Stúdentablað lýðræðissinnaðra sósíalista - 15.10.1947, Page 4
4
kostnaðarverði. Slíkt er sanngjarnt, þar sem
óeðlilegt er, að háskólinn láti þessa þjón-
ustu í té í ágóðaskyni. A þennan hátt yrðu
háskólastúdentum sparað stórfé. Þeir kæm-
ust hjá því að greiða þann ágóða, sem
bóksalar nú hafa af því að selja þeim náms-
bækurnar. Því hagkvæmari rekstur, sem
hafður yrði á þessari þjónustu háskólans,
þeim mun meiri yrði hagnaður stúdenta.
Þess vegna á að inna þjónustuna af hendi
á sem ódýrastan hátt. Eg tel, að svo verði
bezt gert með því móti að stofna slíkt
fyrirtæki sem tillaga mín gerir ráð fyrir.
Einhverjum kann að þykja í of mikið
ráðizt með þessari tillögu. Það mætti til
sanns vegar færa, ef aðeins væru lagðar
byrðar á háskólann með framkvæmd henn-
ar. En því fer fjarri. Þvert á móti er hér
um að ræða mikið hagsmunamál skóians
sjálfs, sem fer saman við hagsmuni stú-
denta.
Það er ekkert launungarmál, að útgáfa
og verzlun á bókum er mjög arðbær at-
vinnugrein. Bóksalar hafa með sér öflug
samtök, sem koma í veg fyrir, að nokkrir
aðilar reki bóksölu, nema með þeirra sam-
þykki. Hagnaðinum af allri bóksölu í land-
inu er þess vegna skipt á milli tiltölulega
fárra aðila. Ef háskólinn yrði einn þessara
aðila, hefir hann tryggt sér öruggar fjár-
hagstekjur. Ekki er viðeigandi að gera ráð
fyrir öðru en að bóksalar veiti svo virðu-
legri stofnun inngöngu í samtök sín. Ef
hinsvegar svo reyndist ekki, yrðu hagsmun-
ir bóksalanna að víkja fyrir hag háskólans,
sem er almenningshagsmunir.
Flestum er ljóst að háskólanum er þörf
aukins fjár. Verkefnin eru mörg, sem bíða
hans. Það er algengt, að erlendir háskólar
ráði yfir gildum sjóðum, sem þeir verja til
eflingar vísinda og lista. Háskóli íslands á
enga verulega sjóði, sem hann getur gripið
til í þeim tilgangi, en allt, sem miðar að því
að auka tekjur hans, bætir nokkuð úr þessu.
En í tillögu minni felst ekki einungis eðli-
leg og örugg leið til fjáröflunar. Bókaút-
gáfa veitir aðstöðu til víðtækari áhrifa á
menningu og bókmenntaþroska þjóðarinn-
ar. Mér þykir einsýnt að veita beri háskól-
anum þessa aðstöðu, því að þá mun hann
geta gengt hlutverki sínu enn betur en áður.
Mér er vel ljóst að benda má á aðrar
leiðir en tillaga mín gerir til þess að bæta
úr skorti námsbókanna. En ég tel þá leið
tvímælalaust þá beztu, sem völ er á, vegna
þess að hún tryggir vel, ekki einungis hag
háskólastúdenta, heldur einnig háskólans
sjálfs.
Það er enginn ástæða til að ætla annað
en að auðvelt verði að framkvæma tillög-
una, ef aðeins dugandi og hæfum mönn-
um verður falin forsjá málanna".
Tillaga þessi var samþykkt samhljóða.
En því miður hefur ekki enn orðið að
framkvæmdum í málinu. Stúdentar mega
þó ekki láta við svo búið standa, heldur
halda málinu fram.
TÓNLEIKAR
Á fundi 16. nóvember lagði Þorvaldur
Garðar fram eftirfarandi tillögu :
„Stúdentaráð Háskóla íslands felur stjórn
sinni að athuga, hvort ekki væri hægt að
fá færa tónlistarmenn til að halda tónleika
nokkrum sinnum á hverju kennsluári í há-
skólanum fyrir kennara og nemendur hans.
Telur stúdentaráðið æskilegt, ef tekizt
gæti samvinna við Tónlistarfélagið um
þetta mál.
Stúdentaráð álítur æskilegt, að aðgang-
ur verði ókeypis að tónleikum þessum, en
fjár vegna kostnaðarins verði aflað með
öðru móti“.
Tillaga þessi var samþykkt samhljóða,
en minna hefur orðið um framkvæmdir.
Ymsir örðugleikar þóttu á því að halda
liljómleikana í hátíðasal skólans vegna galla
á honum. Þá kom til mála að halda tónleik-
ana á Gamla Garði, en á því voru einnig
erfiðleikar. Þar vantaði m. a. flygel. En það
má þó segja, að sá árangur hafi orðið af
þessum ráðagerðum, að garðstjórn hefur
samþykkt að kaupa slíkt hljóðfæri fyrir
Garðinn.
Þetta sjálfsagða menningarmál þarf næsta
stúdentaráð að leysa á viðunandi hátt í sam-
ræmi við tillöguna.
ÍSLENZK GLÍMA
Þorvaldur Garðar bar fram á stúdenta-
ráðsfundi 12. febrúar eftirfarandi tillögu:
„Stúdentaráð Háskóla íslands felur stjórn
sinni að beina þeim tilmælum til stjórnar
íþróttafélags stúdenta, að hún athugi mögu-
leika á því, að efnt verði á þessum vetri
til námsskeiðs í íslenzkri glímu fyrir há-
skólastúdenta.
Þeim tilmælum er einnig beint til stjórn-
ar íþróttafélags stúdenta, að hún vinni að
því, að háskóhnn sjái framvegis þeim stú-
dentum, er þess óska, fyrir kennslu í glímu.
Skal þetta gert í þeim tilgangi að skipa
glímunni þann sess í íþróttalífi háskóla-
stúdenta, er henni ber sem þjóðlegustu
íþrótt Islendinga“.
Meðflutningsmaður tillögunnar var Ás-
geir Pétursson, stud. jur.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
íþróttafélag stúdenta hefur athugað mál-
ið og tjáð stúdentaráði, að ekki sé hægt að
koma við glímuæfingum í vetur, vegna
plássleysis. Það varð heldur ekki af náms-
skeiði s. 1. vetur. Það kann því að vera,
að árangur liafi enn orðið lítill af þessari
tillögu, en vissulega má þetta mál ekki falla
niður, og ætti næsta stúdentaráð að sjá svo
um.
KAPPRÓÐRAR
Á fundi stúdentaráðs 12. febrúar bar Þor-
valdur Garðar fram eftirfarandi tillögu :
„Stúdentaráð Háskóla Islands felur stjórn
sinni að beina þeim tilmælum til stjórnar
Iþróttafélags stúdenta, að hún athugi mögu-
leika á kaupum tveggja til þriggja kapp-
róðrarbáta til afnota fyrir háskólastúdenta.
Ráðið felur stjórn sinni að aðstoða í-
þróttafélagið í þessu máli eftir því sem
þörf gerist".
Tillaga þessi var samþykkt samhljóða.
íþróttafélagið mun hafa athugað þetta
mál, en ekki stofnað til framkvæmda að
svo búnu. Þetta mál er hið merkasta og
væri mikill fengur fyrir íþróttalíf háskól-
ans, ef tillagan yrði framkvæmd.
AFSKIPTI AF ÖÐRUM
MÁLUM
Hér eru engin tök á að lýsa ýtarlega af-
skiptum fulltrúa Stúdentafélags lýðræðis-
sinnaðara sósíalista til allra mála, sem stú-
dentaráð hefur fengizt við, en óhætt mun
að fullyrða, að afstaða hans hafi verið í sam-
ræmi við hagsmuni stúdenta. Ég ætla að-
eins að drepa á örfá mál.
Á fundi ráðsins 16. nóv. var tekin fyrir
áskorun frá almennum garðbúafundi um,
að stúdentaráðið beitti sér fyrir endurskoð-
un garðlaga. Sérstök nefnd samdi síðan ný
lög, og átti í henni sæti 3 lýðræðissinnaðir
sósíalistar og tveir Vökumenn.
Það er því óhætt að segja, að Stúdentafé-
lag lýðræðissinnaðra sósíalista hafi átt
fullan þátt í því verki. Þessi lög eru ekki
ennþá endanlega samþykkt, þar sem há-
skólaráð hefur ekki afgreitt málið fyrir sitt
leyti.
Skíðaskálamálið hefur verið á dagskrá
stúdentaráðs í vetur. Ráðið samþykkti teikn-
ingu af skíðaskálanum, og almennur stú-
dentafundur hefur nýlega kosið nefnd til
að hafa framkvæmdir með höndum. Það
er ekki vonum framar, að þetta mál er
komið á þennan rekspöl, en það hefur ver-
ið að velkjast í meðförum stúdentaráðs í
mörg ár. Að sjálfsögðu hefur fulltrúi lýð-
ræðissinnaðra sósíalista verið samþykkur
því, sem gert hefur verið í málinu í vetur.