Fjarðarfréttir - 12.09.2024, Page 12

Fjarðarfréttir - 12.09.2024, Page 12
12 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2024 Silja Úlfars heiti ég og er þjálfari 8.-10. bekkinga í frjálsum hjá FH. Ég veit að brottfall verður oft á unglings árunum úr íþróttum en ég held að það megi oft koma í veg fyrir það með smá fjölbreytni. Mig lang ar þess vegna til að hvetja þau sem eru að íhuga að hætta í sínum íþróttum að koma og prófa frjálsar, kannski ert þú næsta fram tíðar efni í kast grein um, stökk grein um eða hlaup um? Sjálf æfði ég handbolta og fótbolta á mínum yngri árum en ég fann að minn styrkleiki var hvað ég var fljót að hlaupa. Ég vann óvænt keppni í skólanum í unglingadeild og byrjaði þá að æfa og keppa í frjálsum, ég var sprett- hlaupari á sumrin og í handbolta á vet- urna. Fljótlega var ég komin í unglinga - landsliðið. 16 ára þegar ég byrjaði í Verzló ákvað ég að einbeita mér að frjálsum, ég fór í kjölfarið í háskóla í Bandaríkjunum og í kaupbæti fékk ég að ferðast út um allan heim. Það er nefnilega snilldin við frjálsar íþróttir: að þú getur komið inn seinna og oft er það eiginlega bara betra, hér eru fleiri dæmi: • Þórey Edda Elísdóttir stanga rstökkvari og ein besta íþróttakonan okkar fór þrisv ar á Ólympíuleika hún byrjaði í frjálsum íþróttum 19 ára. • Daníel Ingi Egilsson á Íslands metið í langstökki og þrístökki, hann æfði frjálsar þegar hann var yngri en byrj aði svo aftur 21 árs. • Hilmar Örn Jónsson sleggju kastari byrjaði að ein beita sér að köstum 15 ára og sleggjukasti 17 ára. Hann hefur keppt á Heimsmeistara mótinu og Evrópu- meistara mótinu marg sinnis síðustu ár. Ég vil því hvetja ykkur kæru ungl ingar til að hverfa ekki úr íþróttastarfi þótt þið séuð að hætta í boltaíþróttunum sem þið hafið „alltaf“ verið í. Hvað ef þú átt helling inni? Kannski var það bara upphitun fyrir þinn íþróttaferil, það eru svo margar og fjölbreyttar íþrótta greinar í boði. Í unglingaflokkum í frjálsum þá erum við byrjuð að einbeita okkur að áhuga- sviðinu okkar, hvað viltu prófa, hlaup, köst, stökk? Einnig er svo margt annað í boði og aldrei of seint að prófa og kynnast einhverju nýju. Æfingatímar hjá 8.-10. bekkingum í frjálsum eru mánudaga, þriðjudaga, fimmtu daga og föstudaga kl. 16:30 - 18 í frjálsíþróttahúsinu í Kaplakrika. Hvet ykkur til að koma og prufa ég tek vel á móti ykkur og hjálpa ykkur að finna ykkar næsta skref í þínum íþrótta ferli. Silja Úlfarsdóttir siljaulfarsdottir@gmail.com Silja Úlfarsdóttir Ekki hætta í íþróttum, prófaðu bara aðrar! utforin.isSólarhringsþjónusta Sverrir Einarsson Útfararstjóri S: 896 8242 Jón G. Bjarnason Útfararstjóri S: 793 4455 Jóhanna Eiríksdóttir Umsjón útfara Guðmundur Örn Jóhannsson Framkvændastjóri Umsjón útfara S: 862 0537 ALÚÐ VIRÐING TRAUST REYNSLA S: 581 3300 eða utforin@utforin.is Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað UTFARARSTOFA.IS | FJARÐARGÖTU 13-15 | 220 HAFNARFIRÐI Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Haustið er tíminn til að tengjast. Þetta er tíminn þar sem við hittum félagana eftir langt sumarfrí og tökum upp þráðinn þar sem frá var horfið. Það er einmitt svo mikilvægt að vera í sambandi við hvert annað og halda góðum tengslum. Já, plögga sig aftur í samband. Þátttaka í skipulögðu tóm- stunda- og íþróttastarfi er verndandi þáttur í lífi barna og ungmenna. Það á við um íþróttastarf, félagsstarf í æskulýðsfélögum, tónlistarnám eða þátttöku í starfi félagsmiðstöðva. Mig langar að minna á valkostinn að njóta frítímans í skipulögðu félags- miðstöðvastarfi. Við erum svo heppinn að við höfum félagsmiðstöðvar í okkar nærsamfélagi! Hlutverk þeirra er að bjóða börnum og unglingum á aldrinum 10-16 ára upp á frístundastarf sem hefur forvarnar-, uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Í starfi félagsmiðstöðva leggur starfsfólk ríka áherslu á að skapa einstaka menningu og öruggt umhverfi með börnum og ungmennum. Þátttaka í skipulögðu starfi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa með fagfólki hefur mikilvægt forvarnargildi og eykur líkur á því að ungt fólk kjósi heilbrigðan lífsstíl og forðist áhættuhegðun. Þar er boðið upp á afþreyingaraðstöðu og samveru jafnaldra í bland við viðburði, stóra sem smáa. Áhersla er lögð á að virkja börn og ungmenni til þátttöku í starfinu og er dagskrá fjölbreytt og unnin með ungmennum. Félagsmiðstöðvar sinna einnig vettvangsstarfi bæði í sínu nærumhverfi og svo sameiginlega í starfi Götuvitans sem er flakkandi félagsmiðstöð. Götuvitinn sinnir vettvangsstarfi eftir lögbundinn útivistartíma í samstarfi við foreldrafélög en er einnig kominn í samstarf við önnur sveitarfélög á stórhöfuðborgarsvæðinu. Öll eru velkomin í félagsmiðstöðina og hvet ég aðstandendur til að kanna dagskrána í félagsmiðstöðinni með barninu, kíkja með þeim þangað eða hvetja þau til nýta sér hana til að hittast og hangsa. Félagsmiðstöðvar eru opnar í öllum skólum mánudaga, miðvikudaga og föstu daga seinni part dags og fram á kvöld, einnig er HHH hinsegin félags- miðstöðin opin á fimmtudögum og Músík og mótor alla virka daga 17-22. Frekar upplýsingar um félags- miðstöðvar í Hafnarfirði er að finna á vef Hafnarfjarðarbæjar. Höfundur er fagstjóri forvarna- og frístundastarfs hjá Hafnarfjarðarbæ. Stella B. Kristinsdóttir Hittumst og höngsum í félagsmiðstöðvunum

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.