Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.11.2021, Síða 7
Í byrjun nóvember sl., sléttu ári eftir að
baráttan um yfirráð yfir Tigray-fylki hófst,
lýstu stjórnvöld í Eþíópíu yfir neyðarástandi
í landinu vegna átakanna. Her Tigray-
manna hafði þá náð landsvæðum utan Tigray
á sitt vald og notið við það aðstoðar m.a. frá
Frelsisher Oromo-fylkis.
Abiy Ahmed forsætisráðherra, sem fékk
friðarverðlaun Nobels árið 2019, hvatti í
framhaldinu alla vopnbæra íbúa landsins til
að verjast yfirvofandi áhlaupi uppreisnar-
herjanna á höfuðborgina Addis Ababa.
„Við erum bara
fólk eins og þið!“
HVAÐ ER AÐ GERAST Í EÞÍÓPÍU?
Íbúi í Tigray-fylki sýnir hjálparstarfsfólki hvar húsið hans var
jafnað við jörðu.
Íbúar í Tigray-fylki segja hjálparstarfsmanni Lútherska
heimssambandsins frá aðstæðum á vettvangi.
Genfarsamningarnir banna árásir á skóla og sjúkrahús en hér sést
sundurtætt sjúkrahús í Tigray. Báðar fylkingar eru sakaðar um
alvarleg brot á mannúðarlögum.
Erfitt hefur reynst að koma hjálpargögnum til íbúa í Tigray en
aðstoð verið veitt fólkinu sem hefur flúið yfir til nágrannafylkja.
Karlmenn eru flestir kvaddir í herinn en konur og börn sem
neyðast til að yfirgefa heimili sín hafast við í yfirfullum
flóttamannabúðum.
Hjálparstarfsfólk skipuleggur dreifingu hjálpargagna en
mannúðaraðstoð felst fyrst og fremst í að tryggja fólki
fæðu, húsaskjól, hreint vatn og hreinlætisaðstöðu.
Í Eþíópíu búa nú yfir 115 milljónir íbúa í átta
fylkjum sem hvert um sig hefur sjálfsákvörðunar-
rétt í ýmsum málum. Landið er ellefu sinnum
stærra en Ísland að flatarmáli og íbúarnir til-
heyra yfir 80 mismunandi þjóðum sem hver
hefur sitt tungumál. Ríkisstjórn Abiy Ahmed
leggur áherslu á einingu milli þjóðanna sem
byggja landið og að styrkja þjóðarímynd Eþíópíu.
Stjórnskipulag í Eþíópíu er flókið og nú er spurt
hvort Abiy hafi farið of geist í umbætur en frá því
hann tók við stjórnartaumunum árið 2018 hefur
hann meðal annars leyst pólitíska fanga úr
fangelsi, veitt fjölmiðlum aukið frelsi og aukið
veg kvenna í stjórnmálum, en nú er forseti
landsins og helmingur ráðherra í ríkisstjórninni
konur. Friðarverðlaunin fékk svo Abiy fyrir
frumkvæði hans til að leysa áratugalangt landa-
mærastríð við Eritreu.
Fyrrum valdhafar í Eþíópíu voru að stórum hluta
Tigray-menn en eftir að Abiy komst til valda
minnkuðu áhrif þeirra í þjóðstjórninni til mikilla
muna. Við það myndaðist gjá milli stjórnmála-
flokks Tigray og ríkisstjórnar Abiy. Forsætis-
ráðherranum auðnaðist ekki að fá stjórnmála-
elítuna í Tigray til samstarfs og í stað einingar
náðu uppreisnarher og elítan í Tigray fylkinu að
mestu leyti á sitt vald. Átökin hafa nú stigmagnast
og ófriðurinn borist til nágrannafylkja.
Alþjóðleg hjálparsamtök hafa gagnrýnt bæði
stjórnarherinn og uppreisnarheri harðlega fyrir
alvarleg brot á mannréttinda- og mannúðarlögum.
Tilkynnt hefur verið um morð á almennum
borgurum, pyntingar, nauðganir og árásir á
sjúkrahús og skóla. Tugþúsundir íbúa hafa neyðst
til að flýja heimkynni sín yfir til nágranna-
héraðanna og yfir til Suður-Súdan og Sómalíu.
Nú er svo komið að hjálparsamtök komast ekki til
að veita íbúum í Tigray-fylki hjálp en aðstoð er
veitt íbúum og flóttafólki í nágrannahéruðum. Í
lok mars sendi Hjálparstarf kirkjunnar rúmlega
tuttugu og eina milljón króna til þessarar brýnu
mannúðaraðstoðar en stærsti hluti framlagsins
er styrkur frá utanríkisráðuneytinu.
Í Sómalí-fylki sunnar og austar í landinu heldur
Hjálparstarf kirkjunnar ótrautt áfram með verk-
efni í þróunarsamvinnu sem miðar að valdeflingu
fólks sem býr við afar bágar aðstæður af völdum
þurrka sem meðal annars eru raktir til lofts-
lagsbreytinga. Megináhersla þar er lögð á að
tryggja aðgengi fólks að drykkjarhæfu vatni.
Margt smátt ... – 7