Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.11.2021, Side 4
Starfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar eru
nú í óða önn að undirbúa sérstaka aðstoð við fólk sem býr
við fátækt svo það geti gert sér dagamun yfir hátíðirnar.
Fyrir síðustu jól fengu 1707 fjölskyldur um land allt
inneignarkort fyrir matvöru og fleira og við búumst við
svipuðum fjölda umsókna í ár.
Auk inneignarkorta fær fólk í brýnni þörf notaðan
sparifatnað og foreldrar fá m.a. aðstoð svo börnin fái jóla-
og skógjafir.
Aðstoðin er veitt í góðri samvinnu við Hjálpræðisherinn,
Rauða krossinn, Mæðrastyrksnefndir og kirkjusóknir vítt
um landið og með frábærum stuðningi frá einstaklingum,
félögum og fyrirtækjum.
JÓLAAÐSTOÐ HJÁLPARSTARFS KIRKJUNNAR
„Gott að hafa tilgang og
að hafa eitthvað að gera!“
Verkefnið Taupokar með tilgang er
fyrir konur úr hópi innflytjenda,
flóttafólks og hælisleitenda og aðrar
sem eru útsettar fyrir félagslegri ein-
angrun. Konurnar endurvinna efni
sem almenningur hefur gefið og læra
að sauma úr því fjölnota inn-
kaupatöskur, grænmetispoka, dúka,
skiptiteppi fyrir börn o.fl. Í lok
saumaskapar borða konurnar svo
hádegismat saman og kynnast betur
en þær koma víða að og hafa ólíkan
bakgrunn. Verkefnið stuðlar þannig
að aukinni virkni kvennanna og
félagsskap þeirra í milli um leið og
konurnar vinna að umhverfisvernd.
Verkefnið er unnið í samvinnu við
Hjálpræðisherinn og var upphaflega
einu sinni í viku en vegna mikillar
eftirspurnar og vegna samkomutak-
markana í heimsfaraldri var ákveðið
að skipta hópnum í tvennt.
Félagsráðgjafi Hjálparstarfsins hefur
haft umsjón með mánudagshópnum
en Hjálpræðisherinn í Reykjavík hefur
séð um samveruna á fimmtudögum. Í
heimsfaraldri hefur þurft að takmarka
fjölda þátttakenda við 20 konur í hvert
skipti og hafa því færri tekið þátt í
verkefninu en hafa viljað.
Rannveig Sigurðardóttir, Mjöll Þórarinsdóttir, Anna Barkardóttir, Dúfa S. Einarsdóttir, Bergþóra
Njálsdóttir, Sigrún Benedikts Jónsdóttir og Sólveig Árnadóttir hafa í mörg ár gefið vinnu sína við að
flokka, raða og hengja upp flíkur sem fólk hefur komið með til Hjálparstarfsins. Hjálparstarfið kann
þeim og öðrum sjálfboðaliðum bestu þakkir fyrir afar dýrmætt framlag og frábæran félagsskap!
Á gjafabréfasíðu
Hjálparstarfs
kirkjunnar er hægt
að styðja verkefnið
með því að kaupa
gjöf sem gefur.
Þau eru mörg skrefin í að fullgera jólapokana, fyrst
er að sníða, svo sauma, þá næst að þræða borða og
að lokum eru pokarnir straujaðir.
Þær voru kappsamar konurnar sem taka þátt í verkefninu „Taupokar með tilgang“ þar sem þær sátu við að
sauma jólapoka nú í nóvember. Konurnar í verkefninu eiga það sameiginlegt að hafa lítið tengslanet á Íslandi
og að vera utan vinnumarkaðar.
Umhverfisvænu jólapokarnir eru til sölu á skrifstofu
Hjálparstarfs kirkjunnar á neðri hæð Grensáskirkju,
Háaleitisbraut 66 í Reykjavík.
4 – Margt smátt ...