Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.09.2002, Side 16

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.09.2002, Side 16
19 þrælabörn leyst úr ánauð 80 skólabörn bíða stuðnings. Ert þú aflögufær? Skólaganga er vísasta leiðin til að útrýma barnaþrælkun 450 manns fylgdust ineð því við hátíð- lega athöfn þegar SAM leysti 19 þræla- börn úr ánauð og skráði þau í skóla þarm I. júlí. Athöfnin er liður í þrælabarna- verkefni SAM sem Hjálparstarf kirkjunn- ar íjármagnar. Þar sem tekist hefur að stöðva barnaþrælkun hefur það verið gert með skólagöngu i raun. Þess vegna styð- ur Hjálparstarfið fjölda barna til náms og nú bíða 80 skólabörn þess að styrktarað- ilar á Islandi gefi sig fram. Hringdu strax, það kostar enn minna en þú heldur! Þrælabörnin sem leyst voru, voru búin undir skólagöngu í kvöldskóla SAM, og foreldrar gerðir ábyrgir fyrir framtíð þeirra utan vefstofanna. Mikil vinna felst í áróðri gegn þrælkuninni jafnt í foreldra- hópnum, meðal almennings, við vinnu- veitendur og gagnvart yfirvöldum. Við- staddir athöfnina voru fulltrúar yfirvalda í menntamálum sem lofuðu stuðningi við verkefnið, og 150 böm úr kvöldskólum SAM sem sjá fram á að losna sjálf ein- hvern daginn. Að sjá og snerta tölvu Þrælabörnin í kvöldskóla SAM höfðu mikið heyrt talað um tölvur og vildu fá að sjá þær. SAM skipulagði tölvukynningu í tölvuveri sem ætlað er unglingum í námi hjá samtökunum. Þar sagði kennarinn frá því hvað hægt er að gera með tölvum. Börnin urðu stóreygðari við hvert orð og vildu fá að snerta tölvurnar. Það fengu þau og fengu að prófa nokkra tölvuleiki. Starfsmenn voru hálf hrærðir yfir undrun og áhuga barnanna. Er ædunin að nota þetta til þess að vekja áhuga fleiri barna á námi og láta þau þrýsta á foreldra sína um að fá að fara í skóla. Lögfræðiaðstoð og Ijármála- fræðsla Liður í þrælabarnaverkefninu er að styðja foreldra í baráttunni fyrir réttind- um sínum og auknum tekjum. SAM hefur komið því í kring að foreldrar fái að hitta lögmenn og dómara og fái aðstoð þeirra við að leysa börn sín úr ánauð. Tilgangur SAM með þessu er ekki síður að vekja at- hygli fjölmiðla á málefnum þrælabarna. Þá fékk SAM til sín bankastarfsmann sem útskýrði fyrir sjálfshjálparhópi foreldra hvernig halda ætti utan um fjármál heim- ilisins. Muthulaksmi er 10 ára görnul og hefur unnið við vefnað í 6 mánuði. Móðir hennar tók tæplega 4.000 kr. til þess að halda minningarathöfn um lát- inn eiginmann sinn. Muthulaksmi varð trygging fyrir láninu með 12 tíma vinnu á dag við vefstól- inn. Hún var tekin úr skóla þar sem hún var efst í sínum bekk. Starfsfólk SAM hitti móðurina marg- sinnis áður en hún sannfærðis um að leyfa stelp- unni að fara aftur í skólann. Móðirin fékk fjár- hagsaðstoð til að greiða skuldina og leiðbeiningar um hvemig hún gæti aukið tekjur sínar og haldið börnunum frá þrælkun. Satish er 12 ára og hefur unnið við vefnað í fjögur ár. Pabbi hans þurfti að taka um 12.000 kr. lán til þess að greiða fyrir læknis- meðferð konu sinn- ar eftir mislukkaða aðgerð. Satish afl- aði um 600 kr. á mánuði fyrir 12 tíma vinnudag, 7 daga vikunnar. Með aðstoð frá SAM er hann nú kominn aftur í skóla og gengur í 5. bekk. I help.is Kannika er 11 ára og hefur unnið við vefnað í 6 mánuði. Foreldrar hennar höfðu ekki tekið lán en létu hana sakir fátæktar vinna 12 tíma á dag til að auka tekjur heimilisins. Starfsfólk SAM þurfti að leggja hart að foreldrunum og verja miklum tíma í að útskýra gildi menntunar áður en þeir létu til leiðast að leyfa dótturinni að fara í skóla. Hún er nú í 2. bekk. Foreldrar Kanniku er alls ekki eins- dæmi. Segja má að engir foreldrar þessara fátæku barna þekki til skólastarfs en vegna þrælabama- verkefnisins eru fleiri og fleiri að átta sig á hverju menntun getur breytt.

x

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar
https://timarit.is/publication/1939

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.