Unga fólkið - 17.05.1968, Blaðsíða 4
4
UNGA FÓLKIÐ
(■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■MBHEiHBaaBBaaaaBHaanaaBaaBaHBaaaBBBHBiiBBBHBBHBHas
0 e
NDINGASOGUR HINAR NYJU
Hin göfugu þjóðcsriþréff, kjaftosagnalistin
Allir vita að forstjórinn er fóviti og óður.
Framhjá heldur dómarinn og þykir sopinn góður.
Forsetinn er þorpari og ráðherrann er róni,
ráðuneytisstjórinn fífl og presturinn er dóni.
Eittlivað á þessa leið mætti ætla, að sagn-
fræðingar framtíðarinnar myndu lýsa
fremstu mönnum og beztu sonum þjóðarinn-
ar, ef þeir yrðu að styðjast eingöngu við „al-
mannaróm“ og munnmæli, sem heimildir við
ritun Islandssögu 20. aldarinnar, líkt og
sagnaritarar 12. og 13. aldar urðu að gera
sér að góðu við ritun Islandssögu 9. og 10.
aldar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyr-
ir Þórhall Vilmundarson og fleiri fræðimenn.
Ein er nefnilega sú sérgrein skáldskapar,
sem Islendingar, íbúar „Sögueyjarinnar“,
hafa fullkomnað svo í fásinninu og fámenn-
inu á myrkum öldum í 1000 ár, að lengra
verður ekki komizt á þessu sólkerfi.
Það eru kjaftasögurnar, þjóðsögurnar,
gróusögurnar, slúðursögurnar, kviksögurn-
ar, lygasögurnar, rógsögurnar og hvað þær
nú heita allar; tilbrigðin eru óteljandi eins
og í öllum þroskuðum listgreinum. Og þar
sem við þykjumst einnig brautryðjendur og
fremstir í flokki í þjóða í þróun þingræðis
og lýðræðis, er ósköp skiljanlegt, að iökun
þessarar tveggja þjóðaríþrótta haldist í
hendur og styðji og efli hvor aðra.
Þetta kemur þannig út, að hvenær, sem
Islendingar þurfa að velja sér menn í vanda-
söm embætti, reyna þeir ef mögulegt er að
komast hjá því að velja mennina eftir hæfni
og kostum, heldur upphefst nokkurs konar
alþjóðarvíðavangsboðhlaup skáldsagna um
frambjóðendur þar sem þeir eru beinlínis
kjöldregnir í svívirðingum.
Því tilhæfulausari og rætnari sem „sag-
an“ er, því meiri íþrótt og afrek þykir það
samkvæmt hinni íslenzku stigatöflu.
Biskupinn á gott.
Þetta gerir kosningarnar að sjálfsögðu
tvísýnni og „lýðræðislegri" að því leyti til,
að það er eingöngu undir „snilld“ og frum-
leika þjóðsagnahöfunda „almennings“ kom-
ið, hvor frambjóðendanna sigrar.
Þetta hefur það einnig í för með sér, að
því virðulegri, vammlausari og siðrænni,
sem bæði embættin og frambjóðendurnir eru,
því gullnari tækifæri gefast til frábærra af-
reka og heljarstökka í söguburðinum og
skáldskapnum, og er þar eflaust að finna
skýringuna á því, að íþrótt þessi blómstrar
aldrei betur en í prestkosningum og forseta-
kosningum. Skyldi biskupinn okkar ekki oft
hafa þakkað sínum sæla fyrir að vera ekki
kosinn í almennum kosningum? En því mið-
ur virðist hinn aukni íbúafjöldi og þéttbýli
ekki ætla að verða neinn þröskuldur í vegi
almenns hindrunarhlaups með frjálsri að-
ferð á sviði slúðursagnanna í þessum forseta-
kosningum.
Kanadaferð, gardínur og skúringapartí.
1 undanrásunum undanfarnar vikur hafa
verið sett mörg glæsileg met í söguburði og
slúðursagnagerð og nægir hér að nefna örfá
dæmi sem flestir kannast við.
Sagan um Kanadaferð forsetans, sem átti
að hafa kostað 20 milljónir, var lengi vel
stigahæst á afrekaskránni, en var ekki stað-
fest sem met vegna þess, að í ljós kom, að
það var fótur fyrir henni: ferðin kostaði um
hálfa milljón eða 1/40 af slúðurupphæðinni!
Næsta snilldarverk voru sögurnar um
skítugu gardínurnar hans Kristjáns og eyj-
una, sem forsetinn keypti á Eyjahafi. Þær
urðu þó fljótt að þoka úr efsta sætinu fyrir
sögunni um þvottakonurnar á Bæjarskrif-
stofunum, sem ætluðu allar að kjósa Gunnar
í þakklætisskyni fyrir fylliríispartíin, sem
hann hélt með þeim eftir vinnutíma þar sem
drukkið var „dry“ úr skúringafötum og
kreistur útí safi úr þvottaklútum!
