Margt smátt - 01.08.2024, Síða 5

Margt smátt - 01.08.2024, Síða 5
5 Vilborg segir að frístund barna eigi að vera gjaldfrjáls, enda hluti af skólastarfinu. Aðstoð við heimanám og slíkt í frístundinni. Þetta sé bara hluti af því að vera í skóla. „Varðandi frístundastyrkinn – það eru mjög margir foreldrar sem nýta hann til að greiða fyrir frístundina í skólanum. Þeim börnum stendur því ekki til boða að taka þátt í íþrótta- eða tómstundastarfi, tónlistarskóla eða dansi eftir skólatíma, þegar búið er að nota styrkinn í frístundina. Ég hef reynt að koma því á framfæri hvernig ég sé þetta. Það er að börn á Íslandi fái eina tómstund að eigin vali fría. Þá er ég að tala um æfingagjöldin, það sem kostar að fara í ferðirnar og annað. Velji foreldrar að börnin fái fleiri en eina tómstund þá borga þau það úr eigin vasa. Þetta er lýðheilsumál, forvarnamál og myndi jafna stöðu barna til mikilla muna.“ Vilborg sagðist telja eðlilegt að ríkið ætti að koma að verkefninu með sveitarfélögunum. Íþróttafélögin ættu líka að hætta að merkja íþróttaföt með nöfnum barnanna, svo hægt sé að endurnýta þau. „Á hverju vori, hausti og janúar ættu íþróttafélögin að vera með skiptimarkað. Börnin geta svo vel klæðst notuðum fötum og ef fyrirtæki vilja selja auglýsingar þá má koma því svo við að hægt sé að taka auglýsingarnar af og setja nýjar í þeirra stað. Við þurfum að hugsa þetta heildstætt því þetta er orðið það dýrt að mörg börn sitja eftir og geta ekki tekið þátt. Við viljum ekki að sum börn þurfi að standa á hliðarlínunni og þurfi að beita fyrir sig afsökunum til að útskýra af hverju þau taka ekki þátt.“ Vilborg segir erfitt að meta hvort frekari aukning verði á umsóknum þetta haustið. Ekkert bendi þó til annars en að þörfin sé mikil enda sé ár liðið þar sem efnahagsástandið hafi lítið lagast og húsnæðiskostnaður heimilanna er viðvarandi vandamál. Draga megi þá ályktun að mörg fjölskyldan kvíði haustinu. Við viljum ekki að sum börn þurfi að standa á hliðarlínunni og þurfi að beita fyrir sig afsökunum til að útskýra af hverju þau taka ekki þátt. Mikilvægt er að tryggja að börn og ungmenni flosni ekki upp úr skóla vegna fjárhagslegrar stöðu fjölskyldunnar. Börn mega ekki einangrast Markmið Hjálparstarfsins með sérstakri aðstoð í skóla- byrjun ár hvert er að börn einangrist ekki vegna bágs efnahags fjölskyldunnar. Þekkt er að börn sem búa við fátækt eru útsett fyrir félagslegri einangrun sem getur valdið þeim sársauka og haft langvarandi félagslegar og heilsufarslegar afleiðingar. „Ef þú ert ekki með skólatöskuna og það sem þú þarft í skólann getur það valdið barni hugarangri. Það er afar mikilvægt fyrir barn að geta mætt í skólann jafnfætis skólasystkinum sínum. Svona smáatriði geta endað með því að vera kornið sem fyllir mælinn og niðurstaðan er skólaforðun – að barnið vill ekki fara í skólann og foreldrar þess láta undan þeim þrýstingi. Þetta getur síðar valdið barninu miklum vandræðum og það flosnar upp úr skólastarfi og á aldrei afturkvæmt. Niðurstaðan er félagsleg einangrun og oft vítahringur fátæktar,“ segir Vilborg. „Stundum þarf svo lítið til. Áföll sem í margra augum eru smávægileg geta haft alvarlegar afleiðingar á þessum viðkvæma tíma í lífi hvers barns. Þess vegna er afar mikilvægt að lágmarka hættuna á því að börnin sjái skólann í neikvæðu ljósi í upphafi skólagöngu. Það getur haft mikil áhrif síðar á ævinni,“ segir Vilborg.

x

Margt smátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Margt smátt
https://timarit.is/publication/1939

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.