Víkurfréttir - 14.08.2024, Qupperneq 15
Sveinn Andri Sigurpálsson og Fjóla Margrét Viðarsdóttir urðu klúbb-
meistarar Golfklúbbs Suðurensja en meistaramótið fór fram í síðustu
viku. Segja má að feðgaslagir hafi staðið upp úr ásamt blíðu og frá-
bæru standi Hólmsvallar.
Sveinn Andri varð klúbb-
meistari karla og spilaði á -6 eða
278 höggum og pabbi hans, Sigur-
páll Geir Sveinsson, endaði í þriðja
sæti. Pétur Þór Jaidee lenti í 2.
sæti. Fjóla Margrét var eini kepp-
andinn í meistaraflokki kvenna
og þ.a.l. öruggur klúbbmeistari
kvenna en hún lék hringina þrjá
á 217 höggum. Í 1. flokki karla
var sömuleiðis feðgaslagur, Snorri
Rafn Davíðsson hafði betur gegn
föður sínum, Davíð Jónssyni sem
lenti í 2. sæti.
„Það var talsvert meiri þátttaka
í meistaramótinu í ár en í fyrra
eða 22% aukning. Það er auðvitað
gleðiefni, völlurinn er í frábæru
standi og veðrið lék við kylfinga
alla dagana. Spilamennskan var
mjög góð, alls sáust tíu hringir á
eða undir pari. Gaman að sjá feðga
býtast í meistaraflokki og 1. flokki
og þarna eru greinilega föðurbetr-
ungar á ferð. Það var einnig gaman
að fylgjast með 2. flokknum þar
sem tveir efstu, þeir Skarphéðinn
(15 ára) og Þorgeir (66 ára) voru
að keppast um efsta sætið. Þarna
er skýrt dæmi um hversu mögnuð
golfíþróttin getur verið að þrátt
fyrir 49 ára aldursmun voru tveir
félagsmenn að keppa sín á milli á
jöfnum grundvelli. Lokahófið tókst
síðan frábærlega og bauð vertinn
í skálanum, Guðmundur Rúnar
Lúðvíksson upp á sannkallaða
veislu. Breytingin á vellinum
kemur mjög vel út og það er gaman
að taka þátt í þessum uppgangi GS
með frábærum starfsmönnum og
öflugum sjálfboðaliðum,“ sagði
Sverrir Auðunsson, framkvæmda-
stjóri GS.
Helgi Dan Steinsson og Svanhvít Helga Hammer urðu klúbbmeistarar
Golfklúbbs Grindavíkur sem hélt sitt árlega meistaramót í síðustu
viku, nokkru síðar en venjulega en mótinu var frestað í júlí vegna
óhagstæðrar veðurspár. Þá átti að spila fjóra daga eins og venjulega
en í ár var ákveðið að stytta mótið í þrjá daga og var leikið miðvikudag
til föstudags og endaði mótið með glæsilegu lokahófi.
„Mótið tókst einstaklega vel
og var leikið við frábær skilyrði á
Húsatóftavelli sem hefur sjaldan
litið eins vel út. Það blés aðeins
á kylfinga á fyrsta og þriðja degi
en það er ekkert sem grindvískir
kylfingar kannast ekki við. Þar
sem flestir klúbbmeðlima búa
ekki í Grindavík var ákveðið að
ræsa út af öllum teigum klukkan
tvö á lokadegi og hafa lokahóf strax
í kjölfarið og beið veislumatur frá
Soho-veisluþjónustu soltinna
kylfinga strax að leik loknum. Við
vissum ekki hversu margir myndu
skrá sig í meistaramótið og fór
þátttakan langt fram úr okkar
væntingum. Mjög góður andi var
á meðal grindvískra kylfinga eins
og vera ber og er gott hljóð í okkur
upp á framhaldið,“ sagði Helgi Dan
Steinsson, framkvæmdastjóri GG.
Föðurbetrungar í meistaramóti GS
Ólafur Thordersen afhenti Hermanni Kr.
Jónssyni, stjórnarmanni ÍBV árið 1973, myndina
fyrir leik ÍBV og UMFN á Hásteinsvelli.
Helgi Dan og Svanhvít klúbbmeistarar GG
Æfðu úti í blíðunni Stelpurnar í Fimleikadeild Keflavíkur nýttu sér góða veðrið um síðustu
helgi og tóku æfingu úti á grasinu fyrir utan fimleikahúsið. VF/pket.
Helgi Dan Steinsson og
Svanhvít Helga Hammer.
Fyrir Þjóðhátíðarleik ÍBV
og Njarðvíkur þann 3. ágúst
sl. afhenti Ólafur Thordersen,
fyrir hönd UMFN, forsvars-
mönnum ÍBV mynd frá árinu
1973 en þá fengu Eyjamenn
knattspyrnuvöll Njarðvíkinga
fyrir heimavöll í kjölfar eld-
gosins í Heimaey.
Njarðvíkurvöllur varð hálf-
gerður „Mekka“ fyrir Eyjafólk
þetta sumarið, þar sem fólk
fjölmennti á leiki ÍBV, kom
langar vegalengdir og varð
liðið einskonar sameiningar-
tákn Eyjamanna.
Þetta sumarið spiluðu Eyja-
menn 14 leiki, unnu átta, gerðu
eitt jafntefli og töpuðu fimm.
Eini tapleikur á Njarðvíkur-
vellinum kom gegn „nágrönn-
unum“ úr Keflavík.
Ólafur afhenti myndina
í hálfleik á þjóðhátíðar-
leiknum og var vel tekið í þetta
skemmtilega framtak.
Heimavöllur
Eyjamanna
á gosári var
í Njarðvík
Njarðvíkingar gáfu Eyja-
mönnum mynd til minningar
um heimavöllinn í Njarðvík
vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 15