Mannbjörg - 15.06.1946, Síða 4

Mannbjörg - 15.06.1946, Síða 4
4 MANNBJÖRG Reykjavíkurkonum blöskrar Þær vilja ekki lengur búa við hörmungar og niðurlægingu drykkjuskaparins. Þær una því ekki, að sitja auðum höndum og liorfa á ástvini sína dragast niður í sorpið, heimili lögð í auðn, félags- líf bæjarins verða að spillingaruppsprettu og fram- tíð þjóðarinnar stefnt í bersýnilegan voða. Þær stofnuðu til fundahalda til þess að bera ráð sín saman. Að fundarboðinu stóðu flest kven- félög í bænum. Tveir fundir voru haldnir og voru báðir afar fjölsóttir. Á hinum fyrri var vandamálið rætt af miklum liita og frá öllum hliðum. Á hinum síðari var einróma samþykkt að hefja ósveigjanlega bar- áttu gegn áfengisbölinu. Öllum ræðukonum kom saman um, að algert aðflutningsbann áfengra drykkja væri eina skynsamlega úrræðið, eins og komið væri. En jafnframt gerði meiri hlutinn sér ljóst, að ótímabært væri að stefna beint að því marki nú, á meðan hugarfar almennings er sýkt af drykkjutískunni og forráðamenn þjóðarinnar lialda dauðahaldi í gróðann af áfengissölu ríkis. ins. Ákveðið var því að beita sér fyrir samtökum kvenna um land allt til þess að knýja fram heil- brigt almenningsálit og bráðabrigðaumbætur, en undirbúa síðan sameiginlegt átak allra þjóðhollra afla til þess að hrinda áfenginu úr landi eins fljótt og fært þætti. « Samþykkt var svobljóðandi áskorun til kvenná: „Almennur kvennafundur, haldinn í Reykjavík mánudaginn 15. apríl 1946, skorar hér með á allar íslenzkar konur að vinna af alefli gegn áfengis- nautn. Fundurinn lítur svo á, að stefna beri að tvö- földu marki, annars vegar sköpun heilbrigðs al- mennigsálits um þessi efni, og liinsvegar algerðu aðflutningsbanni áfengis. Fundurinn telur, að stuðlað verði að báðum hlið- um þessa máls með því að safna undirskriftum sem flestra landsbúa undir áskorun til Alþingis um að gengið verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðfluttningsbann eins fljótt og fært- þyki“. Þá var samþykkt að senda ríkisstjórn og Alþingi eftirfarandi ályktun og tillögur: „Almennur kvennafundur, haldinn í Reykjavík mánudaginn 15. apríl 1946, lítur svo á, að áfengis- neyzla þjóðarinnar sé orðin svo gengdarlaus, að at henni hljóti að leiða siðferðilegt og menningar- legt brun, ef ekki verður tekið í taumana. Fundurinn telur það óhæfu, að hið íslenzka lýð- veldi hafi áfengissölu sér til framdráttar, og skorar á háttvirt alþingi og ríkisstjórn að taka eftirfarandi tillögur til greina: 1) Unnið sé markvisst að útrýmingu áfengra drykkja úr landinu. Lögin uin liéraðabönn komi til framkvæmda nú þegar. 2) Sett séu lög um að fleiri stéttum en bíl- stjórum sé ólieimilt að gegna störfum undir áhrif- um áfengis. Er hér einkum átt við læknastéttina, kennara og aðra leiðtoga æskulýðsins, skipstjóra og aðra yfirmenn skipsliafna. Viðurlag við brotum sé embættismissir. Nemendum þeirra skóla, sem ríki eða bæjar- og sveitafélög bera ábyrgð á, sé óheimilt að neita áfengis. Itrekuð brot varði brott- rekstri. 3) I öllum bæjum og kauptúnum sé komið upp ungmennaeftirliti, sem sérstaklega miði að því að forða börnum og unglingum frá áfengisnautn, í stað þess að látið sé nægja, eins og nú á sér stað, að hegna unglingum fyrir afbrot, sem áfengisnautn hefur leitt til. Þeim unglingum, sem verst eru komn- ir af þessum völdum, sé komið í sérstaka lieima- vistarskóla, sbr. hin nýju fræðslulög, II. kafla, 6. gr. 4) Löggæzla sé framkvæmd þannig, að iiver drukkinn maður eða kona, sem vekur á sér at. hygli á almannafæri, sé tafarlaust tekin í vörzlu lögreglu. I Reykjavík sé reist bráðabirgða sjúkra- skýli í sambandi við lögreglustöðina, og hinir brot- legu hafðir þar undir lækniseftirliti. Ef nauðsyn þykir til bera, sé slíkt fólk úrskurðað til sjúkra- húsdvalar eða hælisvistar og tilraunir gerðar til lækninga. Jafnframt séu stofnuð hæli karla og kvenna í þessu augnamiði.