Mannbjörg - 15.06.1946, Qupperneq 6
6
MANNBJÖRG
á sjó eru efldar og þjóðin vinnur einhuga og mark-
vis8t að því að auka öryggi sjómanna sinna og koma
í veg fyrir slysin.
Samtímis höldum vér að oss höndum og horfum
aðgerðalausir á, að tugir ungra og efnilegra manna
í höfuðborg landsins eru bókstaflega að farast af
völdum áfengisnautnar — eru að hverfa oss og þjóð
vorri niður í djúpið.
Getur nokkur reiknað það út, hve mikil orka,
margir vinnudagar, mikil verðmæti og mörg manns-
líf hafa farið í súginn á því eina ári 1945, við það
að þjóðin neytti áfengis fyrir rúmar 40 milljónir
króna? Og þegar við þessar tölur bætist öll sú
sorg, eymd og spilling, sem áfengisneyzlu er sam-
fara, er það sannfæring mín, að gróði ríkisins af
áfengissölunni verði léttur á metunum.
Og þessu til staðfestingar vil ég geta hér um eitt
atriði úr reynslu minni sem lögreglumanns, en ég
hefi nú um 16 ára skeið unnið í lögreglunni í
Reykjavík og lengst af við rannsóknir. Á þessu
tímabili hefi ég rannsakað að meira eða minna leyti
fjölda alls konar afbrotamála. Ég tel mér óhætt að
fullyrða, að meiri hluti stærri glæpa og afbrota,
sem framin hafa verið hér í Reykjavík á þessu
tímibili og upplýst er um, eigi beint eða óbeint ræt-
ur sínar að rekja til áfengisnautnar.
Við rannsókn hinna ýmsu mála hefi ég jafnan
reynt að leiða í ljós hina eiginlegu orsök verkn-
aðarins, sem í langflestum tilfellum hefur verið
áfengisnautn.
Vér skulum athuga þetta ofurlítið nánar. Oft
er það, að afbrotin eru framin í ölæði. Þá er dóm-
greindin sljórri en ella og allt virðist benda til þess
að áfengið verki misjafnt á hina ýmsu eðlisþælti
mannsins, og verður þá stundum það ofan á, er sízt
skyldi. Drukknir menn verða líka lausari fyrir
áhrifum annarra og tallilýðnarj en ella. Sumir
sækja styrk til vínsins til að fremja þau afbrot,
sem þeir hafa ekki kjark til að fremja allsgáðir.
Þegar líkami mannsins er á valdi áfengisins og
f járþröng annars vegar, eru þeir margir, sem einskis
svífast til að ná í áfengi eða verðmæti, sem hægt
er að kaupa áfengi fyrir. Löngun manna í áfengi
leiðir því auðveldlega til þjófnaðar eða annara
auðgunarglæpa. Þá er það alkunna, að áfengið /erk-
ar mjög örfandi á kynlivatir karla og kvenna og
hefur þar orðið mörgum að fótakefli á sviði heil-
hrigðs samlífs, en út í það atriði fer ég ekki
nánar.
Það er ekki langt síðan að það þótti tíðindum
sæta, að kona neytti áfengis svo á henni sæi. Nú
er þetta breytt. Áfengisneyzla kvemia fer ört vax.
andi, og oft heyrir maður það, að ungar stúlkur
telji sig ekki geta skemmt sér, nema hafa áfengi
um hönd og neyta þess. Enginn mælir áfengisneyzlu
karlmanna bót, en áfengisneyzla kvenna er þjóðar-
böl. Á herðum konunnar hvílir fyrst og fremst
ábyrgðarmesta og göfugasta lilutverkið: Uppeldi
bamanna. Oss ríður því á fáu meira, en að konan
gæti skyldu sinnar í viðskiptum við áfengið.
Mér þykir rétt, áður en lengra er farið, að vísa
á skýrslur, sem birtar em hér á öðrum stað í blað-
inu, er sýna tölu þeirra áfengismála, sem komið
hafa fyrir dómara hér í Reykjavík síðustu árin.
Sömuleiðis er vert að athuga skýrslur lögreglustjór-
ans í Reykjavík, sem einnig eru birtar í þessu blaði,
og sýna þærúskyggilega fjölgun þeirra manna, sem
lögreglan neyðist til að taka úr umferð, sem kallað
er.
Þó framangreindar skýrslur sýni allliáar tölur,
segja þær þó ekki allan sannleikann. Fyrst og fremst
em þeir einir kærðir fyrir ölvun á almannafæri,
sem eru mjög drukknir, eða era valdir að spell-
virkjum, slagsmálum eða öðru slíku. Fangaklefar
þeir, sem lögreglan hefur ráð á, era svo fáir, að oft
er lögreglan í lireinustu vandræðum og ráðalaus
með drukkna menn, sem geta verið stórhættulegir
sjálfum sér og öðrum. Einnig er vert að veita því
yftirtekt, að eftir því sem löggæzlan vez, færist
drykkjuskapurinn til, af götunum, inn í veitinga-
húsin, lokaðar samkomur, bifreiðarnar og síðast
en ekki síst heimilin, og tel ég það hættulegast.
