Víkurfréttir - 31.07.2024, Blaðsíða 10
Skötulykt á Þorláksmessu
í Grindavík er uppáhalds
Flugmaðurinn lórenz Óli Ólason
er grindvíkingur en hefur búið í
reykjanesbæ undanfarin ár með
sambýliskonu sinni og börnum.
Hann fór til Svíþjóðar í sumar en
uppáhaldsstaðurinn er og mun
alltaf verða grindavík og þangað
myndi hann beina erlendum ferða-
mönnum ef það er opið þangað.
Nafn, staða, búseta: Lórenz Óli
Ólason, í sambúð, bý í Reykja-
nesbæ.
Hvernig á að verja sumarfríinu?
Það er lítið um frí hjá mér í sumar
en ég fór með fjölskyldunni í frí til
Svíþjóðar og hittum við þar systur
mína og fjölskyldu hennar.
Hver er uppáhaldsstaðurinn á ís-
landi og af hverju? Grindavík, líður
alltaf vel í paradísinni!
Hvaða stað langar þig mest á sem
þú hefur ekki komið á (á íslandi og
eða útlöndum)? Bora Bora.
Er einhver sérstakur matur í meira
uppáhaldi á sumrin? Bara eitthvað
gott á grillið.
Hvað með drykki? Hvítur Monster.
Hvað með garðinn, þarf að fara í
hann? Því miður já....
Þarftu að slá blettinn eða mála
húsið/íbúðina? Ég þarf að slá
blettinn.
veiði, golf eða önnur útivist?
Aðallega hlaup, fjallahlaup eru hel-
víti skemmtileg.
tónleikar í sumar? Ekkert planað.
áttu gæludýr? Nei
Hver er uppáhaldslyktin þín (og
af hverju)? Skötulyktin á Þorláks-
messu.
Hvert myndir þú segja erlendum
ferðamanni að fara/gera á Suður-
nesjum? Skoða Grindavík ef það er
opið þangað.
Sumarfrí, BA-
ritgerð og fluga
sem gæludýr
inga Fanney rúnarsdóttir er
einn fjölmargra grindvíkinga
sem fluttir eru í reykjanesbæ,
n.t. í Njarðvíkurhlutann. Hún
ætlar að njóta með fjölskyldunni
í Svíþjóð til að fylgjast með
frænku sinni keppa fyrir ís-
landshönd í körfubolta, ætlar
norður í frí en þarf líka að vera
dugleg, ætlar sér að skila einu
stykki ba-ritgerð.
Nafn, staða, búseta: Inga
Fanney Rúnarsdóttir, búsett í
Njarðvík í augnablikinu.
Hvernig á að verja sumarfríinu?
Ég ætla að njóta með fjölskyld-
unni í Svíþjóð að fylgjast með
dóttir systur minnar spila fyrir
Íslands hönd með u18 í körfu-
bolta. Fór einnig norður í byrjun
sumars. Restin af sumrinu er svo
sem ekkert þræl skipulögð, sam-
vera með fjölskyldu og vinum.
Njóta tímans með dóttur minni
ásamt því að vinna og klára eitt
stk BA-ritgerð.
Hver er uppáhaldsstaðurinn
á íslandi og af hverju? Einfalt.
Grindavík. Þar á ég heima, þar
ólst ég upp og þar eru minningar
af besta samfélagi sem maður
getur óskað sér. Söknuðurinn
er mikill.
Hvaða stað langar þig mest
á sem þú hefur ekki komið á
(á íslandi og eða útlöndum)?
Ég á eftir að skoða Vestfirðina,
það væri draumur að gera það
einn daginn. Svo langar mig að
heimsækja Suðurríkin í USA sem
inniheldur skemmtilega matar-
menningu, áhugaverða pólitík
og samtöl sem myndu skilja
mikið eftir sig myndi ég trúa. En
svo langar mig að sjálfsögðu
að heimsækja þessa týpísku
áhugaverðu staði sem maður
veeeerður víst að heimsækja.
Er einhver sérstakur matur í
meira uppáhaldi á sumrin? Er
eitthvað betra en grill í sólinni?
