Stúdentablað lýðræðisjafnaðarmanna - 15.10.1943, Síða 2
2
STÚDENTABLAÐ LÝÐRÆÐISJAFNAÐARMANNA
Hin frjálsa samkeppni
Gunnar Vagnsson stud. oecon.
I.
Ein af þeim grundvallarstoðum,
sem renna undir búskaparform
kapítalismans, séreignarhagkerfisins,
er hin frjálsa samkeppni. Lögmál
hinnar frjálsu samkeppni eru af
mörgum álitin fullnægjandi trygging
fyrir því, að neytandinn fái vörurn-
ar á markaðnum sem ódýrastar. Hér
verður í stuttu máli drepið á nokkur
atriði í sambandi við þróun frjálsr-
ar samkeppni, lýst í hverju hún er
fólgin, hverjir kostir hennar eru og
hvað sagt hefir verið gegn henni.
II.
Frjáls samkeppni hefir ekki ávallt
ríkt á sviði viðskiptalífsins. Sam-
keppni um framleiðslu og sölu iðn-
aðarvara hefir ekki átt sér stað með
núverandi fyrirkomulagi nema hinn
siðasta hluta af menningarsögu vest-
rænna þjóða. Á dögum frumbýlings-
búskaparins, þegar maðurinn var á
veiðimanna- og hirðingjastiginu, og
fram á fyrstu tíma hinna stað-
bundnu viðskipta akuryrkju- og
handverksstigsins, voru vörur að
langmestu leyti framleiddar til
staðbundinnar neyzlu en ekki til
sölu á markaði. Verzlunarviðskipti
milli héraða og einstaklinga voru
takmörkuð við örfáar nauðsynjar en
á þau viðskipti voru engar sérstak-
ar hömlur lagðar, þau voru frjáls að
öllu leyti. Samkeppni i þeirri merk-
ingu, sem við þekkjum nú, átti sér
ekki stað, og fjármagn í nútima-
skilningi var óþekkt fyrirbrigði.
Þegar leið á akuryrkjustigið, fór
framleiðsla á iðnaðarvörum til sölu
á markaði mjög að aukast. Fram til
þess tíma framleiddi hver einstakl-
ingur að heitið gat einungis til
eigin þarfa. En á þessu fór nú að
verða gagnger breyting. Eignarrétt-
ur yfir landinu fór að færast á
færri hendur. Lénsgreifadæmunum
fór nú að vaxa fiskur um hrygg. —
Þau höfðu um langan aldur verið
sjálfum sér nóg um flesta hluti og
lítil viðskipti verið á milli þeirra.
En nú fóru þau að færa sér i nyt
ýmsa möguleika, sem náttúran hafði
fært þeim upp i hendurnar, svo sem
námuréttindi og ýmislegt annað, til
þess að framleiða meira af ákveðn-
um vörutegundum heldur en þau
þurftu sjálf til eigin afnota. Það
hafði að visu ávallt átt sér stað vöru-
skipta- eða peningaverzlun milli
þeirra í smáum stíl, en nú urðu
þessi viðskipti reglulegri jafnframt
þvi sem þau fóru mjög i vöxt. Sam-
tímis ukust viðskipti milli einstakl-
inga mjög. Um frjálsa samkeppni
var samt ekki að ræða, þvi þeg-
ar á 12. öld tóku iðnaðarmenn i
borgunum að myndá með sér sam-
tök til þess að hafa með þvi hemil
á framleiðslunni. Þessi félagssam-
tök iðnaðarmanna, gildin, höfðu það
hlutverk, að setja iðnrekstrinum
sjálfum reglur, ennfremur að ákveða
tölu þeirra, sem í iðngreinina skyldi
taka árlega, setja iðnnemunum regl-
ur um námstima o. s. frv. Aðsetur
iðnaðarins var i borgunum, sem á
síðari hluta miðaída urðu mjög
voldugar og drottnuðu yfir verzlun-
inni. Enn var framleiðsla iðnaðar-
vara ekki frjáls og verzlun með
þær var einokuð.
En á 16. öld fóru gildin víðast hvar
að.missa tökin á íramleiðslunni, og
með heimilisiðnaðarkerfinu, sem um
það leyti hófst og stóð allt fram á
miðja 18. öld, minnkaði framleiðslan
stöðugt i borgunum. Iðnaðarmennirn-
ir fóru að kaupa hráefnin til iðnað-
arins sjálfir, og þeir stunduðu yfir-
leitt landbúnað samtimis þvi, sem
þeir framleiddu iðnaðarvörur sín-
ar. Enda þótt vald borganna rýrnaði
mjög á þessum tíma, varð þó frjáls
samkeppni ekki rikjandi á sviði iðn-
aðar eða verzlunarviðskipta, þvi um
leið og valdi borganna hnignaði, óx
rikisvaldið hvarvetna og eftirlit með
iðnaði og verzlun færðist i hendur
þess. Um nær þriggja alda skeið var
„merkantilisminn“ ríkjandi stefna í
iðnaði og verzlun. Aðaleinkenni
hans var strangt eftirlit ríkisvalds-
ins á flestum sviðum viðskiptalífs-
ins. Yfirvöldin ákváðu verð afurð-
anna, laun iðnaðarmannanna og
námsvist þeirra, og embættismenn
ríkisins höfðu strangt eftirlit með
vörugæðum. Gæðingum stjórnend-
anna voru veitt einkaleyfi á fram-
leiðslu og sölu fjölmargra vöruteg-
unda.
Það mun hafa verið á fyrri hluta
iðnbyltingarinnar svonefndu, frá
1770—1840, sem það fór að verða al-
mennt ríkjandi skoðun, að frjáls
samkeppni væri hin heillavænlegasta
stefna á sviði viðskiptalífsins og um
leið bezta tryggingin fyrir sem al-
mennastri velmegun. 18. öldin, og þó
einkum hinn siðari hluti hennar,
hafði verið timabil framfara svo
stórkostlegra á sviði tækninnar, að
sliks voru alls engin dæmi áður i ver-
aldarsögunni. Hinar tæknilegu fram-
farir margfölduðu framleiðsluaf-
köstin i iðnaðinum. Framleiðsluvör-
um þeim, sem unnar höfðu verið að
mestu með höndunum einum saman
eða með ófullkomnum tækjum var
nú miskunnarlaust bolað út af mark-
aðnum, þar eð verð þeirra stóðst
ekki samkeppni við afurðir hinna
fullkomnu verksmiðja og véla. Það
var að vísu ekki í fyrsta skipti i sögu
viðskiptanna að ódýrar vörur út-
rýmdu öðrum dýrari af frjálsum
markaði. Slíkt hafði átt sér stað á
öllum timum allt frá upphafi við-
skiptalífsins. En hér var um stórfelld-
ari og viðtækari útbreiðslu á nýjum,
— ódýrum iðnaðarvörum að ræða en
áður hafði þekkzt. Kapphlaupið um
hráefnin og markaði fyrir fram-
leiðsluvörur úr þeim hófst af áður
óþekktum ofsa, og þvi heldur áfram
enn i dag. Stofnun hinna stóru verk-
smiðja, ásamt kaupum á dýrum vél-
um og miklum birgðum af hráefni,