“ Til bæjarstjórnar Reykjavíkur var samþykkt að senda svofellda áskorun: „Almennur kvennafundur í Reykjavík, haldinn mánudaginn 15. apríl 1946, skorar hér með á háttvirta bæjarstjórn Reykjavíkur að láta fram fara hagfræðilega rannsókn á því, hver áhrif áfeng- isnautn og áfengissala hefur á menningu og fjár- hag bæjarbúa. Skal sú rannsókn ná til þess, hve mörg afbrot eru framin undir áhrifum áfengis, hve mörg slys orsakast af áfengisnautn, hve margir unglingar lenda á glapstigum vegna áfengisnautn- ar, og að svo miklu leyti sem unnt er, hve mörg- lieimili séu undirorpin áfengisböli“. Loks var samþykkt að skora á blaðamenn lands- ins eins og hér segir: „Almennur fundur kvenna, baldinn í Reykjavik mánudaginn 15. apríl 1946, lítur svo á, að bið liáska- lega áfengisböl, sem þjóðin á nú við að stríða, stafi framar öllu öðru af hinu óheilbrigða almenn- ingsáliti, sem um þessi mál ríkir. Vill fundurinn því beina þeirri áskorun til Rík- Í8Útvarpsins og allra blaða landsins, að þau beiti ábrifum sínum eindregið gegn áfengisnautn. Sér- staklega er þess vænst, að blöðin skýri þannig frá fréttum um afbrot, sem framin eru undir áhrifum áfengis, að Ijóst verði, að áfengisneyzlan sé hinum brotlegu til minnkunnar, en ekki til afsökunar“. Kosin var nefnd til framkvæmda, og hlutum við undirritaðar kosningu. Við liöfum sent ríkisstjórn, Alþingi og bæjar- stjórn Reykjavíkur erindi, samkvæmt ákvörðunum fundarins. Afrit voru send alþingis- og bæjarstjórn- armönnum. ÖIl dagblöð bæjarins fengu skýrslu um fundinn, og fékkst hún birt bjá þeim öllum nema Morgun- blaðinu. Kvenfélögum í Reykjavík og Hafnarfirði var skrifað, og fram á það farið, að þau skipuðu full- trúa til samstarfs við okkur. Loks sendum við öllum öðrum kvenfélögum, sem við höfðum vitneskju um, að til séu á landinu, áskorun um liðveizlu. Beiddumst við þess, að þau söfnuðu undirskriftum allra þeirra kvenna, er þau næðu til, innan félaganna og utan, er vildu leggja þessari baráttu lið. Jafnframt óskuðum vio sérstaklega eftir nöfnum þeirra kvenna, sem líkleg- ar væru til forustu. Er hér um nokkurskonar liðs- könnun að ræða, og er mikilsvert, að undirtektir verði sem beztar. Sennilega hafa einhver félög orð- ið útundan vegna ókunnugleika okkar, og biðjum við þau vinsamlega að gera okkur aðvart um það. Utanáskrift okkar er: Framkvæmdarnefnd kvennafundar um áfengis- mál, Hellusundi 6A, Reykjavík. íslenzkar konur, bregðið nú skjótt við! Munið, að hér er um það að tefla fyrir ótal einstaklinga, og hið unga lýðveldi okkar í heild, sem meira er um vert en líf eða dauða. Þér, sem búið utan Reykjavíkur, skuluð hafa það í huga, að óöldin er ekki einkamál Reykvíkinga. Fyrir yður er einnig stórmikið í liúfi. Þér sendið börn yðar hingað til mennta og í atvinnuleit. Þau komast ekki hjá meiri eða minni kynnum af áfengistískunni, her- námslausungunni, skemmtanatryllingnum og pen- ingamokstrinuní. Þau heyra daglega um ný og ný afbrot og ódæði, framin í nágrenninu og af jafn- öldrum þeirra. Hamingjan veit, hvort þér fáið þau lieil heim aftur, eða eyðilögð á sál og líkama. Liggið því ekki á liði ykkar. Alþingiskosningar fara nú í hönd. Þá gefst okkur fyrsta mikilvæga tækifærið til að sýna vilja í verki. Kjósum engan mann á þing, nema full vissa sé fengin fyrir hollustu hans við þetta mál og önn- ur, er varða sóma og frelsi þjóðarinnar. Ef ekki er kostur á slíku þingmannsefni í öruggu sæti á þeim lista, er okkur væri skapi næst að kjósa, þó kjósum án tillits til flokksfylgis, eða strikum út eftir þörfum. Gerum frambjóðendum þennan ásetn- ing ljósan, áður en gengið verður til kosninga. Höldum fundi í öllum kjördæmum og sendum áskoranir. Birtum áskoranirnar í blöðum og út- varpi. Höfum það hugfast, að við erum meiri liluti kjósenda og getum ráðið þessum málum, ef við viljum. Reykjavík í júní 1946. F ramkvæmdan^fndin: A8albjörg Sigur'Sardóttir. Eufemia