Unga fólkið - 17.05.1968, Blaðsíða 3
UNGA FÓLKIÐ
3
LENZKA FORSETAEM-
BÆTTIÐ í HNOTSKURN
Allir vita, að saga íslenzka
ríkisins greinist í þrjú tíma-
bil með tilliti til stjórnar-
forms. Hið forna þjóðveldi
stóð frá 930 til 1262. Kon-
ungdæmi var við lýði frá
1262 til 1944. Þá tók lýðveld-
ið við, en lýðveldi merkir í
reyndinni forsetadæmi.
Af þessu má sjá, að for-
setaembættið er mjög ungt
hér á landi eða tæplega ald-
arfjórðungsgamalt. Það er
nánar tiltekið jafnaldri sjálf-
stæðisins og því frá 17. júní
1944. Sums staðar erlendis
er saga forsetaembættisins
miklu lengri. Þannig tók
fyrsti Bandaríkjaforsetinn,
George Washington, við völd-
um árið 1789.
Það er einkennandi mun-
ur á konungdæmi og forseta-
dæmi, að konungstign geng-
ur í erfðir eftir ákveðnum
reglum, svo sem er í Dan-
mörku, Noregi og Svíþjóð, og
skulu konungar gegna störf-
um ævilangt, en kosið er til
embættis forseta, t.d. í Finn-
landi og hér á landi, og þá-
aðeins til ákveðins tíma, að
jafnaði fjögurra ára í senn.
Sukarno, fyrrum Indónesíu-
forseti, var á sínum tíma
kjörinn ævilangt, og Tito,
núverandi Júgóslavíuforseti,
mun vera á sama báti, en
slíkt eru ui.dantekningar,
enn sem komið er.
Til forseta er kosið með
ýmsum hætti í ríkjum heims.
Forseti kann að vera kjör-
inn af þjóðþinginu. Milli-
þinganefndin, sem undirbjó
frumvarpið að lýðveldis-
stjórnarskránni, lagði til, að
forseti Islands væri þing-
kjörinn, en sú tillaga hlaut
ekki meðbyr. Þó var það á-
kvæði til bráðabirgða í
stjórnarskránni, að samein-
að Alþingi kysi forseta Is-
lands í fyrsta skipti, og var
það gert hinn 17. júní 1944
á þingfundi á Þingvöllum,
þegar lýðveldisstjórnarskrá-
in var nýgengin í gildi.
Sveinn Björnsson ríkisstjóri
var þá kosinn til 31. júlí
1945.
En samkvæmt íslenzku
stjórnarskránni er forsetinn
nú þjóðkjörinn. Er þjóðkjör-
ið ekki óbeint, eins og td. í
Bandaríkjunum, þar sem
fyrst eru kosnir kjörmenn,
sem kjósa síðan forsetann,
heldur er það beint, þannig
að hver maður, sem hefur
kosningarrétt til alþingis-
kosninga, kýs einn frambjóð-
enda, sem þurfa að sjálf-
sögðu að uppfylla viss kjör-
gengisskilyröi. — Sveinn
Björnsson, sem var lögfræð-
ingur að mennt og hafði
gegnt margháttuðum störf-
um, m.a. sem þingmaður og
sendiherra, var þjóðkjörinn
án atkvæðagreiðslu, bæði
1945 og 1949, m.ö.o. sjálf-
kjörinn, þar sem enginn bauð
sig fram gegn honum. Að
honum gengnum fóru fram
forsetakosningar árið 1952.
Voru þá þrír frambjóðendur,
og kaus þjóðin Ásgeir Ás-
geirsson forseta. Ásgeir Ás-
geirsson var guðfræðingur
að mennt, en hafði haft
mjög margvísleg afskipti af
stjórnmálum — var alþing-
ismaður um árabil og um
tíma forsætisráðherra. Báðir
þessir forsetar hafa reynzt
ágætlega, og var Ásgeir Ás-
geirsson sjálfkjörinn 1956,
1960 og 1964.
Nú stendur þjóðin frammi
fyrir forsetakosningum öðru
sinni. Samkvæmt lögum um
framboð og kjör íorseta Is-
lands skulu þær fara fram
síðasta sunnudag í júní, en
kjörtímabilið hefst síðan 1.
ágúst næstkomandi.
Hinn nýkjörni íorseti mun
njóta ýmissa réttinda sem
þjóöhötöingi og æðsti em-
bættismaöur þjóðarinnar.
Verða nefnd nokkur dæmi.
Laun hans eru há, þótt þau
standist ekki samjöínuð við
laun ýmissa uppgripamanna
í íslenzka þjóðíelaginu. —
Launin eru ákveðin með lög-
um, og getur Alþingi ekki
lækkað þau á kjörtímabili
hans. Hins vegar má forset-
inn ekki hafa meö höndum
launuð störf í þágu opin-
berra stofnana eða einkaat-
vinnufyrirtækja. Liggja til
þess eðlilegar ástæður. Þó
gæti hann aflað sér aukinna
tekna með ýmsum hætti. Lög-
fræðingur eða fornleifafræð-
ingur á forsetastóli gæti t.d.
samið fræðirit og þegið höf-
undarlaun fyrir.
