Fjarðarfréttir - 12.09.2024, Síða 4
4 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2024
Hafnarfjarðarkirkja
í hjarta bæjarins
Nánari upplýsingar: www.hafnarfjardarkirkja.is
Barnakór og unglingakór
Barnakór (1.-5. bekkur) æfir á
fimmtudögum kl. 17:00 í
safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.
Unglingakór (6.-10. bekkur) æfir á
fimmtudögum kl. 17:45 í
safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.
Kórstjórar: Brynhildur
Auðbjargardóttir
(baudbjargardottir@gmail.com) og
Helga Sigríður Kolbeins.
Ungmennakórinn Bergmál
Fyrir 16-30 ára ungmenni. Bergmál
æfir á mánudögum kl. 17:30 í
safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.
Kórstjóri: Kári Þormar
(kari@hafnarfjardarkirkja.is).
Sunnudagaskóli Hafnarfjarðarkirkju
Í sunnudagskólanum ræður gleði,
undrun og leikur ríkjum. Verið
velkomin í fjölbreytt og vandað
starf á sunnudögum kl. 11:00.
Fermingarfræðsla
Enn er hægt að skrá sig í öflugt og
skemmtilegt fermingarstarf vetrarins.
Búninga- og leikjasamkoman Heim-
ar og Himingeimar var haldin 30. ágúst
til 1. september og stóð Bókasafn
Hafnarfjarðar að samkomunni og bjóst
við um þúsund gestum.
„Þetta var klikkað,“ segir Unnur
Helga Möller, verkefnastjóri viðburða
hjá Bókasafni Hafnarfjarðar. „Allir svo
rosalega glaðir. Það gekk svo gífurlega
vel. Bókasafnið var pakkað frá opnun
til lokunar.“
Þeir sem heimsóttu Bókasafnið þessa
daga vissu sennilega fæstir við hverju
var að búast. Undrunin og aðdáunin var
því mikil þegar fólk sá hvað var búið að
gera til að búa til ævintýragheim í
safninu. Tónlistarsafnið var t.d. orðið
að stjórnstöð í Star Wars geimskipi þar
sem Svarthöfði og hans menn voru á
vappi. Alls staðar var fólk í búningum
og starfsfólkið gaf ekkert eftir.
Og ef einhver segir að þetta sé bara
fyrir nörda þá eru þeir ansi margir því
yfir 4.000 manns heimsóttu viðburðinn.
Margt var að sjá og hægt að taka þátt
í smiðjum, búa til Larp-sverð og
búninga og keppt var um þá bestu í
Cosplay-búningakeppni. Markmiðið
var að kynna frábæran heim ólíkra
búningasamfélaga. Unnur segir stóra
hópa eigi sér annað líf í búningunum
enda stígi þeir úr raunveruleikanum inn
í veruleika sem sé mótaður úr
hugmyndaheimi þeirra.
Unnur Helga segir hátíð sem þessa
mikilvæga. „Hún hefur opnað augu
margra fyrir því hvað búningaleikir eru
stórt áhugamál. Allir geta fundið
eitthvað við sitt hæfi innan búninga-
samfélagsins. Þar finnst gleði sem allir
geta notið. Allir geta leikið sér og verið
með,“ segir hún og þakkar hópunum
sem stóðu að hátíðinni fyrir óeigingjarnt
starf.
„Hamingjan og samtakamátturinn
var svo mikill. Þau mættu og létu þetta
gerast. Það var best við hátíðina.“
Ótrúleg umbylting á bókasafninu
Fjögur þúsund manns mættu á „Heima og himingeima“ í Bókasafni Hafnarfjarðar
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
H
fa
nr
fja
rð
ar
bæ
r