Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.07.2024, Qupperneq 11

Víkurfréttir - 31.07.2024, Qupperneq 11
Það er innbyggt í þjóðarsál okkar að standa með þeim sem fyrir náttúruhamförum verða Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar: „Mér finnst að við eigum að veita öllum stuðning, þetta eru nátt- úruhamfarir og fólkið getur ekki varið sig með neinum hætti. Í þinginu hafa menn talað á þann veg að það sé innbyggt í þjóðarsál okkar, þegar náttúruhamfarir eiga sér stað þá stöndum við hin með þeim sem fyrir náttúruham- förunum verða. Þá eigum við ekki að skilja neinn eftir. Núna er verið að skilja þennan hóp eftir og það er óásættanlegt. Það hefur auðvitað ýmislegt verið gert, ég er ekkert að draga úr því, en það er samt verið að skilja hóp eftir og það er ekki ásættan- legt. Þetta er sjónarmið okkar í Samfylkingunni. Við í efnahags- og viðskipta- nefnd sögðum það í vor, þegar síðasti pakki var afgreiddur og framlengdur, að við myndum taka þetta mál aftur upp í haust, sem við munum gera. Enda er það svo að þegar við vorum að vinna þetta fyrst, þegar allt var að byrja, þá var því hreinlega lofað að fyrst yrði farið í heimilin, svo myndi sveitar- félagið verða skoðað og síðan fyrir- tækin. Mér finnst allt í lagi með þessa forgangsröðun en það þarf auðvitað að klára dæmið.“ Mýmörg dæmi þar sem eitthvað er á gráu svæði Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknar: „Í þessu tilviki myndi ég ætla það, þar sem hann [sonur hjónanna] hefur sannarlega búið í hús- næðinu, og tilgangurinn með Þórkötlu var að tryggja með öllum mögulegum hætti íbúðar- húsnæði fyrir fólk með þessum uppkaupum og það kemur alveg fram í ræðu og riti, bæði hjá mér og öðrum þingmönnum kjör- dæmisins, að þær reglur, þeim er ætlað að vera túlkað vítt. Þess vegna mundi ég halda að þetta myndi falla undir uppkaup í Þór- kötlu, þar sem hann sannarlega bjó í þessu húsnæði. Gefum okkur að þetta hafi verið félag sem hefði verið að leigja út þetta húsnæði til ferðamanna þá hefði það ekki verið upphafleg notkun þess til að uppfylla hús- næðisöryggi fyrir íbúa í Grindavík og mér finnst þetta vera grund- vallaratriði. Það er auðvitað kæru- nefnd sem tekur við málum ef íbúar í Grindavík telja að þarna hefði Þór- katla átt að kaupa upp húsnæðið, þá er hægt að vísa því til kærunefndar. Úrskurður Þórkötlu er kæranlegur og í þessu tilfelli myndi ég beina þeim til þess að gera slíkt, út frá þessum forsendum. Þetta er svo ofboðslega fjöl- breytt og undir Þórkötlulögin falla ekki lögaðilar. Það var frá upphafi ákveðið að hafa það þannig. Ríkið myndi reyna að koma til móts við rekstrarhæf fyrirtæki með styrkjum, launastuðningi o.s.frv. Sem var svo framlengdur í lok þessa þings og gerður afturvirkur, þannig að það eru umtalsvert meiri fjárhæðir sem fyrirtækin geta sótt um. Þeim er raunverulega frjálst að nýta þann rekstrarstyrk eins og þau vilja. Þarna er um einstaklinga að ræða og húsnæði sem var aldrei ætlað undir atvinnurekstur, þá mundi ég ætla að Þórkatla ætti að kaupa upp slíkt húsnæði. Ef þau sannarlega geta sýnt fram á að hús- næðið var keypt inn í félagið til að auðvelda syni þeirra að eignast það þá ætti einfaldlega staðreyndamat að fara fram – og ef Þórkatla neitar þá mundi ég ætla að þau væru með mál í höndunum til þess að leita réttar síns fyrir úrskurðarnefnd. Þessi víða skilgreining kemur fram í lögunum um Þórkötlu – hún er ekki endalaus. Ef til dæmis væri um einstakling að ræða sem stofnaði félag, keypti þrjár, fjórar íbúðir og væri að leigja þær út á almennum markaði, þá það er ekki tilgangur Þórkötlu að fara að kaupa upp það húsnæði heldur að tryggja þeim einstaklingum sem búa í Grindavík möguleika á því að geta komið sér upp húsnæði annars staðar – og í þessu tilviki mundi ég halda að hann sé nákvæmlega í þeirri stöðu að ef þau fá ekki þessa íbúð uppkeypta þá eru lögin um Þórkötlu ekki að ná utan um hann. Hafi viðkomandi hins vegar sannarlega haft viðveru í viðkom- andi