Stúdentablað lýðræðisjafnaðarmanna

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Stúdentablað lýðræðisjafnaðarmanna - 15.10.1943, Qupperneq 6

Stúdentablað lýðræðisjafnaðarmanna - 15.10.1943, Qupperneq 6
6 STÚDENTABLAÐ LÝÐRÆÐISJAFNAÐARMANNA þú sért ef til vill lítils megandi einn þíns liðs, þá getur þó þitt atkvæði og þitt starf ráðið úrslitum þessara kosninga. Mundu það! Stúdentar! Þið eruð gróandi hins íslenzka þjóðfélags. Þið eigið að taka upp merki fyrri athafnamanna og leiða þjóðina farsællega gegnum bernskuskeið fullvalda ríkis. Þið eig- ið að sjá hag þjóðar ykkar borgið á komandi tímum. Þið eigið að verða foringjar hennar í daglegri lífsbar- áttu, fyrirmyndin, sem hún getur litið upp til og virt. En ekkert af þessu getið þið gert, ekkert af þessu getið þið orðið i hug og hjarta þjóð- arinnar nema þið látið ykkur þegar í stað skiljast, að þið eruð þjónar þjóðarinnar en ekki drottnar. Þið eruð það úrval, sem hún sendir í vizkuleitina, til þess eins að þið berið gæfu til að helga henni krafta hins fullmenntaða manns. Skildist ykkur þetta ekki, væruð þið ekki á sumarið setjandi, hvað þá veturinn. Nú í þessum stúdentaráðskosningum fáið þið tækifæri til að sýna þjóðinni hug ykkar í verki. Vinstri menn, og þið allir, sem viljið velferð þjóðar ykkar og ykkar sjálfra, verið samhentir á laugardag, gerið ykkar bezta til að sigur A- LISTANS verði sem mestur og glæsi- legastur. Störfum allir að sigrinum, og látum ekkert hindra okkur. Ver- um samtaka í sókninni — og við munum sigra! Eðsningaskrifstofa A~listans er á Bótel Borg, simi 1440 Snðurinngangur Eru h úsgögn yðar hruna- tryggð Er brunatryggingin á húsum yðar í samræmi við núvcrandi verðlag? Talið sem fyrst við oss eða umboðsmenn vora. Johan Rðnning h.f. annast alls konar raflagnir. Tjarnargotn 4- Sími 4320. Vélasalan Höfum ávalt fyrirliggjandi ýmsar stærðir af smábátavélum Hafnarhúsinu, simi 5401

x

Stúdentablað lýðræðisjafnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablað lýðræðisjafnaðarmanna
https://timarit.is/publication/1963

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.