Kjöt, fiskur og grilllykt! Love it
Hvað með drykki? Ískaldur lite
á krana! Hann er reyndar ekkert
síðri á veturna.
Hvað með garðinn, þarf að fara í
hann? Já. Ég á geggjaðan garð í
Grindavík sem þarf að slá, en ég
mun afhenda húsið í lok sumars.
Þá verður garðurinn nýsleginn
og húsið í toppstandi. En hér í
Njarðvíkinni er bara möl.
veiði, golf eða önnur útivist? Ég
ætla að reyna að vera dugleg
í golfi með Hildigunni vinkonu
minni, en ég segi þetta svo sem
á hverju ári. Kannski er þetta
árið! Annars finnst mér best að
hreyfa mig úti, hvort sem það
eru göngutúrar eða útihlaup. Var
dugleg á Þorbirni áður en hann
fór að vera með stæla.
tónleikar í sumar? Ekkert
planað, en hver veit nema ég
endi á einhverju sniðugu.
áttu gæludýr? Nei takk, dóttir
mín er samt með flugu sem
gæludýr akkurat þessa dagana.
Veit ekki hvort það telur.
Hver er uppáhaldslyktin þín
(og af hverju)? Þetta er erfið
spurning, þar sem þetta er
svona sumar-viðtal þá finnst
mér réttast að svara lykt af ný-
slegnu grasi, grilllykt, góðum
sumarilm eða eitthvað álíka. En
ég verð bara að nefna að ég
elska bílskúrslykt hahaha
Hvert myndir þú segja erlendum
ferðamanni að fara/gera á
Suðurnesjum? Ég myndi benda
honum á að skella sér í Lónið,
skoða allt sem Reykjanesið
hefur upp á að bjóða eins og
Brimketil, Gunnuhver, Reykja-
nesvita og þar í kring, Sandvík,
Brúin milli heimsálfa. Hinumegin
við Grindavík væri þá að skoða
í kringum Krýsuvík, Kleifarvatn,
Selatanga og Fagradalsfjall. Æ
það er margt fallegt sem Suður-
nesin hafa upp á að bjóða og
margt hægt að skoða. Vonandi
fer bara okkar fallegi bær að
opna sem fyrst svo það verði
hægt að keyra þar í gegn til að
toppa ferðina ;)
Vil heimsækja heima-
slóðir Moniku í Merkigili
Hin keflvíska kolbrún Sigtryggs-
dóttir, ætlar sér að eyða tíma
á uppáhaldsstað sínum sem er
reykjaskógur í bláskógabyggð,
þar sem sumarbústaður móður
hennar er. uppáhalds sumar-
maturinn er grilluð risarækja og
fiskur yfir höfuð.
Nafn, staða, búseta: Kolbrún
Sigtryggsdóttir, mannauðs-
ráðgjafi hjá Reykjanesbæ, bý í
Reykjanesbæ.
Hvernig á að verja sumarfríinu?
Bróðir minn og fjölskylda sem
búa í Svíþjóð eru að koma til
landsins í tíu daga og er planið
að eyða tímanum með þeim, fara
upp í bústað til mömmu, halda
lítið ættarmót, vera í hjólhýsinu
og njóta lífsins.
Hver er uppáhaldsstaðurinn á
íslandi og af hverju? Ætli það
sé ekki bara Reykjaskógur í Blá-
skógabyggð í sumarbústaðnum
hennar mömmu. Yndislegt og
gott að vera þar. Svo er líka
yndislegt að þvælast um landið í
hjólhýsinu þegar veður leyfir.
Hvaða stað langar þig mest
á sem þú hefur ekki komið á
(á íslandi og eða útlöndum)?
Mig langar að heimsækja
heimaslóðir Moniku í Merkigili í
Skagafirði sem var mikill kven-
skörungur og systir langömmu
minnar. Svo langar mig mikið að
fara til Japans.
Er einhver sérstakur matur í
meira uppáhaldi á sumrin? Grill-
aðar risarækjur og bara allur
fiskur.