Waage (f. h. fjarv. for- manns, Kristínar Sigurðard.). Guðný Gilsdóttir. Jóhanna Egilsdóttir. Jóhanna Knudsen. SigríSur Ingimarsdóttir. Viktoría Bjarnadóttir. Gullæði á Islandi í lieilbrigðisskýrslunum fyrir árið 1940, sem gefn- voru út árið 1943, farast landlækni þannig orð um viðskipti okkar við setuliðið: ,,. . . Um samsúðina má annars margt segja, er mið- ur hefur farið, og er viðkvæmast, hver siðferðileg ofraun hún hefur orðið íslenzku kvenfólki og þar á meðal bamungum stúlkum, sem vissulega áttu kröfu á meiri vernd gegn þeirri augljósu hættu en þeim hefur verið látin í té. Má þjóðin þar engu um kenna pema sjálfri sér, því að sannarlega hittir héraðslæknirinn í Reykjavík naglann á höfuðið, er hann afsakar fyrir hönd heilbrigðisnefndar sinnar meiri og minni tilslakanir frá réttmætum heilbrigð- iskröfum um viðhlítandi liúsakynni, er keppst var um að setja á stofn og reka í höfuðstaðnum hinar alræmdu Bretaknæpur. Afsökunin er fólgin í því, að „nefndin vildi ekki standa í vegi fyrir að sem flestir gætu hagnast á setuliðinu“. Þó a8 íbúarnir væm hópum saman húsvilltir og enn meiri húsnæðisvandræði yfirvofandi, þó d8 knæpumar hlytu að verða, að ógleymdum Breta- þvottinum, höfuðkynningarstofnanir setuliðsmanna og ístöðulítilla íslenzkra kvenna, þar á meðal bama bæjarbúa, þó a8 lífsnauðsynlegum atvinnurekstri landsmanna væri stefnt í voða fyrir skort á kven- fólki til starfa, þó a.8 við lægi að sjúkraliúsin yrðu þá og þegar að hætta störfum og fjölda heimila héldi við upplausn fyrir sömu sakir, þá varð enn að þrengja að um liúsnæði í höfuðstaðmim, með því að heimila Bretaknæpur tugum saman og fylla þær hundmðum kvenna, enda liorfa ekki í að slaka á við urkeimdum heilbrigðiskröfum til þess „a8 sem flestir gœtu hagnast“ á því. En því er sagt að naglinn hafi verið liittur á höf. uðið, að þetta er vissulega ekki afstaða heilbrigð- isnefndarinnar í Reykjavík einnar til hernámsins, né hinnar virðulegu bæjarstjórnar þar, lieldur þjóð- arinnar yfirleitt. Þegar kapphlaupinu linnir og um hægist, mun henni gefast tóm til að gera upp gróð- U ann . ... Sá tími er nú að koma. Þau uminæli héraðslæknisins í Reykjavík, sem vikió er að hér að ofan eru á hls. 130 í heilhrigðisskýrslunum 1940 og fjalla um störf heilhrigðisnefndar Reykjavíkur. Kaflinn hljóðar svo: „Löggiltar voru 5 fisksölubúðir, 1 mjólkurhúð, 3 kjöt- búðir og 1 ostabúð. Einni mjólkurbúð var neitað um lög- gildingu. Leyft var að taka upp veitingar á 37 nýjum stöð- um, en þess skal getið, að flest þau leyfi voru aðeins veitt til bráðabirgða og með því skilyrði, að heilbrigðisnefnd gæti látið loka þeim fyrirvaralaust, ef henni þætti ástæða til. Var þessi aðferð viðhöfð einkum vegna þess að nefndin vildi ekki standa í vegi fyrir, að sem flestir gætu hagnast af setuliðinu og því voru ekki ætíð gerðar eins 6trangar kröfur til húsnæðisins og ella mundiM. Samtíðardómur um aðflutningsbannið Bannlögin gengu í gildi 1. janúar 1916. Jón Magnússon, bæjarfógeti í Reykjavík, sagdi í ræðu 1916, að „nú væri ekkert þurfamannaheim- ili á sveitarframfæri hér vegna áfengisnautnar framfærslumanns, en áður var hundraðstala á þurfamannaheimilum vegna áfengisnautnar allhá. Áður var það svb, að einatt var erfitt að lögskrá á fiskiskipin, vegna þess að svo mikill hluti skip- verja var drukkinn. Nú kemur það varla fyrir, að ölvaður maður sjáist hér fyrir lögskráning. Þessi tvö dæmi virðast mér sýna það ljóslega, hve feiki- mikill munurinn er. Það er því ljóst að ekki get- ur komið til mála að aftaka eða lina á aðflutninge- banninu. En það þarf að fá hjá þinginu fé til þese j að geta haft sérstakar varnir gegn aðflutningsbanni j áfengis“. (Bindindishreyfingin á íslandi, bls. 136).

x

Mannbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mannbjörg
https://timarit.is/publication/1966

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.