Margt smátt - 01.08.2024, Page 6

Margt smátt - 01.08.2024, Page 6
6 Fréttabréf Hjálparstarfs kirkjunnar mars / 2024 Skjólið – opið hús fyrir konur sem búa við heimilisleysi, opnaði dyr sínar fyrst snemma árs 2021. Síðan þá hafa konur, margar hverjar í nær vonlausri stöðu í sínu einkalífi, fundið þar vin í eyðimörkinni, þó aðeins sé það dagpart í senn. Konurnar sem heimsækja Skjólið koma úr öllum áttum. Margar kalla Ísland heimaland sitt. Aðrar koma lengra að. Óþarfi er að greina aðstæður þeirra sérstaklega – í grunninn eru þær allar á líkum stað og þurfa aðstoð. Skjól. Flestar þeirra kvenna sem koma í Skjólið, fara aftur án þess að skilja eftir sig varanleg ummerki, nema ef væri í hugum þeirra sem tilheyra Skjólinu á einn eða annan hátt. Við hin sem erum svo lánsöm að búa við öryggi getum aldrei sett okkur í spor þeirra sem eiga hvergi höfði að halla. Það eru því aðeins konurnar sjálfar sem geta lýst því hvaða þýðingu Skjólið hefur. Hér til hægri er bréf sem barst til umsjónarkonu Skjólsins í vetur. Nafn bréfritara má liggja á milli hluta en það er birt hér til hægri með fullu samþykki hennar.

x

Margt smátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Margt smátt
https://timarit.is/publication/1939

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.