Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.09.2002, Blaðsíða 5

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.09.2002, Blaðsíða 5
Alþjóða heilbrigöisstofnunin vill útrýma malaríu Áriö 1955 byrjaði Alþjóða heilbrigðisstofnunin á sínu fyrsta stórverkefni - að út- rýma malaríu. Ætlunin var að fækka flugum stórlega og stytta líftíma þeirra þannig að sníkillinn næði ekki að þroskast nægilega inní þeim. Þeir sem væru veikir myndu ýmist ná sér eða deyja og að lokum yrði sníkl- inum útrýmt úr mönnum. Verksmiðjur í þriðjaheims- löndum sem framleiddu DDT fengu styrki og fram- leiðsla jókst. Sex árum síðar náði verkefnið hámarki og þá hafði tekist að draga mjög verulega úr malaríu í 37 löndum og útrýma henni alveg á eyjum og einangruð- um svæðum eins og Sardin- íu, Tævan og Jamæka. inu, landbúnaði og efnahagskerfi. Átak Afríkuþjóða vill |)ví miða að því að virkja banka, hjálparstofnanir og aðra sem veita fé til þróunarverkefna til þess að taka malaríuvarnir með í reikninginn. Spyija þarf að því hvort fólk á svæðinu þurfi flugnanet. Spyrja þarf bændur sem sækjast eftir láni hvemig þeir hyggist takast á við skor- dýravanda og hvort þeir hafi velt fyrir sér hvort flugum fjölgi t.d. með nýrri áveitu. Vandinn er stærri en svo að heilbrigðisyfirvöld geti ein ráðið við hann. DDT hefur runnið sitt skeið. Það sýnir sig að það dugar ekki að eitra. Og því skyldu menn verjast sjúkdómi með því að eitra umhverfi sitt, vatn og sjálfa sig? AMÞÓ Þýtt og endursagt úr grein Anne Platt McGinn vísindamanns hjá World Watch Institute. World Watch maí/júní 2002 22 MILUÓNIR MANNA HAFA DAIÐ ÚR ALNÆMI HÚN SKILUR EKKI AÐ TVÖ ÞEIRRA SKULI VERA PABBI HENNAR OG MAMMA Lokahnykkur í söfnun gegn alnæmi fyrir flugnanetum sé dreift á heilsu- gæslustöðvum og í apótekum. Ekki bara heilsufarsvandi Malaría skapar margþættan vanda, hún er hættuleg heilsunni, umhverf- Með þessu tölublaði af Mörgu smáu fýlgir gíróseðill. Það er aukaseðill og auðvitað alveg frjálst að greiða hann eða ekki. Við vitum að þú sem færð blaðið ert að öllum líkindum þegar styrktarmaður. En á seðlinum kemur fram að því miður safnaðist ekki nóg í páskasöfnun Hjálparstarfsins gegn al- næmi, til þess að hægt væri að styðja Aukaverkanir koma í Ijós Um það bil sem árangur var að nást í átaki Alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar birti Rachel Carson grein um skaðsemi skor- dýraeiturs, þ.m.t. DDT, fyrir lífríkið. Þar kom fram að skordýra- eitur safnaðist fyrir í fituvefjum dýra. Dýr - og menn, sem eru ofarlega í fæðukeðjunni gátu því safnað í sig eitri í miklu magni. Menn höfðu ekki miklar áhyggjur af þessu vitandi hvað var í húfi ef hætt yrði að nota DDT. En að flugurnar urðu ónæmar fyrir eitrinu á fjórum til sjö árum vakti ugg. Það tók þriggja ára DDT- notkun að draga svo úr smiti að sníkillinn hyrfi úr fólki á afmörk- uðum svæðum sem var ekki nógur tími til að hreinsa stór svæði þar sem mikið var af flugum og fólki. Vegna ónæmis var barátta þar því vonlítil. Átaki Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar var hætt árið 1969. Árangurinn var þó stórfelldur. Milljónum manna var bjargað og mörg svæði losnuðu alveg við pláguna. En DDT hafði öðlaðist sess sem fyrsta og áhrifaríkasta ráðið gegn malaríu með þekktum aukaverkunum. þau tvö verkefni sem við höfðum augastað á, forvarnarverkefni hér heima og hjálp við munaðarlaus börn í Uganda. Við létum forvarnir hér heima hafa forgang en þykir blóðugt að geta ekkert gert fyrir börnin í Ug- anda. Því leitum við til þín sem ert áskrifandi og þekkir hvernig við störf- um, um aukaframlag. Það væri vel þeg- ið en fullur skilningur á því ef þinn kvóti er uppurinn! Þeim sem ekki eru með seðil en vildu leggja þessu lið er bent á reikning 1150 26 9800 I SPRON Skólavörðustíg.

x

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar
https://timarit.is/publication/1939

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.