Fjarðarfréttir - 12.09.2024, Page 6

Fjarðarfréttir - 12.09.2024, Page 6
6 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2024 Nánar á: Ung menna þing Hvernig eiga ungmennahúsin okkar að vera? Ertu 16-24 ára og vilt hafa áhrif? Ungmennaþing verður haldið í Flensborg þriðjudaginn 24. september klukkan 17. Mættu og settu mark þitt á málið. Það skiptir máli. hfj.is/ungmennaþing Reykjavíkurborg, Reykjanesbær, Vogar, Seltjarnarnesbær og Kópavogur hafa gengið úr Reykjanesfólkvangi. Fráfarandi stjórn bókaði um málið og bæjarráð Hafnarfjarðar tók undir bókunina. Þar kemur m.a. fram að frá stofnun Reykjanesfólkvangs árið 1975 hafi skort samvinnusamning eða samþykkt sem veiti stjórn fólkvangsins skýrt umboð til að taka ákvarðanir og móta tillögur. Þá skorti stefnumörkun fyrir fólkvanginn og skýra ferla á milli eigenda, stjórnar og framkvæmdaaðila á svæðinu um m.a. verkefni fólkvangs- ins, samráð og ákvarðanir. Umhverfis- stofnun hefur ekki lokið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir fólkvanginn sem þeim ber að gera fyrir friðlýst svæði samkvæmt lögum, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. Að auki er rekstur fólkvangsins óljós vegna þeirra breytinga sem fyrir liggja á stjórninni. Leggur fráfarandi stjórn til að farið verði í heildrænt samtal og samráð um stefnumótun í náttúruvernd í Reykjanes- fólkvangi, m.a. í ljósi þeirra jarð- hræringa sem hafa geisað á svæðinu og nýtilkominnar markaðsstofu höfuð- borgarsvæðisins. „Mikilvægt er að rýna vel hverskonar fyrirkomulag sé best til þess fallið að vinna að þeim markmiðum sem stefnumótunin leiðir af sér. Einkum með hvaða hætti hlutverkum, aðgerðum og fjármögnun verði skýrt skipt á milli m.a. ríkis, sveitarfélaga og viðeigandi hagaðila. Ástæða væri til að líta til útivistarsvæða á öllu Reykjanesinu og höfuðborgarsvæðinu, auk núverandi fólkvanga og jarðvanga bæði innan og í næsta nágrenni við Reykjanesfólk- vang. Því tengt hvetur fráfarandi stjórn til þess að skoðuð verði gaumgæfilega tækifæri sem felast í því að sameina samliggjandi friðlýst svæði með ótal náttúruperlum á Reykjanesinu og höfuðborgarsvæðinu. Stuttmyndin TÓI var frumsýnd í síðustu viku en hún er um 12 ára stúlku, Árúnu og viðburðaríka sumarið hennar þegar hún kynnist tröllinu Tóa. Árún og Tói lenda í ýmsum ævintýrum og kynn ast þar á meðal huldukonu á ferðum sínum. Höfundarnir eru Hafnfirðingurinn Reyn ir Snær Skarphéðinsson, ungur kvik myndagerðarmaður sem er leikstjóri og framleiðandi á stuttmyndinni. Hann lauk nýlega námi sínu úr Borgarholtsskóla af kvikmynda gerðar braut þar sem að hann leikstýrði stuttmyndinni „Blóð- hefnd“ sem byggði á 17. aldar víkinga- sögunni Amlóða-sögu. Frá og með haustinu mun Reynir stunda nám í Kvik- myndafræði við Háskóla Íslands. Hinn höfundurinn er suður-kóreski Kópavogsbúinn, Jun Gunnar Lee Egils- son, nemi í kvikmyndagerð við Lista- háskóla Íslands sem er leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi á stuttmyndinni. Hann lauk námi úr Borgarholtsskóla árið 2022, og hefur síðan þá leikstýrt fjölda stuttmynda. Skapandi sumarstörf voru endurvakin sumarið 2021 í samstarfi við ungmenna- húsið Hamarinn, en Skapandi sumarstörf hafði verið starfrækt sumarið 2017 fyrir hópa og einstaklinga á aldrinum 18-25 ára. Valdir hópar fengu tækifæri til að starfa við ýmis skapandi verkefni á ýmsum sviðum lista sem einnig myndu lífga upp á mannlífið í bænum. Var starfsemin rekin af Vinnuskóla Hafnar- fjarðar og er Klara Ósk Elíasdóttir verkefnastýra Skapandi sumarstarfa. Nánar á fjardarfrettir.is Aðeins Hafnarfjörður, Garðabær og Grindavík standa nú að Reykjanesfólkvangi Fv. stjórn vill sameina friðlýst svæði á Reykjanesi Tói – afrakstur Skapandi sumarstarfa Ný stuttmynd eftir tvo unga höfunda Jun Gunnar og Reynir Snær. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.