Forsetinn ætti þó ekki að
vera á íjárhagslegu flæði-
skeri staddur, því að hann
nýtur ýmissa íríðinda. Hann
hefur t.d. ókeypis bústað —
á Bessastöðum — ásamt ljósi
og hita. Þá þarf hann ekki
að hafa áhyggjur vegna
skattskýrslunnar sem aðrir
menn, því að hann er undan-
þeginn öllum opinberum
gjöldum og sköttum.
Fjölmæli um forsetann eða
Myndin er af Gunnari Thoroddsen er hann flutti ræðu í danska
útvarpið ó meðan á ráðstefnunni stóð.
A stúdenta-
móti 1935
Vorð 1935 var haldið norrænt stúdentamót í Kaup-
mannahöfn. Gunnar Thoroddsen var nýkominn þang-
að til framhaldsnáms í lögfræði, þá 25 ára. Var hann
valinn til þess að vera í fyrirsvari fyrir íslenzku stúd-
entana.
Við setningu mótsins í ráðhúsi Kaupmannahafnar
hélt hann ræðu, sem vakti mikla athygli á Norður-
löndum. Sagði Gunnar að það væri tvímælalaust
vilji íslenzku þjóðarinnar að segja upp sambandinu
við Dani og taka öll mál í sínar hendur strax og sam-
bandslögin leyfðu, þ.e. eftir árslok 1943. Myndi þá
skapast nýr og traustur grundvöllur fyrir norrænu
samstarfi, þegar allar 5 Norðurlandaþjóðirnar væru
sjálfstæðar og jafnréttháar.
Þótti ræðan bera vitni um djörfung og einurð af
svo ungum manni, enda í fyrsta sinn sem svo af-
dráttarlaus yfirlýsing í sjálfstæðismálinu var gefin á
erlendum vettvangi.
brot gegn frjálsræði hans,
svo og árásir á líf hans og
limi, varða þyngri refsingu
en almennt gerist, þ.e. hann
nýtur ríkari refsilagavernd-
ar en aðrir borgarar.
Forsetinn hefur sérstakan
fána — tjúgufána — og sér-
stakt merki — skjöld.
Forsetinn getur veitt hina
íslenzku fálkaorðu þeim
mönnum, sem „öðrum frem-
ur hafa eflt hag og heiður
fósturjarðarinnar eða unnið
afrek í þágu mannkynsins.“
En af framansögðu skyldi
enginn ætla, að það sé tekið
út með sitjandi sældinni að
gegna starfi forseta. Starf-
inu fylgja miklar skyldur.
Samkvæmt 2. grein lýð-
veldisstj órnarskrárinnar nr.
33 frá 1. júní 1944 fer for-
seti ásamt Alþingi með lög-
gjafarvaldið, sem er ein
hinna þriggja greina ríkis-
valdsins. Forseti er auk þess
æðsti handhafi framkvæmd-
arvaldsins.
Að vísu hefur hann ekki
eins mikil völd og í fljótu
bragði gæti virzt af orðalag-
inu, því að ráðherrar fram-
kvæma vald hans og bera því
ábyrgð á stjórnarathöfnum.
Hafa því komð upp raddir
um að auka vald forsetans
— einna helzt að bandarískri
fyrirmynd, en aðrir vilja á
hinn bóginn einfaldlega
leggja forsetaembættið niður
og láta ráðherra í staðinn
framkvæma störf hans — að
svissneskri fyrirmynd. En
hæpið virðist, að slíkar
breytingar verði gerðar á
næstunni, enda umdeilanlegt,
hvort þær væru heppilegar.
Það eitt er þó víst, að enginn
skyldi vanmeta gildi forseta-
starfsins, eins og það er.
Forseti Islands skal vinna
eið eða drengskaparheit að
stjórnarskránni, er hann tek-
ur við störfum, en þau eru
mörg vandasöm, og eru hin
helztu talin upp í stjórnar-
skránni.
Sem löggjafarvaldshafi
vinnur hann margvísleg
störf, og er það þess vegna
að öðru jöfnu mjög æskilegt,
að hann hafi góða þekkingu
á starfsháttum Alþingis.
Forseti stefnir t.d. þingi
saman og slítur því. Hann
getur frestað því og rofið
það. Forseti getur látið
leggja fyrir þingið lagafrum-
vörp. Hann staðfestir lög.
Neiti hann því hins vegar,
fer fram þjóðaratkvæða-
greiðsla um frambúðargildi
þeirra laga. Þetta er óneitan-
lega töluvert vald, og ríður
mjög á, að forsetinn reynist
Framh. á bls. 3.