Víkurfréttir - 31.07.2024, Síða 9
ákvarðanir, drifið í þessu og það
er ekki hugsað út í alla ranghala.
Svo er gefin undanþága á dánarbú,
æðislegt, fólk var svolítið fast með
þau mál. Nýjasta útspilið kom frá
honum Sigurði Inga [Jóhannssyni,
þáverandi innviðaráðherra], það
var í sambandi við styrk varðandi
Búmenn. Æðislegt að það fólk sé
að losna undan þeim kvöðum, full-
orðið fólk að vera í svona klemmu
í marga mánuði. Þá spyr maður
sig: „Á maður að halda í vonina?
Verður eitthvað næsta útspil?“ en
þeir þora ekki að taka neinar svona
ákvarðanir til að gefa fordæmi fyrir
því sem kæmi í kjölfarið.“
Öll fyrirtæki sett undir sama hatt
„Ég, ásamt flestum sem eru með
lítil og meðalstór fyrirtæki, sendi
bréf til þrjátíu og þriggja þing-
manna – ég fékk ekki svar frá
einum eða neinum. Maður var bara
áhorfandi á alþingisumræður og
Þórhildur [Sunna Ævarsdóttir] tók
þar setningar úr mínu bréfi og hélt
þessari umræðu hátt á lofti ásamt
honum Bubba [Guðbrandi Einars-
syni], hann er búinn að vera mjög
ötull í okkar málum.
Ég tek fram í þessu bréfi að
ég ætli rétt að vona að það sé
ekki verið að setja undir þennan
sama hatt Bláa lónið, Hitaveitu
Suðurnesja og stóru fiskvinnslu-
fyrirtækin heima – sem vilja vera
þar áfram. Ef þú ert að tala um
fyrirtækin þá þarftu að flokka þau
niður í; fyrirtækin sem vilja vera
og geta unnið í Grindavík, fyrir-
tækin sem vilja vera en geta það
ekki nema með stuðningi og fyrir-
tæki sem þurfa uppkaup af því að
þau geta ekki unnið þarna. Ég er
alveg handviss um að þessi þriðji
og síðasti hluti er langminnstur,“
segir Halla. „En umræðan fer í
það að halda Grindavík áfram sem
blómlegum og uppbyggilegum
stað, sem er æðislegt. Við viljum
hafa höfnina þarna, við erum með
stórar og miklar tekjur í kringum
hana. Við viljum hafa stóru fisk-
vinnslufyrirtækin, það skiptir
sköpum fyrir þjóðarbúið að halda
þessu gangandi. Síðar eru það öll
þau fyrirtæki sem vilja vera þarna,
ég ætla ekki að setja mig í dómara-
sæti gagnvart því, þau eiga rétt á
því alveg eins og mér finnst ég eiga
rétt á því að fá uppkaup á því sem
ég get ekki átt þarna.“
Þórarinn telur vera möguleika
til að semja við fyrirtækin. „Sums
staðar er brunabótamatið mjög
hátt, kannski of hátt, og það þurfa
allir að vera sanngjarnir. Ég held
að það væri hægt að semja við fyr-
irtækin um verðmæti fasteignanna,
menn væru opnir fyrir því. Það
vilja allir vera sanngjarnir, það er
bara þannig. Ég er alveg búinn að
heyra í fólki sem keypti eignir fyrir
160 milljónir fyrir fjórum, fimm
árum síðan en brunabótamatið er
í kringum 500 milljónir núna. Það
myndi aldrei seljast fyrir meira en
230 milljónir.“
„Þarna eru fyrirtæki sem bara
vilja uppkaup á sínum fasteignum,
ekki rekstrinum – út af því að
reksturinn er færanlegur. Hann er
færanlegur hjá mörgum, það eru
snyrtistofur, hárgreiðslustofur,
veitingastaðir, smáiðnaður eins
og túrismi og alla vega svoleiðis
sem þú getur fært og unnið annars
staðar og farið að afla tekna. Ég er
til dæmis með litla saumastofu og
er búin að taka mínar vélar, ég vil
bara losna við þetta húsnæði.“
Þau tala um stóru fiskvinnslu-
fyrirtækin og telja að þau hvorki
geti né hafi áhuga á að fara frá
Grindavík.
