Helsingjar - 01.07.1943, Blaðsíða 48

Helsingjar - 01.07.1943, Blaðsíða 48
30 Helsingjar anna“, — þessari tilraun til að gefa svipleifturs innsýn bak við múra þeirra, verði ekki lokið betur en með þvi að bregða upp nokkrum myndum kvæðisins er sýni heildarsvip þess. Og gefa þar með Sigurði Einarssyni orðið: „Þeir koma úr hverri sveit, þeir koma úr hverri borg mæðnir og fölir menn. . . .“, segir hann i upphafsorðunum. Og hann veit að sumir þessara manna koma „í siðustu von um svolitla stundarbið" áður en hin bleika sigð nær til þeirra. En aðrir mæta þarna i traustri trú á það „að þeim takist að rétta við“. Og svo: „Rekkjan tekur við sumum aðrir róla út og inn fálátir, fálmandi skrefum og fölir á kinn“. Þar til „einum er opnuð gröf“, sem alltaf rúmar meir. Og þess er líka þörf, því að „Maður lézt í dag, — á morgun verða þeir tveir. Og svo stendur skáldið sjálft allt i einu innan veggja þessara heim- kynna og því fer eins og flestum heil- brigðum mönnum, sem í fyrsta skipti koma inn í annarlegt andrúmsloft sjúkrahúsanna, að það leggst með ömurlegum þunga á hugina, þó fáum sé fært að túlka þau áhrif svo vel sem hér er gert: „Loftið er lyfjaþungt það leggur hrollvænan gjóst með súgi um síopin göng fyrir sjúkra manna brjóst. I stofunum hér og hvar grúfa höfuð í koddann sinn hljóð með augu vonlaus og villt á vörunum nýhóstað blóð“. Og svo skynjar hann í einni svipan allan þann ömurleika, sem fylgir kvöldi og komandi nótt á þessum stað. „Það húmar og hægan fer til hvíldar hin föla sveit, sem trúir á dagsljóssins dýrð en dauðann á hælum sér veit“. En nokkrum augnablikum síðar skynjar hann fleira. „En stundum er sólskin og sæld og sumar um Vífilstað. Grænt og angandi gras ber góðilm um stétt og hlað“. Og hann sér hið starfandi líf sum- ardagsins bylgjast umhverfis bústað hinnar fölleitu sveitar, þar sem • „. . . . Verkafólk vinnuhraust á völlunum töðuna slær og véla- og vinnuhljóð inn til veika fólksins nær“. Og hann veit að þessi lífsþrungni hljómur og angan, sem inn um glugg- ana berst, verður .....einum að veikri von um vinnuþrek endurheimt". en þvx miður líka „. . . . öðrum talandi tákn um tilgangslaust líf og gleymt". Og hin yndislegu kvöld sólskins- daganna hvísla einnig við rekkjur sumra um hverfulleik alls lífs, því „. . . . aftansól yndisrjóð boðar einum hans síðasta kvöld meðan léttur og ljúfur blær Ieikur við gluggans tjöld“. En svo hvarflar hugur skáldsins aftur burt frá hvílu hins deyjandi, til þeirra sem ennþá geta lifað í voninni um stundarsigur við hinn holeygða mann með ljáinn; — til þeirra, sem ennþá geta reikað um græna jörðina og litskreytt hraunið. Og hann skynj- ar blik af þeim ljóma, sem einstakar sólskinsstundir geta sveipað hug þeirra í fábreytileik hinna bjöllu- hljómandi daga. — „Hraunið er hjálpsamt og skýlt. hvergi er betri fró en baða brjóstið í sól á beði úr mosató
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Helsingjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helsingjar
https://timarit.is/publication/1979

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.