Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.02.1997, Síða 4

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.02.1997, Síða 4
 -hræðsla við fegurð gráu háranna? r An þess að við fáum rönd við reist færast árin yfir. Við öðlumst lífsreynslu, stækkum sjóndeildarhringinn og bætum nokkrum hrukkum við. Er það svo skelfilegt að við þurfum jafnvel að afskrifa okkur á fertugsaldrinum? Eftir hverju er veröldin eiginlega að sækjast í allri þessari fegurðar- og æskudýrkun? Eftir hverju erum við að sækjast? Þarf einmannaleiki að fylgja því að verða gráhærður og vita sínu viti? Þegar hommar á eftirlaunaaldri þrjátíu- eitthvað og eldri (athugið, að þetta er okkar eigið mat) hittast er þetta oft umræðuefnið. Eftir áratuga tilfinningalega útlegð er sjálfs- matið oft lágt og margir hræddir við að einmanaleiki áranna í felum komi aftur. Ef til vill er það að eldast ekki vandamálið heldur það hvernig við óbeint hvetjum ungu hommanna, sem þrá viðurkenningu, að byggja upp sjálfsímynd sína. Skilaboðin eru of oft: Strákar, útlitið er númer eitt, daðurstæknina verðið þið að kunna og staldrið ekki of lengi við á hverjum stað. Og hvernig verða þessir strákar þegar frískleiki æskunnar fölnar og lífið birtist í formi smá reynsluhrukkna, jú væntanlega í sporum „karlanna" í dag, því þeir lifðu líka fyrir útlitið á sínum tíma, hringrásin er fullkomin! En þessu getum við í dag breytt með því að búá til annan heim fyrir ungu strákanna en þann sem við lifðum í. Heim þar sem að manneskjan í heild sinni skiptir máli og sjálfsímynd hvers og eins er sterk Þannig verður næsta kynslóð eldri hommaborgara ánægðari með sig þegar árin færast yfir. Og þegar upp er staðið er þetta kannski bara goðsögn þetta með gæfu og gjörvileika unglingsáranna. Óstaðfestur orðrómur, sem við höfum tekið trúanlegan og jafnvel lifað eftir! En margir hafa sem betur fer ekki trúað þessum orðrómi og verða bara eldri í ró og næði. Mér finnst til dæmis lífið allmiklu betra í dag en þegar ég var 20 ára (og það var ekki h'gær). Fyrsti roði æskunnar er farinn en hver lítil hrukka segir sína sögu um lífsreynslu, sem hefur gert mig að þeim manni sem ég er í dag og án þeirra vildi ég ekki vera. Þetta er óumflýjanlegt strákar. Við verðum eldri og af hverju þá ekki með stæl, það er algjör óþarfi að biðjast afsökunar á fegurð gráu háranna. Langar þig að tala um sjálfa/n þig ? og líf þitt sem lesbía/hommi á íslandi í dag ? í traustum, þagmælskum hópi fólks ? Sjálfsstyrktarhópurinn hittist annan hvern sunnudag í húsi Samtakanna78 Næstu fundir: sunnudaginn 9. febrúar kl. 18 sunnudaginn 23. febrúarki. 18 sunnudaginn 9. mars kl. 18 Ertu foreldri, stjúpforeldri, tilvonandi foreldri, kennari, leikskólakennari eða bara almennur barnavinur ? Áhugahópur um samkynhneigð og börn hittist annan hvern þriðjudag í húsi Samtakanna78 Næstu fundir: Þriðjudaginn 11. febrúar kl. 18 Þriðjudaginn 25. febrúar kl. 18 Þriðjudaginn 11. mars kl. 18 4 SAMTAKAFRÉTTIR - SAMTÖKIN '78“'

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.