Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.02.1997, Qupperneq 2

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.02.1997, Qupperneq 2
LEIÐARI Nú líður að lokum þessa starfsárs Sam- takanna 78. Aðalfundur verður haldinn þann 22. febrúar og þar verður árið gert upp og stefnan tekin fyrir næsta tímabil. Á þessum aðalfundi verða miklar breytinga'r á forystu samtakanna; þorri núverandi stjórnar mun víkja fyrir nýju forystuliði og formannsskipti verða. Ég undirrituð hef nú „afplánað" þrjú ár við stjórnvöl samtakanna og tel tímabært að afhenda leiðsögnina í annarra hendur. Síðastliðin þrjú ár hafa verið annasöm og viðburðarík í sögu samtakanna - og storma- söm á köflum. Það skal reyndar játað að ágjöfin hefur oft verið meiri í brúnni en mig hafði órað fyrir áður en ég tók verkefnið að mér - en útsýnið og ferðagleðin hefur einnig verið meiri og lærdómsríkari en ég reiknaði með í upphafi. Þar munar vitaskuld mest um gott samferðafólk, - frábæra samvinnu við fjölmarga félaga samtakanna bæði innan stjórnar og utan. Landvinninga og sigra ber hátt þegar litið er til baráttu samkynhneigðra á síðustu árum. Ometanlegir ávinningar hafa náðst á sviði löggjafar; lög um staðfesta samvist og verndarákvæði fyrir lesbíur og homma. Mannréttindabarátta samkynhneigðra hefur styrkst og orðið æ sýnilegri. Fjárveitingar hins opinbera hafa aukist verulega og hefur það styrkt starfsemina og gefið kjölfestu í daglegum rekstri. Nýjar áhersl- ur hafa verið lagðar á hinum félagslega vettvangi þannig að félagsmiðstöðin er nú starfrækt af öflugum sjálfboðaliðahópum og nýir áhugahópar hafa tekið til starfa á síðustu mánuðum. Félagafjöldi sam- takanna hefur aldrei verið meiri. Þetta og margt fleira má nefna til marks um árang- ur af óeigingjörnu starfi fjölmargra á síðustu árum. Ekkert vex af engu. í formannstíð minni hef ég og samstarfsfólk mitt notið góðs af því brautryðjendastarfi sem unnið hefur verið í samtökunum allt frá upphafi og oft höfum við verið að uppskera það sem til var sáð á árum áður. Vonandi höfum við, starfsfólk samtakanna síðastliðin þrjú ár, einnig náð að sá fræjum fyrir komandi tíð. Verkefnin er óþrjótandi framundan þótt margt sé að baki. Von mín er að Samtökin 78 vaxi og dafni að visku og vexti um ókomna framtíð og að ný stjórn nái að nema ný lönd; efla menningu okkar og auka réttindi samkynhneigðra með einörðum stuðningi allra þeirra lesbía og homma sem láta sig málstað okkar varða. Margrét Pála Ólafsdóttir SAMTÖKIN 78 FÍIAC LESBlA 0 C H 0 M M A Á i S L A N D I LINDARGATA 49 PÓSTHÓLF1262 IJl REYKIAVÍK SÍMI 552 8539 BRÉFSlMI 552 7525 Ritstjóri og ábyrgftarmaður: Matthías Matthíasson Netfang: mm@khi.is Umbrot: Kristinn Gunnarsson Netfang: krirag@itn.is Stjórn Samtakanna '78: Margrét Pála Ólafsdóttir formaöur, Matthías Matthíasson varaformaður, Árni Kristjánsson, Einar Örn Einarsson, Fjalar Ólafsson, Klara Bjartmarz og Unnur Bragadóttir. Viðtalstími formanns er á fimmtudögum milli kl. 20-21. Framkvaemdastjóri: Lilja S. Sigurðardóttir Viðtalstími framkvaemdastjóra er alla virka daga milli kl. 11-12, Netfang: gayice@mmedia.is Vefsíða: www.mmedia.is/-gayice SAMTAKAFRÉTTIR - SAMTÖKIN '78 Bréf þetta er öllum opið án ritskoöun- ar en aðsendar greinar skulu merktar höfundi, enda birtar á hans ábyrgð.

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.