Margt smátt - 01.08.2024, Side 2

Margt smátt - 01.08.2024, Side 2
2 Fréttabréf Hjálparstarfs kirkjunnar júlí / 2024 Fréttabréf 2. tbl. 2024 Framkvæmdastjóri: Bjarni Gíslason. Ábyrgðarmaður: Svavar Hávarðsson. Umbrot: Birgir Jóakimsson. Forsíðumynd: Hjálparstarf kirkjunnar. Aðrar myndir: Hjálparstarf kirkjunnar og samstarfsaðilar. Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins, á góðri stundu í vinnuferð í þorpinu TA Makhwira í Malaví. Mynd/Hk Ég hef sagt frá því áður þegar ég var á ferð í verkefni okkar í Malaví fyrir mörgum árum síðan og spurði stúlku að því hvenær hún hafi byrjað í skóla að svar hennar var: „Ég byrjaði í skóla þegar brunnurinn kom.“ Þetta stutta en merkingarhlaðna svar felur í sér að hindrunin fyrir hennar skólagöngu var sú að um langt skeið þurfti hún á hverjum morgni að sækja neysluvatn fyrir fjölskyldu sína. Það var þó ekki eins einfalt og það hljómar því til að komast að vatnsbóli þorpsbúa þurfti hún að ganga í tvær klukkustundir – og svo til baka sömu leið með sligandi þungan vatnsbrúsann. Þetta var á skólatíma. Þegar brunnur var grafinn og tók að gefa þorpsbúum vatn, þá hófst skólaganga þessarar stúlku sem er mér svo eftirminnileg. Sem betur fer er ekki skortur á vatni á Íslandi og það er ekki á ábyrgð barna að sinna þeim verkum sem varða frumþarfir fjölskyldunnar í daglegu lífi. En hvaða hindranir geta mætt börnum í skólagöngu þeirra á Íslandi? Ein stærsta hindrunin, ef þá ekki sú stærsta, er fátækt barnafjölskyldna. Það er ljóst að það eru einstæðir foreldrar, örorkulífeyrisþegar og innflytjendur sem verst standa þegar kemur að fátækt á Íslandi. Hækkandi verðlag og ógnar hár húsnæðiskostnaður hittir þennan hóp sérstaklega illa fyrir. Í skýrslu forsætisráðherra sem kom út í júní 2023 undir heitinu Fátækt og áætlaður samfélagslegur kostnaður, kemur meðal annars fram að um 9.000 börn hafi tilheyrt fjölskyldum sem töldust undir lágtekjumörkum árið Foreldrar fjölmargra barna og unglinga yngri en 18 ára fengu styrk til að gera börnum þeirra mögulegt að stunda íþróttir, listnám og tómstundastarf með jafnöldrum sínum. 2020 en alls reiknast 47.795 einstaklingar undir nefndum mörkum þegar tekið hefur verið tillit húsnæðisstuðnings og barnabóta. Niðurstöður skýrslunnar eru í öllum aðal atriðum staðfesting á því sem starfsfólk Hjálparstarfsins upplifir í sínum störfum dag frá degi. Foreldrar grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör hafa mörg undanfarin ár leitað stuðnings hjá Hjálparstarfi kirkjunnar við að útbúa börnin í skólann. Haustið 2023 studdi Hjálparstarfið foreldri um 250 grunnskólabarna með skólatöskur, ritföng og nestisbox í upphafi skólaárs. Foreldrar fjölmargra barna og unglinga yngri en 18 ára fengu styrk til að gera börnum þeirra mögulegt að stunda íþróttir, listnám og tómstundastarf með jafnöldrum sínum. Margar fjölskyldur fengu einnig stuðning sem fólst í hlýjum vetrarfatnaði og íþróttabúnaði. Framtíðarsjóður er sérstakur sjóður Hjálparstarfs kirkjunnar sem notaður er til að styrkja ungmenni til náms sem gefur þeim réttindi til starfs eða veitir þeim aðgang að lánshæfu námi. Sjóðurinn hefur verið til frá árinu 2006 en markmiðið með styrkveitingu úr honum er að rjúfa vítahring stuttrar skólagöngu, lágra launa og fátæktar. Á starfsárinu fengu tugir ungmenna styrk úr sjóðnum til greiðslu skólagjalda og fyrir bóka- og efniskostnaði. Nú er haustsöfnun Hjálparstarfsins í gangi til að aðstoða efnaminni foreldra á Íslandi í upphafi komandi skólaárs. Við höfum því sent valgreiðslu í heimabanka landsmanna um 3.500 króna framlag. Einnig er hægt að leggja inn á reikning Hjálparstarfsins: 0334-26-27, kt. 450670-0499. Styðjum söfnunina, skiljum ekkert barn útundan, tryggjum öllum börnum jöfn tækifæri til náms. Takk fyrir stuðninginn. Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri, á góðri stundu í vinnuferð í þorpinu TA Makhwira í Malaví.

x

Margt smátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Margt smátt
https://timarit.is/publication/1939

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.