Jólablaðið - 17.12.1945, Qupperneq 4
JÓLABLAÐIÐ 1945
Vanti yður
Fatnað eða Vefnaðarvörur
til jólanna,
þá gæti verið að
það íengist í
Brauns Yerzlun
Páll Sigurgeirsson.
Jólahreinsunin er byrjuð!
Tökum á móti fatnaði í hreinsun
og pressun til 18. þ. m.
„Gufupressan“
Kemisk fatahreinsun
Skipagötu 12 — Sími 421
Svissneskar jólavörur:
Gluggatjaldaefni
og fjölbreytt úrval af
Silkikjólaefnum.
Einnig:
Kvennærföt, ull og silki
Vefnaðarvörudeild
Ný verðlækkun
á HEART CLUB GERDUFTI
Nýkomin sending frá Ameríku
10 oz baukur Kr. 1.30
24 - - - 3.10
5 lb. - 9.00
Þetta er GERDUFTIÐ, sem allar húsmæður vilja
Kaupfélag EyfirÖinga
Nýlenduvörudeild og útibú.
Jólagjafir!
Verzlunin London
Jólagjafir!
KARLAR:
Bindi
Skyrtur
Gjaíakassar
Hanskar (fóðraðir)
Slaufur
Vesti
Nærföt
o. m. m. fl.
KONUR:
Undirföt
Náttkjólar
Sokkar
Kjólaefni
Hanzkar
Treflar
Gjafakassar
Ilmvötn
Púður
Krem
o m. m. fl.
BÖRNIN:
Dúkkur
Bílar
Taurúllur
Dúkkuvagnar
Dúkkurúm
Vagnhestar
Símar
Brunabílar
Gjafakassar, allsk.
Konfekt og allsk.
Sælgæti, o. m. fl.
— Alls konar búsáhöld —
Matar- og kaffistell fyrir 6, 8 og 12 manns
Sími 359. Sími 359.
Henfugustu prjónavörurnar
til
jólagjafa
fáið þið
hjá okkur
Drífa h.f.
Jólagreinar
Ef þig vantar grænar greinar
að gleðja og prýða heimilið,
gakktu strax um götur beinar
í gamla timburpakkhúsið
Þar er handa körlum, konum
knippi, bæði stór og smá;
ekki mikið, en þó vonum
engan þurfi að setja hjá.
ByggmgRíTÖraddld
Ljósakrónur
3, 4 og 5 arma
f jölbreytt úrval
Pergamentskermar
Ljósaskálar
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
Járn- og glervörudeild.
-----------------------------★
Þetta fór að verða tvísýnt, fannst
honum, og nú fór myrkrið að læðast,
þéttar og þéttar, yfir heiðina. Mikil
óforsjálni var það, að hafa ekki með
sér ofurlítið meiri mat. Líklega mundi
hann svelta í hel eða krókna, ef hann
yrði að vera úti um nóttina. Og svo
pjakkaði hann áfram og áfram góða
stund, þá féll á hann mók og værð.
Svo glaðvaknaði hann aftur við það,
að hann var kominn á kúagötu niðri í
dalverpi, þar sem gild og gráskeggjuð
grenitré stóðu og réttu út til hans
anga sína.
Hm. Sá sem bara vissi .... Lík-
lega seljavegur, og hann hlaut ein-
hvers staðar að enda. Hann stóð kyrr
um stund og braut heilann um hvora
» áttina hann skyldi velja; síðan hélt
hann af stað, sporhvatur og uppréttur.
Honum fannst hann ekki vera svo
einmana framar, því að það var eins
og honum þætti einhver félagsskapur
í þessari kúagötu, sem svo margt lif-
andi hafði gengið. Og hann gekk og
gekk, en smám saman skiptist stígur-
inn í margar smærri geinar, sína í
hverja áttina, og hann átti ekki ann-
ars úrkostar en að snúa við.
Þarna mundi hann liggja það sem
eftir væri vetrarins, sem æti úlfa og
refa. Hann hryllti við tilhugsuninni.
En samt sem áður hugsaði hann til
dauðans án allrar skelfingar. Honum
fannst það ofur aðgengilegt, að leggj-
ast þarna og sofna. En svo fór hryll-
ingurinn um hann aftur. Hvernig
mundi honum líða eftir á?
„Og þar mundi engin sorg verða
framar og engin þjáning,“ muldraði
hann fyrir munni sér. Hann lagði
augun aftur, dottaði og var rétt fall-
inn um koll, en tók sig á og reikaði
enn áfram.
Loksins mundi hann koma til henn-
ar Margrétar sálugu, konunnar sinnar,
jú — nú var komið að því — því að
hann mundi aldrei sleppa lífs af úr
þessu. — I vor væru liðin þrjátíu og
tvö ár, síðan hún kvaddi þennan heim.
Það munaði minnstu, að hann yrði
ruglaður þá, og hann vissi vel, að það
var almannarómur í sveitinni, að
hann væri ekki með öllum mjalla.
Það talaði ekki við hann eins og ann-
að fólk, og var eitthvað svo smeðju-
legt við hann og andmælti honum
aldrei x neinu. Og þá seldi hann býlið
sitt og keypti Tröllavatnskotið, og
þar hafði hann átt heima síðan. Hann
sá sjaldan eða aldrei fólk — nema
rétt um hásumarið, því að þá var
fólk í seljunum kringum Tröllavatn.
Og sjálfur kom hann svo sem aldrei
niður í sveitina — hann kunni aldrei
vel við sig innan um fólk.
Allt í einu staðnæmdist hann og
hlustaði — hann hélt niðri í sér and-
anum og hlustaði, og það var eins og
allri þreytu væri svipt af honum. —
Var þetta ekki niðurinn úr Trölladal?
— Sussu nei, það voru svo margar
smáár hérna austur frá, svo að það
var ekki að henda reiður á niðinn.
Samt sem áður hraðaði hann sér
norður á bóginn, rann í forinni, herti á
sér aftur, en gafst svo upp. Hjartað
barðist eins og sleggja í brjósti hans,
andardrátturinn var stuttur og erf-
iður.
Var þetta ekki Tröllá samt. Honum
fannst hann kannast svo vel við nið-
inn.
Hann var í þann veginn að reka
nefið í bæjarkampinn, þegar hann
rankaði við sér næst. Þá seig hann
niður á hnén og kreppti hnefana; en
það kom ekki annað upp úr honum
en þungur hixti; svo kom hann fyrir
sig fótunum aftur, fann lykilinn, opn-
aði og fór inn.
Hann velti sér út af á fletið, votur
og illa til reika, en svo setti að honum
svo mikinn hroll, að hann varð að
standa upp aftur. Og það leið ekki á
löngu, þangað til heitar eldtungumar
! voru farnar að sleikja viðarkubbana