Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.11.2021, Qupperneq 2
Við jarðarbúar stöndum frammi fyrir risavöxnum
áskorunum: Hlýnun jarðar sem veldur náttúruhamförum
og skertum lífsgæðum; heimsfaraldri af völdum kórónu-
veirunnar sem ógnar lífi og heilsu fólks og hefur haft
gífurleg áhrif á efnahag samfélaga; stríðsátökum sem valda
fólki óbærilegri þjáningu og hafa áhrif langt út fyrir átaka-
svæðin; varhugaverðri þróun víða í heiminum þar sem
stjórnvöld sýna alræðistilburði og þrengja að borgaralegum
réttindum fólks; og loks hróplegri misskiptingu auðs og
lífsgæða innan – og milli samfélaga, sem veldur fátækt,
óréttlæti og togstreitu.
Það er auðvelt að láta sér fallast hendur. Hvað getum við
gert? Við erum bara fámenn þjóð á eyju úti á miðju
Atlandshafi. Höfum við ekki nóg með okkur? Við hér hjá
Hjálparstarfi kirkjunnar erum stundum spurð hvers vegna
við einbeitum okkur ekki af því að hjálpa fólki hér á Íslandi,
sumir spyrja jafnvel hvers vegna við einbeitum okkur ekki
að því að hjálpa bara Íslendingum hér á Íslandi.
Svarið er einfalt: Hjálparstarf kirkjunnar fer ekki í mann-
greinarálit þegar aðstoð er veitt. Aðstoðin byggir á mati
stofnunarinnar á því hvar þörfin sé mest, hún tekur mið af
þekkingu okkar á verkefnasvæðum og getu til starfa þar og
loks fjárráðum á hverjum tíma.
En aftur að spurningunni „Hvað getum við gert?“
Stjórnvöld ríkja heims bera að sjálfsögðu á því höfuðábyrgð
að finna lausnir sem duga í margslungnum veruleikanum.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Glasgow á
dögunum og COVAX-samstarfið um aðgengi fátækari ríkja
heims að bóluefni gegn Covid-19 eru dæmi um samstarf
þjóða í milli þó deila megi um árangur af því samstarfi.
Hjálparsamtök eru ekki opinberar stofnanir og hafa þess
vegna tækifæri til að nálgast flókin úrlausnarefni á annan
hátt en stjórnvöld. Hjálparstarf kirkjunnar vinnur þannig í
grasrótinni, með fólkinu sjálfu, milliliðalaust, og fær því
vitneskju um hvar skóinn kreppir hjá hverjum einstaklingi
fyrir sig.
Aðstoðin sem fólkið fær er efnisleg, til dæmis inneignarkort
í matvöruverslunum hér á Íslandi, en samhliða er veitt
félagsleg ráðgjöf og valdeflandi stuðningur sem gerir
fólkinu betur kleift að fást við þann veruleika sem það býr
við. Við erum svo lánsöm að hafa fengið skilaboð frá fólki
sem áður þáði aðstoð en nýtur þess nú að gefa til baka.
„Ég er svo þakklát fyrir aðstoðina sem ég fékk frá Hjálp-
arstarfi kirkjunnar þegar aðstæður sem við mæðginin
bjuggum við voru slæmar. Við fengum efnislegan stuðning
og sonur minn gat haldið áfram í námi. Í dag starfar hann
sem viðskiptafræðingur og við getum gefið til baka,“ eru ein
þessara skilaboða. Þau eru til marks um það hvernig örlítill
stuðningur getur gjörbreytt aðstæðum einstaklinga. Og
summa einstaklinganna er jú samfélagið.
Við höldum áfram öflugu hjálparstarfi með frábærum
stuðningi frá hjartahlýju fólki um land allt. Fyrir þann
stuðning erum við innilega þakklát!
Bjarni Gíslason,
framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar
MJÓR ER MIKILS VÍSIR
Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar
ÞÖKKUM
STUÐNINGINN
HÁTÍÐAR-
MESSA
Í UPPHAFI JÓLAFÖSTU
Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup
Íslands, prédikar. Séra Sigurður Árni
Þórðarson og séra Eiríkur Jóhannsson
prestar Hallgrímsprestakalls
þjóna fyrir altari.
Kór Hallgrímskirkju syngur. Stjórnandi
er Steinar Logi Helgason. Organisti er
Björn Steinar Sólbergsson.
Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar
hefst með formlegum hætti.
Framkvæmdastjóri: Bjarni Gíslason
Margt smátt …, 3. tölublað 2021, 33. árgangur
Ábyrgðarmaður: Kristín Ólafsdóttir
Myndir:
Forsíðumynd „Mjór er mikils vísir“ Þorkell Þorkelsson tók myndina
á verkefnasvæði Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu árið 2016
Aðrar myndir:
Hjálparstarf kirkjunnar og samstarfsaðilar.
Umbrot: Pipar\TBWA
Útvarpað frá
Hallgrímskirkju á Rás 1
fyrsta sunnudag í aðventu
28. nóvember, kl. 11
䈀欀栀愀氀搀猀︀樀渀甀猀琀愀
刀준吀吀匀䬀䤀䰀
2 – Margt smátt ...