Þingey - 01.05.1945, Side 2

Þingey - 01.05.1945, Side 2
2 ÞINGEY Bygging hafnargarðs i Húsavik. göngu fyrir hinar samein- uðu þjóðir síðan stríðið hófst. 3. Flutt þessi matvæli til þeirra staða, er Banda- menn hafa getað notfært sér þau, og 4. Við þessa starfsemi orð- ið íyrir manntjóni, sem fyllilega er samhærilegt hlutfallslega við manntjón margra hinna sameinuðu þjóða í styrjöldinni, en þessi þátttaka Islendinga í styrjaldarrekstrinum er sú eina, sem þeir eiga kost á sakir algers vopnleysis þjóðarinnar. Þeir vænta því, að þessi þátttaka verði þeim metin til jafns við beinar stríðs- yfirlýsingar annarra þjóða, sem hafa möguleika til hernaðarlegrar þálttöku í styrjöldinni, sem íslending ar hafa ekki.“ Jafnframt lýsir flokkurinn yfir: „Sósíalistaflokkurinn lýsir yfir því, að hann telur rétt, að ríkisstjórnin undirskrifi fyrir hönd Islands, Atlanzhafssáttmál- ann og aðrar sameiginlegar skuldbindingar hinna samein- uðu þjóða, að svo miklu leyti, sem það samrýmist sérstöðu ís- lands sem vopnlausrar þjóðar.“ Ennfremur tilkynnti flokkur- inn, að hann mundi greiða til- lögu forsætis- og utanríkisráð- herra atkvæði, ef tillaga flokks- ins yrði felld. Framsóknarflokkurinn bar fram svohljóðandi tillögu: „Sameinað Alþingi álykt- ar að lýsa yfir því: Að Islendingar gerist ekki stríðsaðili. Að íslendingar telja sig hafa haft þannig samskipti við hinar sameinuðu þjóð- ir, að þeir telja sig mega vænta þess, að geta átt sam starf með þeim um alþjóða mál framvegis.“ TiIIaga Sósíalistaflokksins var felld með 38 atkvæðum gegn 10, en tillaga Framsóknarflokks ins með 31 atkvæði gegn 15. Tillaga forsætis- og utanríkis- ráðherra var samþykkt með 34 atkv. gegn 15. Sendiherra Sovjetríkjanna í Reykjavík tilkynnti hinn 28. febrúar að afstaða Sovjetríkj- anna til málsins væri hin sama og Bretlands og Bandaríkjanna. íslandi hefir ekki verið boðin þátttaka í ráðstefnu þeirri, sem um var að ræða. Eins og greiuilega sézt á ofan- skráðum úrdrætti, sem tekinn er úr greinargerð ríkisstjórnarinn- ar og ásamt tillögum þeim, er henni íylgdu er það nú öllum ljóst orðið hvers konar mál- Á þessu sumri verður unnið að byggingu hafnargarðs hér í Húsavík. Þar sem um er að ræða jafn þýðingarmikið mann- virki og hafnargarðurinn er, þá er ekki úr vegi að minna á það, hvern þátt alþýða Húsavíkur á í því, að þetta verk er nú hafið. Yerkamannafélag Húsavíkur hefir jafnt og þétt ýtt á málið heima fyrir og knúð forráða- menn þorpsins til að gera skyldu sína í málinu. Á fundi félagsins 12. janúar 1943 er hafnarmálið ásamt öðr- um stórmálum þorpsins, svo sem rafveitumáli, hitaveitumáli o. fl. tekið fyrir. Samþykkti fundurinn áskorun til hrepps- nefndar um að halda almennan þorpsfund um þetta mál. Ekki sá oddviti Húsavíkurhrepps á- stæðu til að verða við þessu. Var af hálfu hreppsnefndar ekkert aðhafst í málinu heima- fyrir. Á fundi Verkamannafélags- ins 27. okt. 1943 var málið enn tekið fyrir, og þá enn skorað á hreppsnefnd og hafnarnefnd að hraða undirbúningi að fram- kvæmd verksins svo sem verða mætti. Hreppsnefnd og hafnar- nefnd stóðust þetta áhlaup með ágætum svo traust var sú víg- lína. Enn er málið tekið fyrir á fundi Verkamannafélagsins 5. febrúar 1944. Var þess þá kraf- ist af hreppsnefnd að hún héldi almennan þorpsfund um málið. Benti fundurinn á nauðsyn þess, að sendir yrðu menn til Reykja- víkur til þess að vinna að fram- gangi málsins. Nú brustu varnir kyí’rstöðuvaldsins. Var nokkru síðar haldinn almennur þorps- fundur og þar samþykktar á- skoranir til ríkisvaldsins varð- andi nauðsynjamál þorpsins. Ennfremur samþykkti fund- urinn að senda menn til Reykja- víkur til að vinna að framgangi flutningur það er, sem Fram- sóknarforkólfarnir leyfa sér að hafa um þetta mál, bæði í ræðu og riti nú undanfarið, og þrátt fyrir það þó ríkisstjórnin hafi nú með greinargerð þessari upp- lýst málið fyrir alþjóð, leyfir blaðið Dagur á Akureyri, sem út kom 26. þ. m. sér að rang- færa og afbaka áður nefnda greinargerð á auðvirðilegasta hátt og er tilgangurinn auðsær. Mun ltlaðið og flokkur sá, er að því stendur ekki annað úr býtum bera fyrir þánn