Stúdentablað lýðræðissinnaðra sósíalista - 15.10.1947, Síða 2

Stúdentablað lýðræðissinnaðra sósíalista - 15.10.1947, Síða 2
2 ÁRNI GUNNLAUGSSON, stud jrnis : Hvers vegna lýðræðis - sósíalisma ? Andlegt frelsi og efnahagslegt öryggi hlýtur að vera það, sem hver frjálsborin þjóð sækist fyrst og fremst eftir. Með and- legu frelsi er átt við frelsi mannsins til að tala, rita, þiggja og hafna, frelsi til að gagnrýna og láta í ljós skoðanir sínar. En efnahagslegt öryggi þýðir það, að öllum þegnum þjóðfélagsins er á öllum tímum tryggt fjárhagslegt öryggi, sem er hverjum manni nauðsynlegt. Lýðræðissósíalisminn eða jafnaðarstefnan er eina stefnan, sem getur tryggt þetta hvort tveggja. Takmark jafnaðarstefnunnar er að afnema auðvalds- skipulagið með þeim skorti á efnahagslegu öryggi, sem því er samfara, en koma í stað þess á hagkerfi lýðræðissósíalismans. En lýðræðissósíalistar eða jafnaðarmenn vilja koma stefixu sinni og málum í framkvæmd á algerlega lýðræðislegan hátt og geta fært rök að því, að jafnaðarstefnan verði fram- kvæmd án þess að fórna þurfi hinum helg- ustu mannréttindum, svo sem málfrelsi, prentfrelsi, félaga- og flokkafrelsi. Jafnað- armenn mótmæla þeirri villukenningu, að takmarki sósíalismans eigi að ná með and- legu ófrelsi og ójöfnuði eða einræði í stjórn- málum. Lýðræðissósíalisminn er eina stefnan, sem tryggir fólkinu í senn andlegt frelsi og efnalegt öryggi. Þess vegna er hann stefna framtíðarinnar, stefna hinna fegurstu hug- sjóna mannkynsins um frelsi, jafnrétti og bræðralag. En jafnaðarstefnan á sér enn of marga óvini, sem aðallega koma nú úr tveim átt- um. Annars vegar eru kommúnistar í öllum löndum, en hins vegar íhaldið, en hvor- ugir geta tryggt fólkinu bæði í senn hið dýrmæta, andlega frelsi og öryggi í efna- hagsmálum. O í öllum löndum eru starfandi flokkar manna, sem reyna að tileinka sér kjörorð jafnaðarstefnunnar, þó að þeir í allri fram- komu, hugsunarhætti og bardagaaðferðum vinni að því að rífa það niður, sem jafnað- arstefnan eða hinn sanni sósíalismi á að byggja upp, frelsið, lýræðið og öryggið. Þetta eru flokkar kommixnista um allan heim. íslenzka þjóðin hefur því rniður ekki farið varhluta af þeirri manntegund. En hér á landi sem víðar reyna þessir skemmd- ai'vargar að hylja sitt innra eðli, og það var þess vegna, sem þeir skiptu um ytra nafn árið 1937 og fóru að kalla sig „sósíalista", því að það heiti þótti vænlegra til fylgis- öflunar. Hér í háskólanum krýna þeir sig með enn hátíðlegra nafni og kalla sig „rót- tæka stúdenta". En nafngiftin ein nægir ekki til þess að hylja eðli þess flokks. For- ingjar íslenzkra kommúnista hafa aldrei af- neitað sínum kommúnistisku og byltingar- legxx skoðunum, þó að þeir skiptu um ytra nafn. Miðstjórnarmeðlimir hins svonefnda „Sósíalistaflokks“ eru hinir sömu og skip- uðu miðstjórn Kommxxnistaflokksins að und- anskildum einum manni, en íslenzki Komm- únistaflokkurin var sem kunnugt er deild lir hinum óhugnanlegu alþjóðasamtökum kommúnista, Komintern. Og aldrei hefur heyrzt eða sézt, að forsprakkar íslenzkra kommúnista hafi afneitað fyrri