Sú hefir að minnsta kosti orðið raunin á hér í
Reykjavík. Þessu máli til sönnunar vil ég benda á
þær tíðu hj álparbeiðnir, sem lögreglunni berast úr
heimahúsum vegna ölvunar. Tala þessara hjálpar-
beiðna hefur vaxið með hverju ári, og er nú orðin
mjög liá.
Vér getum ímyndað oss, að fólk kallar ekki al-
mennt á lögregluna inn á heimili sín til að stilla
friðar, nema full ástæða sé til. Það verður ekki
framkvæmt á annan hátt en þann, að skilja fólk að,
taka einhverja burtu, gesti eða heimilismenn, og ef
til vill einhverja af þess nánustu.
Eins og glöggt sést af skýrslu þeirri, sem ég vís-
aði til áður, er tala þeirra manna, sem uppvísir
hafa orðið að því að aka bifreiðum undir áhrifum
víns, ískyggilega há. Þegar þess er gætt, að í flestum
tilfellum hafa brotin upplýzt í sambandi við
ógætilegan akstur, óhöpp, árekstra og minni og
stærri slys, sjáum vér fyrst hve mikil alvara er hér
á ferðinni. Það hefur verið sagt, að sjálfur dauð-
iim sæti við stýrið hjá þeim ökumanni, sem ekur
bifreið undir áhrifum víns, og er það ekki ofmælt,
enda mörg dæmi á reiðum höndum, ef þess þyrfti
með, og rúm blaðsins leyfði.
Þó mun ég aðeins skýra frá einu bifreiðaslysi,
af mörgum, þar sem ölvun annars ökumannsins er
tvímælalaust um að kenna. Slys þetta varð ný-
lega, eða seint í mars s. 1., og sýnir ljóslega hættu
þá, sem umferðinni stafar af ölvuðum ökumönnum.
Slys þetta átti sér stað í Ártúnsbrekku. Vörubif-
reið með farþegaskýli var ekið niður brekkuna. Var
þá annarri bifreið ekið á eftir henni og fram hjá
henni á miklum hraða. Um leið og bifreiðin fór
fram hjá, rakst hún utan í hina bifreiðina og setti
hana út af veginum, gem þarna er allhár. I far-
þegaskýli bifreiðarinnar voru átta verkamenn að
koma frá vinnu sinni og meiddust þeir allir, sumir
mjög alvarlega, og óhætt er að telja það sérstaka
mildi, að enginn þeirra skyldi missa lífið.
Enn er margt ótalið af herverkum Bakkusar
konungs og liðsmanna hans, en segja má það sama
um hann og aðra herkonunga, að þar sem þeir fara
yfir með liði sínu, verður eftir eymd og örbirgð,
sorgir og tár.
Hvað lengi eigum vér Islendingar að liorfa upp á
hernað Bakkusar konungs? Daglega blasir eyðilegg-
ingin við sjónum vorum. Vér sjáum æskumenn vora
gefast upp í hópum fyrir hersveitum Bakkusar
og vera tekna til fanga, og vér vitum um leið, að
margir þeirra eiga ekki afturkvæmt, því sá kon.
ungur lætur ekki fanga lausa ótilneyddur, frekar
en aðrir herkonungar. Vér sjáum hann sundra heim-
ilum vorum og taka eignir vorar hernámi, en vér
fáumst ekki um. Bakkus konungur þekkir listir
hernaðarfræðinnar til hlýtar, og því gefur hann oss
lítinn deil af herfanginu, og vér erum ánægðir með
vort hlutskipti. Féð rennur í ríkissjóðinn og þaðan
er því aftur ráðstafað til vísinda, lista, verklegra
framkvæmda og ótalmargs annars!
Er ekki kominn tími til að spyrna við fótum?
Höfum vér ekki nógu lengi flotið sofandi að feigð-
arósi? Er ekki kominil tími til að stöðva undan-
haldið og snúa vörn í sókn? Jú, vissulega. Þér
konur! Yður ber að hafa forystuna.
töflm -
TAFLA
yfir tölu áfengismála, sem komið ! liafa fyrir dómara í Reykjavík árin 1936—45.
Ölvun & ölvun með meiru 1936 1937 1838 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945
604 753 706 881 1670 2339 2001 2067 2115 2369
ölvun við bifreiðaakstur 34 46 39 32 22 41 60 91 92 69
Afengissala og bruggun 19 22 18 15 20 20 36 30 29 3
Áfengissmygl 5 11 3 16 20 39 67 38 14 7
Önnur áfengislagabrot 14 10 19 17 10 22 33 36 27 51
(Ölvun við akstur hefir komið nokkuð oftar fyrir, en hér er frá skýrt, og þá talið með hegningarlaga-
brotum).