„Ef höfnin er í lagi þá er
Grindavík mjög góður staður fyrir
fiskverkun,“ segir Þórarinn. „Þetta
er ein besta höfnin á landinu – það
er stutt í miðin, stutt á flugvöllinn
og þannig. Þetta er draumastaður.“
„Svo tala stjórnmálamenn um
að þeir séu að vinna með fyrir-
tækjunum og þeir vilji að fyrir-
tækin gangi í Grindavík,“ bætir
Halla við. „Þarna er bara verið að
tala um stóru fyrirtækin, það er
ekkert verið að tala um hina. Við
höfum aldrei fengið neina áheyrn
inn í þessa grúppu og ég velti því
svolítið fyrir mér, hvað er verið að
tala um þarna? Er verið að tala
um starfsgildi? Er verið að tala
um fermetra? Er verið að tala um
veltu? Hvað er það sem telur til að
vera hluti af þessari stærri sneið af
kökunni miðað við þessi smærri
fyrirtæki sem fá ekki einu sinni
áheyrn?“
Heima bíður óskemmt hús
og verðlaunagarður í órækt
Núna búa þau Halla og Þórarinn
á Álftanesi, í íbúð sem þau keyptu
og fluttu inn í byrjun maí. Þau hafa
selt einbýlishús sitt við Staðarvör í
Grindavík en eiga forkaupsrétt að
húsinu og ætla sér að nýta hann
þegar þar að kemur. Þau eru stað-
ráðin að flytja aftur til Grindavíkur
þegar það verður orðið óhætt.
„Við áttum Eyjabyggðarhús, sem
var hent upp í Eyjagosinu, og við
erum búin að vera þar í þrjátíu og
eitthvað ár. Síðan ‘91. Maðurinn
minn er fæddur í Grindavík, ég flyt
til Grindavíkur þriggja ára.
Við erum búin að breyta öllu
húsinu, verðlaunagarður og það er
ekki einu sinni rispa í vegg. Það sér
ekki á þessu húsi. Ef ég hefði fengið
val þá hefði ég viljað selja húsnæði
fyrirtækisins og halda þessu húsi,“
segir Halla en þau hjónin voru
orðin nánast skuldlaus áður en
ósköpin dundu yfir Grindavík.
„Við þurftum meira að segja að
taka stærra lán til að kaupa okkur
þessa blokkaríbúð,“ segir hún.
„Það fá allir sambærilegt fyrir
sitt í Grindavík, kjaftæði. Algjört
kjaftæði.
Það eru flestallir sem voru í ein-
býlishúsum, stórum, við vorum í
190 fermetrum, að flytja í blokkar-
íbúðir. Við náðum í þokkalega
stóra íbúð hérna en hún er samt
um fjörutíu fermetrum minni en
það húsnæði sem við bjuggum í
áður. Þetta eru rosalega mikil við-
brigði og bara erfitt – en við ætlum
aftur að fara í okkar hús þegar það
verður öruggt að fara heim og
vinnu að hafa. Það er búið að gefa
út að skólastarf hefjist ekki í haust
svo ekki bíður mín starf þar,“ segir
Halla en hún var textílkennari í
Grindavíkurskóla.
„Það er allavega ósk og von sem
við ætlum að halda í. Við vorum
búin að ákveða að vera á tveggja
ára plani, þannig að maður geti
andað rólega í tvö ár og síðan getur
maður gert nýtt tveggja ára plan.“
Með fjölskyldunni. Alexander Veigar Þórarinsson, tengdadóttirin Elín Guðmundsdóttir, barnabarnið Veigar Elí
Alexandersson, Þórarinn Kristjánsson, Unnur Guðrún Þórarinsdóttir, Halla Kristín Sveinsdóttir og Ólafur B Arnberg
Þórarinsson. Síðan þessi mynd var tekin hefur afa- og ömmusnúllan Yrsa Alexandersdóttir bæst í hópinn.
Í verðlaunagarði þeirra Höllu og Þórarins eru yfir 200 plöntur en Halla segir að
í hvert sinn sem hún fór með garðaúrgang þá tók hún plöntu sem einhver annar
hafði hent með sér heim og hlúði að henni. Nú er garðurinn í mikilli órækt.
VIÐTAL
Jóhann Páll Kristbjörnsson
johann@vf.is
Við viljum hafa höfnina
þarna, við erum með
stórar og miklar tekjur
í kringum hana. Við
viljum hafa stóru
fiskvinnslufyrirtækin,
það skiptir sköpum fyrir
þjóðarbúið að halda
þessu gangandi ...
Þetta eru rosalega mikil
viðbrigði og bara erfitt
– en við ætlum aftur að
fara í okkar hús þegar
það verður öruggt að fara
heim og vinnu að hafa ...
Þórarinn og Halla hafa búið sér heimili í fallegri og bjartri blokkaríbúð á Álftanesi.
„Þegar maður fer á fætur á morgnana og stígur út á veröndina andar maður að sér
fjörulyktinni, þetta er eins nálægt því og við komumst að vera heima í Grindavík.“
VF/JPK
Þegar Halla og Þórarinn
gróðursettu þetta grenitré
stóð það varla nema
tíu, fimmtán sentimetra
upp úr jarðveginum.
Hvað segja þingmennirnir?
Við gerð þessa viðtals leituðu Víkurfréttir
til nokkurra þingmanna Suðurkjördæmis
og inntu þá álits varðandi þær reglur sem
gilda um uppkaup fasteigna í Grindavík
og þá raunalegu stöðu sem margir grind-
vískir fasteignaeigendur eru í eftir ham-
farirnar 10. nóvember síðastliðinn.
víkurFrÉttir á SuðurNESjuM // 9