Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.09.2002, Blaðsíða 4
Malaría meðal skæðustu sjúkdóma
Mannfólk víða um hcim býr við
hættuna al' moskitóbitiim í millj-
arðavís. \l þcim veikjast 3-500
milljónir manna á hvcrju ári og
1 -3 milljónir manna deyja.
Þar eru konur og börn í meirihluta.
Þessi fjöldi er ekki fjarri þeim sem
deyr af völdum alnæmis en malaría
hefur ekki fengið sömu almennu at-
hygli. Um 40% jarðarbúa búa á malar-
íusvæðum og eru þess vegna i sífelldri
hættu. Samt er ekki varið nema 150
milljónum dollara til malaríurann-
sókna í heiminum, aðeins 5% af þvi
sem bara Bandaríkin hyggjast verja til
alnæmirannsókna árið 2003. Höfund-
ur greinar um þetta efni i júníhefti
tímaritsins World Wateh segir þetta ill-
skiljanlegt í ljósi þess hve malaria
breiðist hratt út. Fluga sem ber sýkil-
inn getur smitað eitt hundrað manns.
Til samanburðar er manneskja með
mislinga talin smita 12-14 aðrar að
meðaltali og hver alnæmisjúklingur
rúmlega eina aðra manneskju.
DDT og ónæmir sniklar
Malaríu hefur verið útrýmt af stór-
um svæðum en annarsstaðar hefur
hún breiðst út. Malaría var áður sveita-
sjúkdómur en fólksflutningur úr sveit
í borg, með tilheyrandi fátækrahverf-
um, opnum ræsum og óþrifnaði, hefur
skapað nýjan vettvang. I áratugi hefur
DDT skordýraeitrið verið notað í bar-
áttunni gegn malaríu enda hefur hún
miðast við að drepa flugurnar sem
bera sníklana. En með alþjóðasamn-
ingi er nú hætt að framleiða og nota
DDT í flestum löndum hvort sem er
almennt í landbúnaði eða gegn malar-
íu. Það er þó enn mikið notað í 19
löndum, þ.a. 11 í Afríku og 31 þeirra
landa sem skrifuðu undir samning um
bann við því vilja i neyð geta notað
DDT gegn malaríu. Þrátt fyrir góðan
árangur hér áður, í að útrýma malaríu
með eitrinu, sýnir reynslan að þar sem
DDT er notað i annað sinn virkar eitr-
ið ekki á flugurnar nema í 7 mánuði á
móti 7 árum þar sem það er notað í
fyrsta sinn. Sníklarnir sem valda veik-
inni hafa myndað ónæmi fyrir eitrinu
og þeim rúma tug lyfjategunda sem til
er við malaríu.
Malaría íþyngir efnahag
Malaría er talin fýrirfmnast í 105
löndum. Hún er þó skæðust í Afríku
sunnan Sahara en þar verða 90% smit-
og dánartilfella í heiminum. 30% af
ungbarnadauða á svæðinu má rekja til
malaríu. Tansaníubúi er bitinn oftar á
einni nóttu en Vietnami eða Tælend-
ingur á heilu ári. Baráttan við malaríu
kostar Afrikuþjóðir 3 til 12 milljarða
dollara á ári. Samkvæmt hagfræðiút-
reikningum er talið að þjóðartekjur í
Afríku hefðu verið 35% hærri nú ef
tekist hefði með átaki Alþjóða heil-
brigðisstofnunarinnar sem íjallað er
um í ramrna á síðunni að útrýma
malaríu. Hún var þá reyndar svo skæð
í Afríku að Alþjóða heilbrigðisstofnun-
in taldi sig bara geta ráðið við átak í
örfáum löndum álfunnar. Arangur þar
var takmarkaður en DDT náði fótfestu
sem skordýraeitur. Það er líka víða not-
að til malaríuvarnar og þá með þvi að
sprauta því innandyra á húsveggi. Fyr-
ir vikið eru flugur mjög víða t.d. í Vest-
ur-Afriku orðnar ónæmar fyrir eitrinu.
Einföld net geta bjargað
Vegna ónæmis er farið að mæla
með því að nota flugnanet i stað eit-
urs. Flugurnar stinga mest á kvöldin
og nóttunni og netanotkun getur
dregið mjög úr bitum. Tilraun meðal
barna hefur sýnt að hægt er að draga
úr smiti um 25-40% með því að nota
net yfir rúmum. Netin ráðast ekki að
rótum vandans en geta breytt stór-
felldu vandamáli í viðráðanlegt við-
fangsefni fyrir heilsustofnanir þessara
landa. Því er óviðunandi að net skuli
vera illfáanleg í stórum hluta Mið- og
Suður Afríku og í 28 löndum eru þau
auk þess háð tollum og sköttum. 44
Afríkulönd undirrituðu samning árið
2000 þess efnis að afnema alla tolla og
skatta af flugnanetum. 13 hafa gert
það, í það minnsta lækkað þá. Frá und-
irritun samningsins um að aflétta
sköttum af flugnanetum hafa 2-5 millj-
ónir Afríkubúa dáið úr malaríu.
Að búa við malaríu, nýtt átak
Nýtt átak sem Afríkulönd og marg-
ar alþjóðastofnanir standa fyrir beinir
sjónum að forvörnum á heimilum og í
hverju sveitarfélagi fyrir sig. Það felst í
því að fella niður tolla af netum og
eitri sem borið er á þau og af malaríu-
lyfjum. Lönd sem ekki gera þetta hafa
veikari rök fyrir því að vilja halda
áfram að nota DDT. Kenna þarf fólki
nýjar aðferðir við húsagerð en margir
leirkofar eru alsettir holum og sprung-
um sem vatn safnast í og lirfur klekjast
í. Einnig mætti breiða út sérstakar
plöntutegundir sem hrekja moskítófl-
ugur burt. Hvatt er til þess að malaríu-
lyfjum og afsláttar- eða úttektarmiðum
Smitleiðir uppgötvaðar árið 1897
Orðið malaría er úr ítölsku og þýðir slæmt loft enda grasser-
aði flugan í mýrum og fúafenjum fyrri tíma.
Þegar Bandaríkjamenn grófu Panamaskurðinn var miklu fé
og fyrirhöfn varið í að þurrka upp votlendi og byrgja vatnsból
og bústaði með netum. Frakkar reyndu að grafa skurð í gegn-
um Panama áður en menn áttuðu sig á tengslum milli flugu
og smits og misstu milli 10.000 og 20.000 manns úr malaríu.
í seinni heimsstyrjöldinni var DDT notað til að losna við lýs en
síðar vöfðust heilu svæðin eiturmekki sem m.a. ruddi Banda-
mönnum braut um malaríusvæði Suður-Evrópu, Norður-Afr-
íku og Asíu.
Sá sem uppgötvaði smitleiðir malaríu 1897 fékk Nóbelsverð-
laun.