ummælum sínum, að tryggingarlög, bæjarútgerð og önnur umbótamál væru fjandsamleg alþýð- unni, því að slíkar umbætur á kjörum al- þýðunnar gerðu hana værukærari og veiktu baráttufýsn hennar og tefðu þannig fyrir framgangi hinnar langþráðu byltingar. En hvers vegna eru kommxinistar hættu- legir sönnum sósíalisma? Það er vegna þess að þeir stefna að því, sem er í beinni and- stöðu við eðli og anda hins sanna sósíal- isma, að einræði og ófrelsi. Bylting með vopnavaldi samrýmist ekki hugsjónum hins vestræna lýðræðis, að meiri hluti jafnrétt- hárra og frjálsra borgara eigi að ráða skip- un þjóðfélagsmálefnanna. Byltingin hlýtur að eyða lýðræðinu og setja einræði í þess stað, og þekkjum við mörg dæmi þess úr sögunni. Kommúnistar telja á sama hátt og fasistar, sem annars eiga báðir margt sameiginlegt, að stjórnarbylting sé nauð- svnleg, og vilja þeir koma máli sínu fram með einræði og ofbeldi. í ríki kommxxn- ismans er einræði, alræði eins flokks. Þess vegna er byltingarleiðin hættuleg og stórt spor aftur á bak, því að með stjórnarbylt- ingu, afnámi lýðræðisins og stofnun ein- ræðis er hinum þýðingai'mestu mannrétt- indum vai-pað á glæ. íslenzkir kommún- istar, sem ávallt reyna að hylja sig með lýðræðisgrímunni, eru ekki lýðræðissinnar. Flokkur, sem afneitar „löguin og þing- ræði“ getur ekki aðhyllzt lýðræði, eins og vesti-ænar þjóðir skilja það hugtak, en það var meðal annars á orðunum „lög og þing- ræði“, sem strandaði samkomulag komm- únista og jafnaðarmanna hér á landi árið 1937, og svo á hinu, að kommúnistar heimt- uðu skilyrðislausa afstöðxx með Rússum. — Ófrelsi getur og ekki samrýmzt sönnum sósíalisma. Það er staðreynd, að í ríkjum kommúnismans er hið andlega frelsi, mál- frelsi, prentfrelsi, skoðanafrelsi, frelsi til að gagnrýna og flokkafrelsi alvarlega skert eða oftast elcki til. Hugsjónir jafnaðarstefnunn- ar komast því aðeins í framkvæmd, að ríkj- andi sé lýði-æði og óskorað, andlegt frelsi. Kommúnistar þykjast nxx vera þjóðlegustu menn, sem land þetta byggja. En þess ber þó að minnast, að ekki mjög aldui-hnignir menn muna þá tíð, er þeir höfðu það sem skemmtiatriði á fundum sínum að fótum troða og ídfa sundur íslenzka þjóð- fánann. Menn minnast þess líka, að þeir í þá tíð keyrðu höfuðföt sín niður í herðar, er þeir heyrðu þjóðsönginn leikinn. Nú er „línan“ að vísu önnur, en innrætið er það sama. Það er hollt fyrir alla að gefa alvarlega gaum að, hvert er hlutverk kommúnista í innanlandsmálum okkar í dag. Þeirra æðsta boðorð er nú að skapa sundrungu meðal þjóðarinnar, þegar mest ríður á góðum skilningi almennings, og berjast móti öll- um bjargráðum til lækningar jrjóðfélags- meina. Þannig leggja þessir skemmdarvarg- ar velferð og efnalegt sjálfstæði íslands í beinan voða til að skapa hrun og atvinnu- leysi, en það er vissulega þeirra heitasta ósk. Hinn höfuðóvinur lýðræðissósíalismans er

x

Stúdentablað lýðræðissinnaðra sósíalista

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablað lýðræðissinnaðra sósíalista
https://timarit.is/publication/1964

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.