Hvað með drykki? Aperol Spritz
og Prosecco.
Hvað með garðinn, þarf að fara
í hann? Nei, ég gerði garðinn
þannig að það þarf ekkert að
gera nema slá smá grasblett og
kaupa nokkur sumarblóm. Ekkert
að mála neinn pall eða grind-
verk, allt viðhaldsfrítt :)
Þarftu að slá blettinn eða mála
húsið/íbúðina? Málaði húsið
í fyrra, laus við það en já, slá
blettinn.
veiði, golf eða önnur útivist?
Var að skrá mig Golfklúbb Suður-
nesja, ætla að reyna að vera
dugleg á vellinum.
tónleikar í sumar? Nei ekkert
planað en skelli mér mögulega
á Mannakorn í Hljómahöll í sept-
ember.
áttu gæludýr? Á kött og páfa-
gauk.
Hver er uppáhaldslyktin þín (og
af hverju)? Bombshell og Tease
frá Victoria Secret og Hugo Boss
Magnetic sem karlinn notar
yfirleitt.
Hvert myndir þú segja erlendum
ferðamanni að fara/gera á
Suðurnesjum? Ég myndi byrja
á því að sýna honum vefsíðuna
visitreykjanes.is þar sem hægt
er að finna allar upplýsingar
um Reykjanesið. Myndi benda
honum á áhugaverð svæði
í Geopark. Síðan myndi ég
benda honum á Vatnaveröld
og Bláa lónið, söfnin okkar í
Reykjanesbæ, Duus safnahús,
Byggðasafnið, Listasafnið
og Rokksafnið. Mæla með að
kíkja Reykjaneshringinn, skoða
Gunnuhver, Brimketil, brúnna
milli heimsálfa, kirkjurnar og
vitana svo eitthvað sé nefnt.
Mótorhjól í Afríku og Asíu
Gylfi Hauksson er einn gallharðra
Grindvíkinga sem býr í Grindavík
og ætlar sér að búa þar áfram,
sama hvað tautar og raular í móður
náttúru. Mótorhjól er eitt helsta
áhugamálið og er draumurinn að
hjóla í Afríku og Asíu. Grillmatur er
í uppáhaldi á sumrin og ef drykk-
urinn er ekki áfengur, fer Kristall oft
inn fyrir varir hans.
Nafn, staða, búseta:
Gylfi Hauksson sölumaður hjá
Kemi/Poulsen. Bý í Grindavík.
Hvernig á að verja sumarfríinu?
Evróputúr með betri helmingnum.
Hver er uppáhaldsstaðurinn á
íslandi og af hverju? Fyrir utan
Grindavík er það Grenivík, slaka
hvergi betur á en þar.
Hvaða stað langar þig mest á sem
þú hefur ekki komið á (á íslandi
og eða útlöndum)? Langar að
mótorhjólast í Afríku og Asíu.
Er einhver sérstakur matur í meira
uppáhaldi á sumrin? Grillmatur.
Hvað með drykki? Bjór, Gin og
tonic og Whisky. Nefni Kristal líka
svo það sé ekki bara áfengi.
Hvað með garðinn, þarf að fara í
hann? Vonandi ekki.
Þarftu að slá blettinn eða mála
húsið/íbúðina? Var að slá, slepp
við að mála þetta sumarið, þyrfti
kannski mann í það þegar þar að
kemur.
veiði, golf eða önnur útivist?
Flækist mikið á mótorhjóli. Fer í
golfið þegar ég verð gamall
tónleikar í sumar? Ekkert planað
áttu gæludýr? Tvo labrador hunda,
Tuma og Rokkó.
Hver er uppáhaldslyktin þín (og
af hverju)? Sunnudagslyktin,
(lambakjöt í ofninum) eitthvað
sem maður ólst upp við.
Hvert myndir þú segja erlendum
ferðamanni að fara/gera á Suður-
nesjum? Reyna að komast til
Grindavíkur. Eitthvað sem við-
komandi myndi aldrei gleyma.
inga Fanney
með dótturina
Hafdísi rún.SUMARS P U R N I N G A R
10 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM