Stúdentablað lýðræðisjafnaðarmanna - 15.10.1943, Page 3
STÚDENTABLAÐ LÝÐRÆÐISJAFNAÐARMANNA
3
hafði í för með sér mikla áhættu fyr-
ir eigendur þeirra. í stað einangr-
aðra, staðbundinna markaða komu nú
möguleikar til þess að selja afurðirn-
ar hvar sem var í framleiðsluland-
inu, og heimsmarkaðir fóru jafnvel
að myndast fyrir margar vöruteg-
undir. Um leið og markaðirnir
stækkuðu, uxu erfiðleikar framleið-
endanna á að ákveða hvað framleiða
skyldi og hversu mikið af hverri
vörutegund. Afleiðing af stöðugum
tæknilegum framförum voru stór-
kostlegar verðsveiflur, breytileg og
sívaxandi eftirspurn eftir neyzlu-
vörum og framleiðsluvörum, sem
mjög erfitt reyndist að geta sér til
um fyrirfram. Það var þessi sí-
aukna óvissa og áhætta atvinnurek-
endanna, sem hvatti þá til þess að
hrinda af sér eftirliti þess opinbera
og heimta frjálsa verzlun, þar sem
frjáls samkeppni væri ríkjandi
stefna, óhindruð af yfirvöldunum.
Árið 1776 kom út bók í Englandi,
sem meiri áhrif hefir haft á hug-
myndir manna um hagfræðileg efni
en nokkur önnur. Nafn hennar var:
„Rannsókn á eðli og orsökum auðæfa
þjóðanna,“ og höfundurinn var Ad-
am Smith, prófessor í heimspeki við
háskólann í Glasgow í Skotlandi. í
bók þessari er m. a. mælt ákveðið
með sem allra ríkustu athafnafrelsi
einstaklingsins. Höfundurinn heldur
því fram sem almennu lögmáli, að
ef einstaklingurinn hefði fullt frelsi
til athafna, þá myndi hann fyrst og
fremst hafast það að, sem hann væri
hæfastur til, og af þeirri orsök
myndi hann lenda þar, sem hann
fengi, vinnu sína bezt borgaða. Hver
einstaklingur myndi einungis kaupa
það, sem hæfði honum bezt, og á
þann hátt myndu framleiðendur, að
fenginni nokkurri reynslu, komast að
hvaða vörum væri helzt spurt eftir
á markaðnum, og auka framleiðslu
sína á þeim. Ef hagnaður á fram-
leiðslu einnar vörutegundarinnar
yrði meiri en á annarri, myndu fleiri
taka upp framleiðslu á þeirri vöru,
og samkeppni milli þeirra knýja verð
verð vörunnar niður. Ef framleiðend-
ur hefðu svik í frammi, myndu við-
skiptamennirnir yfirgefa þá, og
prettirnir myndu þannig hefna sín.
Ávallt og alls staðar myndu menn
fyrst og fremst hafa sinn eigin hag í
huga, og gera kaup og kaupsamninga
í samræmi við það. Höfundurinn hélt
því fast fram, að einstaklingurinn
hafi ávallt eiginhagsmuni í huga, en
ekki hagsmuni þjóðfélagsins, en þeg-
ar hann velur sér það lífsstarf, sem
hann telur sér bezt henta, þá er hann
óafvitandi að takast á hendur starf,
sem þjóðfélaginu verður hvað mest
gagn að að hann ynni af hendi. —
Hvað einstaklingurinn skuli velja,
segir höfundurinn, veit hann sjálfur
miklu betur en nokkur stjónmála-
maður eða löggjafi. Á þennan hátt
myndi frjáls samkeppni tryggja full-
kominn heiðarleik í viðskiptum,
tryggja framleiðslu nytsömustu var-
anna og stjórna þannig athafnalífinu
til sem mestrar blessunar fyrir alla,
í stað þess sem verzlunarhöftin hefðu
haft lamandi áhrif á atvinnulífs-
starfsemina. Ef frjáls samkeppni
væri hin ríkjandi stefna, þá spáði höf-
undurinn sívaxandi framleiðslu
verðmæta og batnandi lífskjörum
sem flestra einstaklinga. Þetta eru í
stuttu máli rökin fyrir frjálsri sam-
keppni.
III.
