Jólablaðið - 17.12.1945, Síða 5

Jólablaðið - 17.12.1945, Síða 5
★ JÓLABLAÐIÐ 1945 á aminum, og hann hafði hengt fötin sín til þerris við eldinn. Hann stóð þarna hugsandi um stund, svo braut hann pappírsblað utan af svolitlum dúk og breiddi hann á borðið. Það var þó allajafna að- fangadagskvöld, og það kvöldið hafði hann alltaf gert sér einhvem daga- mun öll þessi ár. Hann lagði á borðið hnífa og diska handa tveimur, þó að hann væri einn, eins og öll kvöldin áður. En þetta minnti svo á þetta eina jólakvöld, sem þau höfðu fengið að vera saman, hún Margrét hans og hann. Og enginn gat sagt, nema hún væri þarna hjá honum enn, enda þótt augu hans megnuðu ekki að sjá hana. Hann steikti bæði kjöt og fisk, og að því loknu fór hann út í skemmu eftir svolitlum grenitopp, sem hann setti á borðið. Efst á toppinn festi hann tólgarkertisstúf. Hann kveikti á kertinu, og svo spennti hann greip- ar og söng jólavers og á eftir las hann jólaguðspjallið. Þegar hann hafði matazt, sat hann lengi við arininn og reykti og hugsaði um árið, sem var að líða, og árið, sem koma mundi. Og hann vissi, að hver dagurinn, sem rann í eilífðina, færði hann einu skrefi nær Margréti. Því að það var hann alveg viss um: — hana mundi hann hitta, þegar tími væri til kominn, og þá mundi hver einasti dagur verða honum eins og jóladagur. Eftirþankar en enginn ritdómur Nordahl Grieé: Vor um alla veröld. Skáldsaéa. — Jón Helgason þýddi. Bákabúð Rikku gai út meS leyii höi- undar. — Prentverk Odds Bjömssonar 1945. Ekki geri ég ráð fyrir að nokkur maður lesi svo nokkuð eftir Nordahl Grieg að það snerti hann ekki. Hann var fyrst og fremst ljóðskáld, og af ljóðum hans leggur sérstaka angan. Þau eru einföld og látlaus en þó þrungin dularfullum töfrum. Svo létt kveðin og laust rímuð að lesa má þau sem mælt mál. Allt, sem ég hefi séð eftir hann órímað ber sama keim. Framsett þannig, að manni finnst það órímað ljóð. Svo fór mér og er ég las á frummálinu bók hans, „Ung má verden ennu være“, sem nú er, góðu heilli, nýútkomin á íslenzku undir nafninu, Vor um alla veröld. Bók þessi er röskar 300 bls. í stóru broti, og virðist til hennar vandað á allan hátt. Ekkert veit maður um hvort Nor- daht Grieg hefur ætlað sér að leggja stund á skáldsagnagerð ef hann lifað hefði. Til mun önnur saga eftir hann miklum mun styttri, en hana hefi ég ekki lesið. Mönnum kann að virðast þessi bók harla einkennileg skáldsaga. I mínum augum er hún fyrst og fremst merki- legt rit, og ljós mynd bæði af mann- inum og skáldinu sem samdi hana. Frásögnin er öll fyrst og fremst heiðarleg, og sannleikanum sam- kvæm. Hann er hér, eins og í ljóðum sínum, svarinn fjandmaður óréttlætis og ofbeldis. Hann hefir rótgróna and- styggð á öllu því, sem óheilnæmt er og rotið í svokallaðri menningu fyrir- stríðsáranna, og flettir miskunnar- laust og bersögult ofan af því. Þó sagan skýri frá örlagaþrungnum og oft dapurlegum viðburðum er hún heillandi og skemmtileg aflestrar, og ég býst við, að fáir muni hana frá sér leggja fyr en lokið er. Eins og fyrirsögn þessa greinar- stúfs ber með sér, er þetta enginn rit- „Hvítur fyrir hærum, kvikur i hreyfingum, bjartur yfirlitum, svipheitur, eldf jörugur,“ svo muna menn hann, ritsnillinginn, bændahöfðingjann sögufróða og þjóðskörunginn, Finn Jónsson frá Kjörseyri: ÞJÓÐHÆTTIR OG ÆVISÖGUR FRÁ 19. ÖLD hið mikla og