Stúdentablað lýðræðisjafnaðarmanna - 15.10.1943, Side 7
STÚDENTABLAÐ LÝÐRÆÐISJAFNAÐARMANNA
7
Hvenær endurheimta studentar gamla Garð?
Andrés Davfðsson stnd. mcd.
Þegar ráðizt var í að reisa hinn
nýja stúdentagarð, gerðu flestir sér
vonir um, að með því yrði unninn
bugur á húsnæðisvandræðum stúd-
enta, sem þá voru orðin mjög til-
finnanleg. Nú, þegar því afreksverki
er lokið, kemur það átakanlega í Ijós,
að bygging nýja Garðs er ekki full-
komin lausn á húsnæðisvandamál-
inu. Nýi stúdentagarðurinn getur
ekki fullnægt húsnæðisþörfinni, sem
stöðugt fer í vöxt. Þó er ekki fyrir
það synjandi að mikil bót hefir verið
ráðin á húsnæðisvandræðunum, og
öllum þeim, sem hafa rétt stúdentum
hjálparhönd með gjöfum, vinnu
sinni og öðrum framlögum til hins
nýreista stúdentaheimilis, verður
seint fullþakkað. Nýi stúdentagarð-
urinn er talandi tákn þess, hve ein-
huga samtök eru máttug og giftu-
drjúg, ef þeim er beint í rétta átt. —
Einnig er hann sönnun þess að
þjóðinni er annt um hag háskólans
og að stúdentar áttu samúð hennar
að baki sér í baráttu þeirra fyrir því
nauðsynja- og réttlætismáli sínu, að
fá gamla stúdentagarðinn aftur í sín-
ar hendur. Ég hygg að fátt hafi vald-
ið almennari óánægju, ef ekki
gremju í garð Breta hérlendis, sem
hin lítt skiljanlega tregða við að
rýma gamla Garð. Garður er skoðað-
ur af þjóðinni sem minnisvarði hins
íslenzka sjálfstæðis. Af þeim sökum
var þjóðarmetnaður vor særður með
hertöku hans. Ég þori að fullyrða, að
sú vanhelgun á „frelsisstyttu“
þjóðarinnar olli dýpri og reiði-
þrungnari gremju almennings en þær
illu afleiðingar, sem ömurleg hús-
næðisekla leiddi yfir stúdenta, og
einnig má fullyrða, að framkoma
brezku herstjórnarinnar var ekki til
þess að vekja traust almennings til
hennar. Herstjórnin sýndi lítinn
skilning á þjóðernislegum tilfinn-
ingum og aðstöðu íslenzkra stúd-
enta í þessu efni.
Mér er ókunnugt um hvernig farið
hefir um þessa dýrmætu þjóðareign
í höndum hersins, en hvimleitt er,
að tæplega verður að húsinu kom-
izt án þess að króka milli hermanna-
skála og annars hafurtasks, sem
hróflað hefir verið upp kringum
Garð.
Síðastliðið ár hefir lítið sem ekk-
ert verið aðhafzt í þá átt að hrífa
Garðinn úr hershöndum. Ef til vill
hefir orkan beinzt aðallega að bygg-
ingu hins nýja stúdentagarðs, enda
á það enga aðra afsökun, sem þó er
vafasöm. Flestum mun þykja, að
slælega hafi verið haldið á málinu,
en brýn nauðsyn var til að halda því
vakandi. Ég hygg að orsök þess sé
sljó forysta, sem að sjálfsögðu er í
höndum stúdentaráðs.
En lengur má ekki sofa á verðin-
um í þessu efrii, og áríðandi er, að
sóknin sé hafin að nýju. Allur póli-
tikskur ágreiningur verður að víkja,
því þetta ætti að vera sameiginlegt
áhugamál allra stúdenta og þjóðar-
innar í heild.
Mörgum þykir, ef til vill, hinn nýi
stúdentagarður farsæl lausn á þessu
máli, en það er, að minni hyggju, —
aðeins djarfhuga bráðabirgðaúrræði
í húsnæðisvandræðum, en er jafn-
framt glæsilegt jarteikn þess hversu
einbeittur vilji og skipulögð samtök
fá áorkað, og það ætti að vera okk-
ur hvatning til þess að láta þegar
skörulega til skarar skríða um end-
urheimt gamla Garðs. Vi.ð höfum
í þvi efni engu að tapa, en allt að
vinna.
Að lokum vil ég skora á tilvonandi
stúdentaráð, hvort sem forysta þess
verður hægra eða vinstra megin, og
alla stúdenta í heild, að hefja þegar
harðskeytta sókn i þessu réttlætis-
máli voru og hvarfla ekki frá því
marki, að gamli Garður verði í okkar
höndum í vetrarlok.
Sýnum það, að hér á landi vinnst
með markvissri, vopnlausri bar-
áttu það, sem í öðrum löndum kostar
eld og blóð.
Seljnm og útvegum
alls þonar vörur
frá nmeríku.
GeirSStefánsson & Co. h. f. Reykjavík
Austir strœti 1, sími 1999.
Slysatrygging
Bezta öryggið gegn afleiðingum slysa er slysatrygging.
Hjá Tryggingarstofnun rikisins getið þér tryggt öryggi
yðar með þvifað slysatryggja yður. Einnig tryggingar á
farþegum í einkabifreiðum. Talið við oss um hvaða
trygg>ngarupphæðir hentar yður bezt.
TryoofnfiorsíofnuB ríkísins (slysatryggingardeiid)