Fjarðarfréttir - 12.09.2024, Page 15
www.fjardarfrettir.is 15FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2024
Styrkurinn er ætlaður til að auðvelda fötluðu fólki að verða sér úti um
þekkingu og reynslu til þess að auka möguleika þess til að vera virkir
þátttakendur í samfélaginu.
Styrkir til fatlaðs fólks
Nánar á hafnarfjordur.isOpið fyrir umsóknir til og með 22. september
Vegna náms og tækjakaupa
Fanný Lísa Hevesi var gestur móður
sinnar, Antoníu Hevesi, píanóleikara og
listræns stjórnanda á vel sóttum
hádegistónleikum Hafnarborgar í
síðustu viku.
Fanný Lísa, sem er uppalin í
Hafnarfirði, er nýútskrifuð úr Per-
formance Preparation Academy í
Bretlandi með BA-gráðu í söngleik.
Hún hóf tónlistarnám sitt í Tónlistar-
skóla Hafnarfjarðar en lærði svo söng í
Söngskóla Sigurðar Demetz. Hún
útskrifaðist með framhaldspróf í
klassískum söng með Sigrúnu Hjálm-
týsdóttur sem kennara en fyrir það
lærði hún söngleikjasöng hjá Valgerði
Guðnadóttur og Þór Breiðfjörð. Hún
hefur tekið þátt í fjölmörgum verkum
og var meðlimur í barnakór Íslensku
óperunnar þar sem móðir hennar var
æfingapíanisti í langan tíma.
Þær mæðgur fluttu óperuleg söng-
leikjalög og ýmiss konar óperuskotið
og óperutengt efni. Yfirskrift tón-
leikanna var „Mitt á milli – á gráu
svæði“.
Fanný Lísa heillaði tónleikagesti með
hressilegri framkomu og tærum söng
og sem dæmi um ánægju gesta þá mátti
sjá óperusöngkonuna Elínu Ósk
Óskarsdóttur standa upp og klappa vel
og lengi eftir eitt lagið.
Eigum við örugglega eftir að heyra
meira frá þessari efnilegu söngkonu.
Fanný Lísa heillaði tónleikagesti Hafnarborgar
Sviðsframkoma Fannýjar Lísu var glæsileg og hressileg.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n