verknað en fýrirlitningu alþjóðar. málanna. Árangur þeirrar ferð- ar var sá, að sumarið 1944 var unnið undirbúningsverk að byggingu hafnargarðsins. Var leitað að grjótnámu og vegur lagður að grjótnáminu. Enn- fremur vaiy byggður sá hluti garðsins, sem er á þurru landi og lagfæringar gerðar á aðstöðu þar. Ekki þótti Verkamannafélagi Húsavíkur rétt að láta hér stað- ar numið. Á fundi félagsins 19. sept. 1944 var málið enn tekið fyrir og þess krafist að hyggingu hafnargarðsins yrði komið sem lengst áleiðis næsta sumar (1945). Ennfremur var skorað á hreppsnefnd að halda enn al- mennan fund um málið. Var svo gert. Af þessu, sem hér hefir sagt verið má ljóst ve.ra, hvein þátt Verkamannafélag Húsavík- ur á í framgangi þessa nauð- synjamáls þorpsins og héraðsins alls. Enda hefir oddviti Idúsa- víkurhrspps viðurkennt, að á framkvæmd verksins hefði alls ekki verið byrjað á síðastliðnu sumri, ef ekki hefði notið við atbeina Verkamannafélagsins. Árangur þessa þrotlausa eftir- reksturs er sá, að í sumar verð- ur unnið að þessu verki af al- vöru-og áformað að ljúka bygg- ingu garðsins á þremur árum og ef til vill skemmri tírna. Skortur á öruggri höfn hefir staðið eðlilegri atvinnuþróun Húsavíkur fyrir þrifum og vald- ið þvíað útgerð staðarins hefir ekki aukizt svo sem nauðsynlegt var. Eðlilega hefir þá ekki held- ui’ skapast iðnaður svo nokkru nemi í sambandi við litgerð. Af- leiðing alls þessa er sú, að at- vinnulíf Húsavíkur er hvergi nærri svo öflugt, sem til þarf, að standa undir eðlilegum og óhjákvæmilegum þörfum íbúa staðarins, sem nú eru orðnir nær ellefu hundruð. Þetta hefir verkamönnum í Húsavík verið ljóst og sjómönnum ekki síður, og þess vegna hafa þeir í sam- einingu hafið sókn í þessu máli, með þeim árangri, sem áður er að vikið. Undir þunga þessarar sóknar hafa þau sjónarmið orðið að láta, sem löngum hafa setið hér í valdastólum og sök eiga á því, hversu þróttlítið atvinnulíf Húsavíkur er. Sjónarmið, sem líta á íbúa þéttbýlisins sem af- glapa, sem eklci séu til annars hæfir, en framleiða með vinnu sinni „tugmiljónir“ til þess að viðhalda „heilbrigðu blóði“, eins og það er kallað, en það er Vísnabálkur ÞINGEY hefir mikinn áhuga fyrir ljóða- og vísnagerð og vill gjarnan hafa samfélag við flesta þá, sem slíka iðju hafa með höndum. Hún mun af þessum ástæðum leitast við að hafa í hvei’ju blaði sérstakan vísna- bálk og heitir hún á alla góða menn og konur, sem eitthvað fást við slíka hluti, að senda henni til birtingar vísur sínar og kveðlinga. Verður það birt jafn óðum eftir því sem rúm leyfir. Baldvin Jónatansson skáld og þjóðsagnaritari, sem lézt s. 1. vetur, var Þingeyingum að góðu kunnur sakir hagmælsku sinnar og eru margar vísur hans fyrir löngu þjóðkunnar. Þessa vísu kvað Baldvin á síðustu æfiárum sínum: ,/ Ég hefi forðast gremju og grát í grimmum skorðum kífsins. Þó er ég orðinn alveg mát á taflborði lífsins. Jón Pétursson í Álfhól er einn þeirra manna, „sem yrkir sér til hugarhægðar, en hvorki sér til lofs. né frægðar“, ef svo mætti að orði kveða. En ýmislegt á hann skemmtilegt í fórum sínum. — Þessari vísu hefir Þingey náð hjá honum: HUGLEIÐING Aumt er að vera svo andlega rúinn og snauður, ekkert að vita eða skilja, ferðast lifandi dauður. Aðeins sem skepnurnar, hugs- andi um munn sinn og maga. Mikið þarf skaparinn ennþá að bæta og laga. Karl Sigtryggsson er löngu þekktur sem snjall hagyrðingur. Hér hirtast nokkur sýnishorn af vísum hans frá ýmsum tímum. MEINLEKI Skyldi þeim við skiptiborðið skylt að fylgja tímanum, svo að nú sé ekkert orðið einkamál í símanum. / SPORUM STYRKÞEGANS Ekki er þeiin er sáran sveltur sóknin hæg í vargaklær, þó djáknalegar vangaveltur vonum framar hylji þær. VII) PÓLITÍSKAN DAUÐA HRIFL U-JÓNASAR Drottinn Hriflons fegðarför fjarri stóð með vinum. Hann við láns og leigukjör lifði og dó í hinum. í því fólgið, að viðhalda úrelt- um framleiðsluháttum, sem aft- ur á að tryggja tilveru nokkurra pólitískra loddara.

x

Þingey

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingey
https://timarit.is/publication/1947

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.