Heimild: Arbók Reykjavíkurbæjar og sakadómarinn í Reylcjavik.
TAFLA
yfir tölu fanga í fangageymslu lögreglunnar í Rvík.
1941 24.—30. nóv. 44
L—31. des. 215
1942 2142
1943 2308
1944 2489
1945 2763
1946 Jan. —apríl incl. 1278
Heimild: Lögreglustjórinn í Reykjavík.
Fangageyröslan var opnuð í febrúar 1941, en
skýrslugerð liófst ekki fyrr en í nóvembermánuði.
Upp á síðkastið liefir húsnæði þetta reynst allt
of lítið.
TAFLA
mn fanga, er settir voru í Hegningarhúsið í Reykja-
vík fyrir ýmis konar afbrot árin 1910—1940.
Árið Tala Einn af svo mörgum landsm.
1910 53 1.600
1911 69 1.240
1912 28 3.070
1913 102 850
1914 26 3.380
1915 39 2.280
1916 12 7.480
1917 20 4.560
1918 38 2.410
1919 39 2.380
1920 61 1.540
1921 81 1.170
1922 99 970
1923 164 590
1924 149 660
1925 96 1.040
1926 150 670
1927 119 • 860
1928 100 1.040
1929 231 460
1930 602 180
1931 481 220
1932 639 170
1933 680 160
1934 709 160
1935 878 130
1936 920 120
1937 969 120
1938 982 120
1939 1044 110
1940 1511 80
Tölur þessar eru léðar úr grein, er Jón Sigtryggs-
son, fangavörður, ritaði í Tímann árið 1941. Um
þær farast fangaverðinum þannig orð:
„Taflan er harla fróðleg, en einkum þeim, er
trúa því að það húsrúm og sá vinnukraftur, sem
nægði þessari stofnun fyrir aldamót og tvo íyrstu
áratugi þessarar aldar, hljóti að nægja henni eine
vel þessi síðustu ár.
Taflan sýnir greinilega hverja vínöldu, sem geng-
ið hefir yfir landið á þessum tíma, líkt og lesa
má aldur trjáa í árshringum þeirra. Talan er lægst
1916 og 1917, þegar bannið nýtur sín til fulls.
Hækkar svo hratt og stöðugt eftir að læknar fá
leyfi til að gefa út áfengislyfseðla í nóvember 1917.
1 skjóli þessara lyfseðla þreifst vínsmygl dável
og árin 1920 til 1922 eru innsetningar orðnar við-
líka margar og árin fyrir aðflutningsbannið á áfeng-
inu. Árið 1923 hefst innflutningur Spánarvína (létt
vín). Þá eykst drykkjuskapur ákaflega mikið, og
ungar stúlkur læra allmargar á næstu árum að
drekka vín. Eftir fá ár er orðinn svo mikill drykkju-
skapur og margs konar slark í Reykjavík og grennd,
að nauðsynlegt er að auka lögreglulið bæjarins. Er
það aukið mikið 1930 (í ársbyrjun) og síðan öðru
hvoru, með stuttu millibili. Mun tala lögregluliðs
| Reykjavíkur liafa verið fimmfölduð á síðasta ára-
tug. Á sama tíma hefir tala bæjarbúa aukist um
tæpan þriðjung. Árið 1935 hækkar tala innsetn-
inga mjög. Frá 1. febrúar þ. á. er leyfður innflutn-
ingur sterkra vína í landið. Verða hlutföllin þau,
að þetta ár eru settir inn 73 menn á móti hverjum
einum 1916. Síðan liefir verið hóflaus drykkju-
skapur hér á landi, en einkum í höfuðstaðnum og
nágrenni hans. Síðastliðið ár eru innsetningar í
Hegningarhúsið fleiri hundruð en einstaklingarnir
1916. Þó eru þeir ekki taldir með, sem fluttir voru
sökum ölvunar í kjallarageymslu lögr.stöðv., en þeir
voru margir. Var fyrst farið að nota hana sumarið
1940. — Fyrstu 30 ár aldarinnar eru fangelsanir
95 á ári að meðaltali. En síðasta áratuginn eru þær
881 á ári að meðaltali. Er það rúmlega nífalt. —
Þess má geta, að enginn setuliðsmaður hefir verið
settur í fangelsi í Hegningarhúsinu“.
TAFLA
yfir fanga er settir liafa verið í Hegningarhúsið í
Reykjavík fyrir ýmiskonar afbrot árin 1941—1945.
Árið Tala Af hverjum þúsund íbúnœ
1941 528 13.3
1942 525 12.8
1943 715 16.7
1944 568 12.8
Aths.: Þrjá síðustu mánuði ársins 1944 fór frai