Jólablaðið - 17.12.1945, Síða 3

Jólablaðið - 17.12.1945, Síða 3
JÖLABLAÐIÐ 1945 votu fötin sín upp til þurrks og hlúði að sér í fletinu. Og það leið ekki á löngu þangað til mókið sótti á hann aftur, svo að allan mátt dró úr honum og hann sofnaði. Hann svaf lengi — vaknaði loks við það, að hann var að skellihlæja, reif feldinn ofan af sér og góndi kringum sig eins og í hálf- gerðri vímu. — Hríðin var búin, skildi hann strax. Og dagsbirtan reyndi að smjúga inn til hans gegnum rifuna milli hleranna, sem hann hafði fyrir glugganum á suðurgaflinum. Hann lá kyrr um stund og hafði ekki kjark til þess að skríða undan heitum feldinum, en svo herti hann upp hug- ann, slengdi löppunum fram á gólfið og trítlaði berfættur út á stéttina. — Ha, komið ljómandi veður. Jæja, hann varð nú að fara í dag, hvað sem því leið — upp um fell og hnúka og vitja um haukasöx og snör- ur. Því að meðan helgin stæði yfir, átti allt lifandi að fá að vera í friði, hvort sem það voru rándýr eða ekki. Svo langt varð maðurinn að feta í fót- spor meistarans. II. Þokan sauð enn upp af klettunum í norðri og rak suður á bóginn með kaldanum, í þéttum, bólstrum og loðnum flygsum. Pétur í Skarði sat upp undir Grænakambi með byssuna milli hnjánna og horfði agndofa á þetta. Aldrei hafði hann séð annað eins áð- ur, þó oft hefði hann komið þama upp í fjall. Sólin var enn á lofti og lék sér við víðikjarrið og kræklabjörkina, sem sem var þarna niðri á stallinum, með allsnakta angana. En svo kom þokan veltandi og lagðist yfir allt saman. Grænikambur einn rak nefið upp í himinblámann, og þama sat Pétur eins og á skeri úti í reginhafi, en sól- in speglaði sig x þokuhafinu fyrir neð- an hann og myndaði þúsundir af ör- smáum regnbogum. Allt í einu fann hann hrollkalda vindstroku leika um sig, eins og ísnál- ar stingjust í andlit og hendur. Klett- amir langt undan urðu eins og skugg- ar, skuggarnir komu nær og nær, fínn úði af vatnsdropum ýrði á hann. Hann hnipraði sig saman og bretti upp úlpukragann, tróð hampi í byssu- hlaupið og bjóst til að halda af stað. Hann var renglulegur vexti og and- litið veðurbarið, skeggið jarpt og strýkennt. Hann var með stormhúfu, í peysu og gráum vaðmálsbuxum. Sokkaböndin voru bundin utan um skálmarnar, því að það kom sér bet- ur, þegar hann óð í polli eða sökk x snjó milli steina. Að fara heim, já. Rata í þessu veðri þarna um slóðalausa auðnina! Hann gekk í kút og honum fannst eins og hann væri með drápsbyrði á herðun- um. Aldrei hafði honum fundizt hann vera eins einmana. Bezt að reyna að halda beint í austur, þvx að þar var Tröllavatn, og kæmist hann niður að vatninu, þá var honum borgið. Hann rétti úr sér, hló að eymdarskapnum í sjálfum sér — það tók þvx nú varla fyrir fullorðinn mann, að verða að aumingja, þó að hann lenti í einhverj- um þokuslæðingi. Hann greikkaði sporið og komst niður að vatninu á rúmum klukkutíma. Sinan var orðin vot, og niðri á brún- inni lak vatnið af fjalldrapanum, svo að hann varð gegndrepa á fótunum. Og þokan var svo vatnsmett og svo köld, að hún gustaði köldu á hann gegnum fötin. Hann þversneri við og lét skeika að sköpuðu um nýju stefnuna. Það var um að gera að finna einhverja slóð, því að hann hafði víst verið rammvilltur, þegar hann kom niður af fjallinu. Sums staðar varð hann að víkja úr leið til þess að lenda ekki 1 fenjum, og við það missti hann stefn- una á ný. Flexibíe / fe SPLITKEIIl W SKIS faEXIBur Árið 1946 mun færa okkur ýmsan varning, er að undanförnu hefir verið erfitt að fá, t. d.: Ryksugur Hrærivélar Skápgrammofóna Píanó — Orgel Mótorhjól Reiðhjól Myndavélar Sjónauka Laxveiðitæki Iþróttaáhöld Utanh orðsm ó tora Vindsængur Ferðaáttavita Ferðaprimusa Barnakerrur Stofuklukkur Kæliskápa Þvottavélar Byssur Riffla BRYNJOLFUR SVEINSSON H.F. Hafnarstræti 85 — Sími 129 — Akureyri EF YÐUR VANTAR JOLAGJAFIR þá lítið í SKEMMUNA P. V. A. Rúsínur Sveskjur Epli Þurrkaðir ávextir Kókosmjöl Bökunarvörur Fæst í Pöntunarlélagi Verkalýðsins MUNIÐ, að hjá okkur fáið þið ■ beztu JÓLAGJAFIRNAR Mikið úrval! verzl. EGGERTS EINARSSONAR Kaupmenn og kaupfélög! Von á nýjum vörum með hverju skipi Símanúmer okkar er 333 Heildverzlun Yigfúsar Þ. Jónssonar SkíÖafólk! Skíði Skíðastafir Skíðabindingar Skíðabuxur (fyrir dömur og herra) Skíðalegghlífar Skíðavettlingar Skíðastakkar Bakpokar Hliðartöskur Svefnpokar Sportvöru- og hljóðfæraverzlunin Ráðhústorgi 5 — Akureyri Heiðruðu viðskiptavinir! Nýkomnar vörur - hentugar jólagjafir Silkisokkar, enskir og svissneskir Kjólatau Gardínutau Nærföt, margar gerðir Undirkjólar Undirfatasett Regnhlífar, mjög vandaðar Eyrnalokkar, frá kr. 15.00 Armbönd, frá kr. 11.00 Heiðruðu dömur — athugið! Ávallt fyrirliggjandi nýtízku hattar úr bezta efni. Hattar frá okkur teknir til breytinga og pressunar. Gleðileg jol! Hattaverzlun Lillu og Þyri Jólagjafír! Herra: Hálsklútar, hvítir Hanzkar Bindi Ermahnappar Raksett Slípivélar Dömu: Náttkjólar Náttermar Undirföt Silkisokkar Ilmvötn Gjafakassar Einnig: Allt í jólabaksturinn! Verzlun Jóns Egils

x

Jólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1988

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.