Gegn þessu hefir því verið haldið
fram m. a., að sú fullyrðing, að ó-
heiðarleiki í viðskiptum héfni sín á-
vallt á þeim, sem þau hefir í frammi,
fái ekki staðizt, a. m. k. ekki ef yfir
styttri tíma er litið. Þvert á móti
hefði hin óhefta, frjálsa samkeppni
oft og tiðum þá spillingu í för með
sér, að ekki væri samboðið siðuðu
mannfélagi. Samkeppnin dauða-
dæmi öll grið milli hinna stríðandi
aðila. Undir fágaðri og vingjarnlegri
framkomu væri dulinn ránshugur og
ágengni. Hver keppinautanna um sig
mætti hvenær sem væri eiga von á
því að vera troðinn undir og gjalda
þar með hæfileikaskorts frá náttúr-
unnar hendi, meinleysis síns eða
hreinnar glópsku sinnar. Um frið
gæti ekki verið að ræða, nema hægt
væri á einhvern hátt að skapa sér
dálítil forréttindi fram yfir sam-
borgarana. Sá, sem með viljafestu
eða dugnaði nær árangri i einhverri
grein, verður að vera við því búinn
að verja aðstöðu 'sína fyrir gráðug-
um hópi keppinautanna, sem hrifsa
vilja til sín ávextina af forystu hans.
Flestir keppinautanna ná nokkrum
árangri, aðrir minni og sumir alls
engum. Hinir síðast nefndu, þeir
dugminnstu, hvort sem dugleysi
þeirra stafar af meðfæddri eða til-
fallandi vanheilsu, deyfð, hæfileika-
eða æfingar-skorti, ættu það vísast
að bíða efnalegt hrun og heltast úr
lestinni, hafandi engu öðru að
treysta en náðarbrauði frá með-
bræðrunum.
Ofsi samkeppninnar er að vísu
misjafn. Stundum getur hann orðið
miskunnarlaus. Einn keppinautanna
slær af verði framleiðsluvara sinna í
þeim tilgangi að útrýma vörum
keppinautarins af markaðinum. Hið
opinbera verður þá.að skerast í leik-
inn og setja lög og reglur, sem eiga
að setja samkeppninni skorður. Það
reynir að hindra undirferli og valda-
misbeitingu. Ærumeiðingar og ó-
svífnar fullyrðingar um keppinaut-
inn eru taldar ólöglegar, sömuleiðis
tilraunir í þá átt að fá viðskipta-
menn hans til þess að rjúfa við hann
gerða samninga. Samkeppni, sem
ætlað er að ýta keppinaut úr vegi,
eru einnig taldar ólöglegar, hver
meðöl, sem til þess eru notuð, ef sú
tilraun stafar af illgirni eða er þátt-
ur í viðleitni í þá átt að ná einka-
sölu að stöðu.
Því er haldið fram, að jafnvel þótt
frjálsri samkeppni fylgdu ýmsir
kostir, þá voru þeir, þegar tekið
væri tillit til ofangreindra fylgifiska
hennar, of dýru verði keyptir. Slik
rök eru að visu ekki vísindaleg, þar
eð þau byggjast á siðferðishugmynd-
um manna, en þau geta engu að síð-
ur haft mikið gildi.
Önnur allmiklu veigameiri rök
hafa verið færð fram gegn frjálsri
samkeppni. Þau eru á þá leið, að
jafnvel þótt kostir hennar væru
miklir, þar sem hún nyti sín, kæmi
slíkt ekki að haldi í raunveruleikan-
um, af þeirri einföldu ástæðu, að
um frjálsa samkeppni væri yfirleitt
ekki að ræða, þar sem formælendur
hennar vildu þó svo vera láta. Það
hefir verið sagt, -að samkeppnin eyði-
leggi sjálfa sig. Því til stuðnings er
því haldið fram, að því aðeins komi
hin heppilegu lögmál frjálsrar sam-
keppni helzt í Ijós, að 1) fram-
leiðslukostnaðurinn sé að langmestu
leyti breytilegur, m. ö. o. kostnaðar-
verð hverrar framleiðslueiningar sé
að mestu fólgið í efniskaupum og
beinum vinnulaunum, og 2) að
heildarframleiðslan komi frá sem
flestum framleiðslufyrirtækjum, þar
sem sum beri sig vel en önnur séu á
takmörkum þess að geta haldið
rekstrinum áfram. Til þess að halda
forystunni leitist nú þau fyrirtækin,