Helsingjar - 01.07.1943, Blaðsíða 42

Helsingjar - 01.07.1943, Blaðsíða 42
24 Helsingjar óttur, en athyglin hvarflar frá einu til annars. — Innan stundar hefur maður svo lagt höfuð sitt til hvíldar í rúminu, sem á að verða heimili manns í næstu vikur, — mánuði?.... eða ár?.... Hver veit?.... Eða ef til vill síðasta hvílurúmið. . . . Augun hvarfla umhverfis í þessum stóra, kuldalega „biðsal“. Og allt í einu verður maður þess var, að mað- urinn i næsta rúmi sefur ekki eins og í fyrstu virtist. Nú heyrast frá hon- um hálfkæfðar þjáningarstunur og erfiður, hryglukenndur andardráttur. Andlit hans er tært og herjað, augun lokuð og stórir svitadropar á enninu .... Nei, það var ekki svefn. . . . Maður les sannleikann í þögulu augnaráði þessara ókunnugu manna umhverfis. . . . Ef til vill verður hann ekki hér á morgun. Svefninn kemur seint þessa nótt. Fyrir utan stóru, tjaldlausu glugg- ana, vakir björt og hljóðlát nóttin og dregur gráleita daggarslæðu yfir þyrsta jörðina. . . . Og vorhimininn, sem blasir við gegnum rúðurnar, er óendanlega djúpur og blár. . . . enda- laus, bládjúp eilífð. . . . Oðru hvoru heyrir þú létt og hratt fótatak eftir göngunum, — heyrir hurðir opnast og lokast. Allt er ann- arlegt og framandi. Svo opnast hurðin á þinni stofu hljóðlega. Hvít- klædd vökukona kemur inn og geng- ur að rúmi þínu, hagræðir koddanum þínum, og setzt svo í stól við hlið hins deyjandi manns, þerrar svitann af enni hans og hagræðir koddum. . . Þú ert kominn í biðsal dauð- ans.... En svo rís nýr dagur og hin nýja veröld breytir aftur um svip. Bjöllu- hringingar, — ys og kliður utan frá ganginum, glaðlegar þjónustustúlkur og hvítklæddar hjúkrunarkonur streyma þar fram og aftur. Geigvænlegur dulardrungi nætur- innar sópast burtu. Sólin glampar á gluggarúðunum og mennirnir rísa á fætur úr rúmunum umhverfis mann, léttir á svip og byrja að skrafa sam- an, — glettnislega og óþvingað. ---------Nei, hér er enginn bið- salur dauðans lengur. Jafnvel ná- vist hins deyjandi manns megnar ekki að afturkalla hinn helþunga öm- urleik næturinnar. Hann liggur þarna hreyfingarlaus, í meðvitundarlitlu, þögulu óráði, ■—- óendanlega fjarlægur og óviðkom- andi þessum nýja degi, sem kemur með hlátrum og skrafi, ys og þys inn í tilveruna. Menn klæða sig, borða morgun- verð og rölta út og inn. Nokkrir sem ekki hafa fótaferð, eða bara stutta stund úr degi liggja eftir í rúm- unum. En glaðværð hins bjarta sól- skinsdags ríkir engu síður þeirra á milli. Gamanyrði fljúga á milli rúm- anna, köll og hlátrar heyrast fram á ganginn þegar dyrnar opnast. Og aftur smýgur inn í hug manns eitthvað sem líkist óljósri undrun. ❖ ❖ En svo líða dagar, vikur og mán- uðir. Og mér var fyrir löngu orðið ljóst, að bækurnar um „biðsal dauð- ans“ höfðu mótað rangar og óeðlileg- ar myndir af þessum vistarverum í hug minn. — Og þó voru þær að vissu leiti sannar — en sannleik þeirra var aðeins að finna í lokuð- um hug einstaklinganna á einveru- stundum, — vandlega falinn bak við öll hin óteljandi geðbrigði hins dag- lega lífs, -—■ — allt fram á síðustu augnablik. Því eitt var það, sem manni verð- ur fljótlega ljóst, að allir hér hafa lært, eða munu verða að læra;-------- eitt er það, sem öllum hér á þessum stöðum verður sameiginlegt. Það er,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Helsingjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helsingjar
https://timarit.is/publication/1979

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.