Senn koma jólin - 01.12.1943, Blaðsíða 8

Senn koma jólin - 01.12.1943, Blaðsíða 8
8 SENN KOMA JÓLIN JÓLABÆKUR! Jólabækur vorar í ár eru: HAMINGJUDAGÁR heimá í noregi er fyrsta bókin, sem birtist á íslenzku eftir skáld- konuna heimsfrægu SIGRID UNDSET. Hún dvelur nú landflótta í Bandaríkjunum, heim-« ili hennar við Litla-Ham- ar er brennt, og sonur hennar fallinn í styrjöld- inni. Bókin er skrifuð í út- legðinni og er minningar hennar að heiman, í þremur köflum: I.Heilög jól, II. Sautjándi maí, III. Sumarleyfi. Húnerraun- saétt æfintýri um frið og hamingju í skjóli norr- ænna skóga og fjalla. Bókin er prýdd myndum og allur frágangur hennar óvenju fallegur. Þýðand- inn er Brynjóliur Sveinsson menntaskólakennari. Minnizt þess, qr þér veljið vinum yðar og börn- um jólagjöf, að fáir munu betur kunna að skrifa um „heilög jól“ - en Sigrid Undset. TÖFRÁMAÐURINN Lion Feuchtwanger, - sem var orðinn einhver glæsilegasti skáldsagnahöfundur Þýzkalands á þeim árum, er Hitler var að ryðjast til valda - hef- ir skrifað þessa óenjulega vel gerðu skáldsögu. Hann varð eins og margir frjálslyndir og einbeitt- ir menn í Þýzkalandi að forða sér úr landi undan ógnarvaldi nazismans. í Ameríku, landi frelsisins, gefst honum tóm og yfirsýn til að sjá og skilja at- burðina í heimalandi sínu í hæfilegri fjarlægð og ritar þar eitthvert glæsilegasta skáldverk sitt, sem fékk óvenjulega góða dóma í amerískum blöðum vegna þeirrar víðsýni og hreinskilni, sem gætir í sögunni og hins næma skilnings á mannlegum kostum og brestum. Enginn, sem les um Gyðinginn Paul Cramer, Káthe Severin, hálfsystur hans, sem elskar þessa tvo hatrömmu andstæðinga: töframanninn Oscar Lautensack, blekkingameistarann mikla, og bróð- urinn Paul, vísindamanninn og sannleiksunnand- ann, getur gleymt þessum hrífandi persónulýs- ingum. Þetta er sagan, sem bókmenntamennirnir velja sér til að lesa og njóta í jólanæðinu. Bragi Sigurjónsson hefir þýtt bókina, og þykir mál og stíll fara sögunni einkar vel. 1 )) BOKÁUTGÁFÁ PALMA H. JONSSONÁR, AKUREYRI 1 EVERSHARP SJÁLFBLEKUNGAR OG BLÝANTAR eru eftirsóttir vegna þess: Að þeir eru í fremstu röð hvar sem er í heiminum. Að þeir eru tryggðir ævarandi fyrir skemmdum, og viðgerðir kostnaðarlaust. Varahlutir hér á staðnum. Að þeir eru við allra hæfi. Að þeir eru traustir og fallegir. Þeir eru því bezta tækifærisgjöfin. Ath. Nafn yðar áletrað kostnaðarlaust. BÓKAVERZLUN ÞORSTEINS THORLACIUS

x

Senn koma jólin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Senn koma jólin
https://timarit.is/publication/1987

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.