sviði atvinnu- og menningarmála. — Þau öfl, sem um áratugi voru kúguð undir fargi kyrrstöðu og afturhalds hafa nú verið leyst úr læðingi og tekin i, þjónustu heilbrigðrar umbótastarfsemi. — Aldrei fyrr í sögu þjóð- arinnar hafa verið gerðar eins víðtœkar ráðstafanir til lausnar að- kallandi vandamála eins og einmitt nú. Og aldrei fyrr hefir verka- lýð og vinnandi stéttum þessa lands verið gefinn kostur á að gjötast þátttakandi í lausn slíkra mála. Einmitt vegna þessara breyttu viðliorfa og þeirra viðfangsefna, sem þau hafa skapað á hverjum stað, liefir nauðsyn þess farið dag- vaxandi, að málin séu rœdd og rakin á sem breiðustum grundvelli og fjöldanum sé gefirín kostur á að fylgjast með þróun þeirra frá upphafi og eigi léttara með að mynda sér ákveðna afstöðu til þeirra. Þeim tilgangi verður ekki náð nema <að mjög litlu leyti, með opinberum fundahöldum og umrœðum manna í milli. Hinn rétti vettvangur til þeirra hluta eru blöðin, þess vegna virðist það ekki vera að rasa um ráð fram þó hafin sé útgáfa blaðs þar, sem ekkert slíkt er fyrir, en lúns vegar tímabœr þörf á að hefja framkvœmdir á því sviði. Við hér í Húsavík höfum nú á prjónuhum margþœtt framfara- mál, sem varða miklu bœði þorpið og héraðið í heild. Mál, sem krefjast bæði skjótra og markvissra framkvæmda. Meðal þessara mála eru t. d. Hafnarmál Húsavíkur, bygging síldarverksmiðju, útgerðar og rafmagnsmál, að ógleymdum skólamálum þorpsins, sem þörf vœri á að taka til rœkilegrar athugunar, svo eittlivað sé nefnt af því, sem nœst liggur. Það verður að viðurkennast að fœst þessara mála liafa veri(j nœgilega skýrð fyrir almenningi og mikið vantar á að þau hafi verið rœdd af þeirri festu og alvöru, sem efni slóðu til. Þetta hafa útgef- endur ÞINGEYJAR gert sér fullkomlega Ijóst, þess vegna á það nú líka að verða hlutverk hennar meðal annars, að taka öll þessi mál til rækilegrar yfirvegunar og umræðna eftir því sem rúm hennar leyfir, og gefa lesendum sínum sem gleggst yfirlit yf ir gang þeirra og viðhorf á hverjum tíma. Viðvíkjandi útgáfu blaðsins skal þetta tekið fram: Þ I N G E Y er blað sósiqlista í Þingeyjarsýslu og fylgir í stjornmálum stefnu Sameiningarflokks Alþýðu Sósíalistaflokksins og styður málefnagrundvöll núverandi ríkisstjórnar. Auk þess, sem blaðið mun flytja greinar um hagsmunamál Húsa- víkur og héraðsins yfir leitt og yfirlitsgreinar um þjóðmál, mun það einnig flytja margskonar annað efni til fróðleiks og skemmtunar, svo sem innlent og erlent fréttayfirlit, þjóðfrœðaþœtti, œfikafla merkra manna og kvenna úr verklýðsstétt, umsagnir um bækur, lausavísur, kvæði og fleira, sem verða má til fjölbreytni. Margir ritfœrir menn bæði fjær og nær hafa lieitið blaðinu stuðningi sínum og verður miðað að því að gera það svo vel úr gerði sem kostur er á. Þ I N G E Y mun koma út einu sinni í mánuði, en takmark út- gefenda er að gera hana að vikublaði er tímar líða. Ríkisstjórnin sendir frá sér greinargerð nm afstöðu Islands til San Fransisco- ráðstefnnnnar Rógbn rðarskrif u m F ramsóknaraf turhaldsins hnekkt Tillaga forsætis- og iitanríkisráðherra sam- þykkt með 34 atkv. gegn 15 synjað. Forsætis- og utanríkis- ráðherra bar síðan fram eftir- farandi tillögu á lokuðum fundi Alþingis, er haldinn var 27. febrúar: „Alþingi álítur, að það sé Islendingum mikil nauð- syn, að verða nú þegar þátttakandi í samstarfi hinna sameinuðu þjóða og telur, að vegna afnota Bandamanna á íslandi í þágu styrjaldarrekstursins, r eigi Islendingar sanngirnis kröfu á því. Islendingar geta hins vegar hvorki sagt öðrum þjóðum stríð á hendur, né háð styrjöld, af augljósri ástæðu, sem Alþingi felur ríkisstjórn- inni að gera grein fyrir.“ Sameiningarflokkur alþýð u, Sósialistaflokkurinn, bar fram svofellda breytingartillögu: „íslendingar vænta þess, að þeir verði taldir eiga rétt til að sitja ráðstefnur hinna sameinuðu frjálsu þjóða, þar sem þeir hafa: 1. Lánað Bandamönnum land sitt fyrir hernaðar- bækibækistöðvar. 2. Framleitt matmæli ein- Vegna fjarlægðar frá prentsmiðjunni, sem tekið hefir að sér prentun blaðsins og samgönguerfiðleika ýmsa tíma árs, verður ekki hægt að ákveða vissan útkomudag hvers mánaðar, verður slíkt að fara eftir hentugleikum, en reynt mun verða að haga •útkomu blaðsins svo reglulega sem auðið er. Um nafn blaðsins þarf ekki að eyða mörgum orðum. Þ I N G E Y hefir samnefni við einn liinn frœgasta sögustað í þessu héraði, þar sem þing voru háð til forna og mál sótt og varin. Það mun og líka verða hlutverk þessarar Þingeyjar, en fram- tíðin ein verður að skera úr því hvernig henni tekst að leysa það hlutverk af hendi. Rit stj. LANDSBÓKASArN 1G 3 á h 8 - ÍSiJANDS 25. þ. m. sendi ríkisstjórn Is- lands frá sér greinargerð við- víkjandi hinu svokallaða stríðs- yfirlýsingarmáli, sem Fram- sóknaraftnrhaldinu hefir orðið svo tíðrætt um. I greinargerð ríkisstjórnarinnar er komist m. a. svo að orði: að sendiherra Breta hafi skýrt ríkisstjórninni frá því í miðjum febrúar, að þeim hinna sameinuðu þjóða og samstarfsþjóða þeirra, er sagt hefðu möndulvelunum stríð á hendur fyrir I. marz, yrði boðin þátttaka í San Francisco-ráð- stefnunni, um framtíðarskipun heimsins. Jafnframt skyhlu þess- ar þjóðir undirrita Atlanzhafs- sáttmálann og Washingtonsátt- málann. Bæði Bretar og Banda- ríkjamenn tóku fram, að íslend- ingar réðu einir hvað þeir gerðu í þessu máli. Ríkisstjórnin mælt- ist til þess, að íslendingar sættu öðrum skilmálum en aðrar þjóð- ir, og fékk skömmu síðar svar á þá leið, að nægilegt væri að við- urkenna, að á íslandi hefði ríkt hernaðarástand síðan 11. des. 1941 og undirrita aðurnefnda sáttmála, en 25. febrúar bárust endanlegar fregnir um það, að ósk Islendinga um sérstöðu væri <•

x

Þingey

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingey
https://timarit.is/publication/1947

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.