merkilega ritsafn hans, sem um langan aldur hefir lifað á vörum þjóðarinnar undir nafninu Minnisblöð Finns á Kjörseyri, er nú komið á bókamarkaðinn. — Þetta f jöl- skrúðuga minningasafn hans, sem allir bókelskir menn, allir, sem unna landi, þjóð og sögu, allir þeir, er dást að sviphreinu máli, rammíslenzkum stíl og lifandi frásögn, hafa svo lengi hlakkað til að fá að sjá. — Þessu mikla afbragðsverki er skipt í þrjá meginhluta , er nefnast: 1. Sagnaþættir. — 2. Þjóðhættir um og eftir miðja 19. öld. — 3. Þjóðsagnir, og er hver þeirra stórt ritverk fyrir sig, sem höfundur hefir svo aftur skipt í smærri þætti: Sjálfsævisaga. — Þættir af Suðurlandi. — Þættir af Suðurnesjum. — Þættir úr Strandasýslu. — Daglegt líf á Suðurlandi. — Daglegt líf og lifnaðarhættir á Suðurnesjum. — Reimleikar og aðsóknir. — Huldufólkssögur. — Fyrirboðar og forspár, o. fl. — Hver þessara þátta er svo í mörgum köflum, og gefa fáein heiti þeirra, gripin af handahófi, nokkra hugmynd um fjöl- fjölbreytnina og það, hvílíkur sagnasjór þessi bók er. - Heklugos 1845. — Mýrdælingar. — Fyrsta kaupstaðarferð mín. — Erlendir ferðamenn. — Flökkufólk. — Þrír umrenningar. — Frá Þuríði formanni. — Stafnessbændur. — Búi prófastur og stjúpsynir hans. — Tveir dalbændur. Húsakynni. — Ferðalög. — Mataræði. — Skógarvinna. — Veizlur. — Festamál. — Menntun. — Þangskurður. — Sjósókn og veiðarfæri. — Réttir. — Klæðnaður. — Lestaferðir. — Selveiðar. — Skemmtanir. — Örnefni. — Ýmsar sagnir, og fjölmargt annað fróðlegt og skemmtilegt. Þetta mikla rit er nær 500 bls., með f jölda mynda og teikninga af samtíðarmönnum Finns, Símoni Dalaskáldi, Coghill gamla, Þuríði formanni o. fl. Myndirnar teiknaði Finnur sjálfur, þessi óvenjulega listhneigði og gáfaði bændahöfðingi, og einnig fjölda af búskaparáhöldum og verkfærum og vinnutækjum til sveita og sjávar. — Það myndasafn eitt saman gerir bókina að þjóðmenningarsögulegum kjörgrip. Bók er bezta gjöfin! Bók er bezta gjöfin! Aðrar bækur til jólagjafa: Fimm smábarnabækur Lestrarœfingar með myndum Dísa og kisa — Lítil saga um litlu bláu dúfuna Sagan af Trítil — Hrokkinkollur Vísur um krakkana í þorpinu Guðm. Löve kennari ýmist tók saman lesæfingaefnið eða aðstoðaði við val þess. Hinn ungi ritsnillingur Ólafur Jóhann Sigurðsson hefir kannske hvergi risið hærra í list sinni en í hinum Eögru og stílhreinu barnabókum sínum. Af þeim er sú síðari aðeins fáanleg: Um sumarkvöld En það fer að verða hver síðastur að tryggja sér hana. Tvö ódauðleg meistaraverk Don Quixote Þetta víðlesnasta höfuðskáldrit þriggja alda. Síðasti víkingurinn Snilldarverk norska stórskáldsins Johans Bojer. Tvær nýjar sögur eftir amerísku Nobelsverðlaunaskáldkonuna, sem svo miklar vinsældir hefir unnið sér hér á íslandi, Pearl S. Buck Undir austrænum himni Óvenjulega heit og sérkennilega töfrandi ástarsaga úr styrjöldinni, sem nú er nýlokið. í munarheimi Austrænt, dularfullt og seiðmagnað ástaræfintýri, í óþekktum byggðum í háfjöllum Kína. Yndisleg bók. Tvær ljóðabækur Steindór Sigurðsson Mansöngvar og minningar Kristjdn Einarsson frd Djúpalcek Villtur vegar Ljóðavinir munu taka fegins höndum ljóðum eins efni- legasta af ungum, íslenzkum skáldum. Bókaúfgáfa Pálma H. Jónssonar, Akureyri

x

Jólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1988

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.