húsnæði þá finnst mér það einmitt vera það sem þessi víða skilgreining nær utan um. Það gefur auga leið að ef þú ætlar að láta ríkið tryggja húsnæði þá koma upp mýmörg dæmi þar sem eitt- hvað er á gráu svæði, við hefðum aldrei getað skilgreint það í lög- unum nákvæmlega, við hefðum alltaf þurft að hafa eitthvað mat á því og þess vegna er þetta sett svona inn. Lög sem þessi hafa aldrei verið sett á Íslandi og það var alveg ljóst að við mundum mögulega þurfa að gera einhverjar breytingar á þeim, mögulega þyrfti að skoða svigrúm nánar hjá Þórkötlu o.s.frv. þegar verkefni Þórkötlu er komið af stað. Við gerðum ráð fyrir þessu svigrúmi nákvæmlega út af svona máli.“ Þetta er hróplegt óréttlæti Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar: „Þegar Þórkatla var stofnuð á sínum tíma þá lagði ég fram breytingartillögu um að skilja ekki lögaðilana eftir – og þær til- lögur voru felldar. Stærstur hluti stjórnarandstöðunnar samþykkti þessar tillögur en ríkisstjórnin felldi þær. Það er fullt af fólki, segjum bara eldra fólk sem er komið á elli- heimili og hefur farið að leigja eða lána barnabörnum sínum hús- næðið sitt, og af því að þau eru ekki með skráð lögheimili þar þá fá þau ekki húsnæðið sitt greitt. Við erum með hópa sem eru lögaðilar en líka fólk sem býr ekki í húsnæðinu og þessir hópar voru skildir eftir, sem er grátlegt. Stærsti hluti míns tíma eftir áramót hefur farið í að tala um Grindavík og ég get ekki sagt annað en að þetta er hróplegt órétt- læti, að skilja ákveðna hópa eftir. Bæði þá sem áttu ekki lögheimili í ákveðnu húsi, sem gat verið af ýmsum ástæðum, og lögaðila. Félög eins og Búmenn áttu eignir þarna en Búmenn voru skildir eftir. Fólkið fékk kaupréttinn sinn greiddan, sem gat hlaupið á hundr- uðum þúsunda eða jafnvel millj- ónum. Búmenn eru lögaðilar og ef þeir hefðu fengið borgað hefur þeir farið að byggja annars staðar á Suðurnesjum og það fólk sem var hjá Búmönnum í Grindavík hefði haft forgang í þær eignir. Svo voru dánarbú allt í einu tekin inn á síðustu metrunum og við fengum aldrei skýringu á því hvers vegna þau voru tekin inn. Fyrir hverja var það? Það bjó enginn í dánarbúi, þeir voru allir dánir. Var verið að bjarga ein- hverjum erfingjum? Það var margt í þessu sem mér finnst mjög vont.“ Hvað segja þingmennirnir? Víkurfréttir leituðu til nokkurra þingmanna Suðurkjördæmis og inntu þá álits varðandi þær reglur sem gilda um uppkaup fasteigna í Grindavík og þá raunalegu stöðu sem margir grindvískir fasteignaeigendur eru í eftir hamfarirnar 10. nóv- ember síðastliðinn. Saga hjónanna Höllu Kristínar Sveinsdóttur og Þórarins Kristjánssonar var höfð til viðmiðs (viðtalið má lesa í miðopnu blaðsins). Stúlka fædd 6. júlí 2024 á ljós- mæðravakt HSS. Þyngd: 3652 gr. Lengd: 50 sentimetrar. Foreldrar eru Kristrós Björk Jó- hannsdóttir og Boris Jugovic og er stúlkan þeirra annað barn. Fjölskyldan býr í Sandgerði. Ljósmóðir: Jónína Birgisdóttir. Drengur fæddur 17. júlí 2024 á ljósmæðravakt HSS Þyngd: 4.050 gr. Lengd: 52 sentimetrar. Foreldrar: Sara Hrund Sigurðar- dóttir og Davíð Helgason. Búsett í Reykjanesbæ. Ljósmóðir: Hugljúf Dan Jensen. N Ý B U R A R Lega Reykjanesbrautar við flugstöðina – breyting á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar samþykkti, fyrir svæði A og af hálfu Landhelgisgæslunnar fyrir svæði B, þann 6. maí 2024, óverulega breytingu á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar þar sem fallið er frá breyttri legu Reykjanesbrautar og hún haldi núverandi legu næst flugstöðinni. Breytingartillagan var staðfest af Skipulagsstofnun þann 16. júlí 2024 og var málsmeðferð skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hægt er að óska frekari upplýsinga um breytingartillöguna hjá skipulagsfulltrúa Keflavíkurflugvallar á eftirfarandi netfang: bjorn.edvardsson@isavia.is AUGLÝSING UM NIÐURSTÖÐU SKIPULAGSNEFNDAR KEFLAVÍKURFLUGVALLAR víkurFrÉttir á SuðurNESjuM // 11

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.