Stúdentablað lýðræðissinnaðra sósíalista - 15.10.1947, Qupperneq 8
8
JON ÞORSTEINSSON, stud juris :
Kosningahorfur
Fyrir aðeins tveimur árum héldu and-
stæðingar okkar lýðræðissinnaðra sósíalista
því fram, að við værum ekki einu sinni nógu
fjölmennir til þess að stilla upp framboðs-
lista með 18 mönnum, hvað þá að fá mann
kjörinn. Kosningaúrslitin þá sýndu, hve and-
stæðingum okkar skjátlaðist hrapalega, enda
minnast þeir nú ekki framar á neitt slíkt.
Hins vegar er nú svo komið, að þessir sömu
menn óttast fátt meira en að hsti okkar
fái nú tvo menn kjörna. Sá ótti er heldur
ekki ástæðulaus.
Undanfarin ár hefur vegur Stúdentafé-
lags lýðræðissinnaðra sósíalista vaxið veru-
lega. Markmiðið er líka að gera það að
forustufélagi vinstri aflanna innan háskól-
ans. Afanga að þessu marki ætlum við að
ná nú við stúdentaráðskosningarnar með
því að fá tvo menn kosna í ráðið.
Kosningabaráttan stendur milli lýðræðis-
sinnaðra sósíalista, kommúnista og Vöku.
Að vísu bjóða leifarnar af Félagi frjáls-
lvndra stúdenta fram lista, en hans mun að
engu gæta í þessum kosningum. Þar sem
hver dagurinn er nú síðastur til að rita um
það félag, annað en eftirmæli, er rétt að
víkja að því nokkrum orðum. Fyrir fá-
um árum var þetta allöflugur félagsskapur,
sem átti tvo fulltrúa í stúdentaráði. Hneigð-
ust félagsmenn brátt til mikillar samvinnu
við kommúnista, sem endaði með því að
félag þeirra missti öll áhrif og völd, en
húsbændur þeirra og samstarfsmenn,
kommúnistarnir, efldust að sama skapi. í
kosningunum í fyrra töpuðu svo frjálslyndir
sínum síðasta fulltrúa í stúdentaráði og
munu vart eiga þangað afturkvæmt. Því
geta stúdentar, sem hafa það í hyggju að
skila auðum seðli við kosningarnar, sem í
hönd fara, alveg eins kosið hinn gersamlega
vonlausa framboðslista frjálslyndra, því að
afleiðingin verðrrr ein og hin sama, nefni-
lega sú að atkvæðið verður ónýtt.
í síðustu stúdentaráðskosningum sigraði
Vaka, félag íhaldsstúdenta, allglæsilega. Að
vísu unnu þeir ekki nýtt sæti, en litlu mun-
aði, og höfðu þeir þó meirihluta fyrir.
Ein helzta orsökin að veldi Vöku hér í
hákólanum er sú, að þeir geta jafnan bent
á kommúnista sem sína höfuðandstæðinga
og keppinauta um fylgi háskólastúdenta.
Stúdentum hefur því verið nokkur vorkunn,
þó að þeir liðsinntu Vöku, sem jafnan hefur
siglt undir blettóttum fána lýðræðisins,
gegn hinum rauða fasisma hér í háskólan-
um. Þetta sýnir hins vegar greinilega nauð-
syn þess að efla Stúdentafélag lýðræðissinn-
aðra sósíalista til forustu vinstri aflanna inn-
an háskólans gegn íhaldsfélaginu Vöku. Nú
við þessar kosningar eru sigurhorfur Vöku
aftur á móti ekki eins góðar og oft áður.
Stafar það nokkuð af því að meðal stúdenta
frá í vor eiga þeir hlutfallslega litlu fylgi
að fagna og ennfremur mun skortur á góð-
um forustumönnum nú hafa gert eitthvað
vart við sig.
Enginn kommúnistiskur félagsskapur hér-
lendis mun bera nafn, sem beint gefur til
kynna hvers eðlis hann sé. Þannig heitir
félagsskapur þeirra innan háskólans Félag
róttækra stúdenta. í stúdentaráðskosning-
unum 1945 töpuðu þeir einum fulltrúa, en
unnu hann aftur í fyrra með naumundum.
Vonir sínar um að tapa ekki fulltrúa aftur
nú, byggja kommúnistar á væntanlegum
liðsauka nýrra stúdenta, en heldur ekki
neinu öðru. Skortur góðra forustumanna
mun þó ekki meiri nú en vant er. Kosninga-
horfur kommúnista eru því allt annað en
glæsilegar.
Nú sem stendur eiga Vökumenn 5 full-
trúa í stúdentaráði, kommúnistar 3 fulltrúa
og við lýðræðissinnaðir sósíalistar einn full-
trúa. Okkur skorti þó aðeins 10 atkvæði
til þess að fá 2 fulltrúa kjörna, svo auðsætt
er, að við höfurn nú miklar líkur til að vinna
það sem á vantar. Þetta hefur líka berlega
kornið í ljós í kosningabaráttunni, því að
við höfðum fengið girnileg samfylkingar-
tilboð, bæði frá hægri og vinstri, sem við
höfum þó vísað eindregið á bug. Við göng-
um til þessara kosninga einir og óháðir í
baráttu gegn íhaldi og kommúnisma. Þeir
stúdentar, sem greiða lista okkar atkvæði
sitt á kjördegi, veita okkur mikinn styrk í
þeirri baráttu.
Andstæðmgar íbalds og
kommúmsma
sameinast um A-listann
Útgefancli: Stúdentafélag lýðræðissinnaðra sósíalista. — Ábyrgðarmaður Árni Gunnlaugsson. — Prentsmiðja Hafnarfjarðar h. f., prentaði.