Önnur ber, — hin á Kieppi!
Þetta frábæra skáldskaparmet stóð þó
skamma stund, því að það varð fljótt að
víkja fyrir gersemissögunni um að kona
Kristjáns færi að staðaldri berfætt út í
mjólkurbúð!
Hve sagan er lymskulega góð, sézt bezt,
þegar hafðar eru í huga hinar einstæðu
frosthörkur í vetur!
Næstu sögur slógu þó öll met í vinsældum
og fádæma útbreiðslu, því að nú var fullyrt,
Ómar Þ.
Ragnarsson
að Vala tæki svo nærri sér að Gunnar væri
hættur að drekka og kominn í ,,dópið“, að
hún var komin á Klepp!
Ferðin, sem aldrei var farin.
En þrátt fyrir alla þá feikna vinnu, sem
galdrameistarar gróusagnanna hafa lagt á
sig til þess að yfirstíga sjálfa sig, er þó hætt
við, að núverandi met standi að minnsta
kosti nokkra daga, en það er sagan alkunna
og ítarlega af hneykslanlegu athæfi Gunn-
ars á leiðinni heim á Gullfossi í vetur til þess
að verja doktorsritgerðina, sem samin var
fyrir hann. Hin mikla útbreiðsla þessarar
sögu sýnir bezt, hvílíkt snilldarverk hún er,
því að allir vita t.d., að Gunnar kom heim
með þotunni.
Fleiri sögur. Skemmtikraftur
á fylliríi.
Svona mætt lengi halda áfram og nú bíða
allir spenntir eftir næstu sögum og mettil-
raunum „skáldjöfranna“ og mun þetta blað
ekki láta sitt eftir liggja, að slá upp stór-
fréttunum á íþróttasíðu um leið og þær
berast.
Hver veit nema að slæðist með enn ein fyll-
ríssagan af undirrituðum, en góð yrði hún
að vera, því að þeim gömlu er ekki fisjað
saman!
Blaðið mun líka taka fegins hendi góðum
viðurnefnum, því að þau taka oft öllum sög-
um fram. Gott dæmi um það er sú staðreynd,
að Jóni nokkrum, sem var einstakur heiðurs-
maður í plássi einu úti á landi, og engum
hafði tekizt að klína á neinni gróusögu, á-
skotnaðist að lokum viðurnefni, sem bætti
upp vanrækslu slefberanna. Brotizt var inn
hjá þessum blessaða saklausa öðlingi nótt
eina og stolið frá honum. Eftir það var hann
aldrei kallaður annað en Jón þjófur.
Ómar Þ. Ragnarsson.
Rökin gegn Gunnnri
ÁRÓÐRIHNEKKT
Því er ekki að leyna, að
samfara hinum skefjalausa
rógburði um frambjóðendur
til forsetakosninganna, hefur
verið rekinn mikill óróður
gegn framboði Gunnars Thor-
oddsens, ekki sízt meðal ungs
fólks. Við skulum nú líta ó
helztu „röksemdirnar", sem
flaggað hefur verið með gegn
Gunnari og velta þeim fyrir
okkur ó hlutlægan hótt:
1. Forsetaembættið er að
mestu þýðingarlaust og
auðvelt starf. Til þess að
gegna því þarf hvorki
þekkingu á stjórnmálum
né umtalsverða hæfni á
öðrum sviðum.
Þessari vanhugsuðu fullyrð-
ingu eru gerð gleggri skil á
bls. 3 hér í blaðinu.
Minna má á, að valdi
ríkisstjóra og forseta hefur
verið beitt á áhrifaríkan hátt
við myndun utanþingsstjórnar
árið 1942 og stjórnarmyndan-
irnar árin 1950 og 1958
og ef þörf krefur, getur vald
hans orðið mjög afdrifaríkt ef
beita þarf því út í æsar. Eng-
in rök mæla með því, að
þjóðin hafni fágætum kostum
og reynslu Völu og Gunnars
Thoroddsens í stöðu æðsta
embættis landsins og ekki
síður sem fulltrúum þjóðarinn-
ar út á við.
2. Um Gunnar ganga Ijótar
sögur.
Þessari þokkalegu röksemd
eru gerð gleggri skil á öðrum
stað í blaðinu, en það er eft-
irtektarvert, að tvö af helztu
áróðursefnunum gegn Gunn-
ari stangasi algerlega á;
annars vegar eiga gróusög-
urnar að sýna fram á, að
hann sé ekki nógu góður í
embætti forseta; hins vegar á
áróðurinn um þýðingarleysi
embættisins að sýna fram á
að eiginlega sé hann of góð-
ur til þess að við megum
missa hans að Bessastöðum!
3. Forsetinn á að vera
ópólitískur.
Ef fullnægja á þessari kröfu
út í æsar, og gera æfilanga
úttekt á frambjóðendum, er
hætt við að skyggnast þurfi
eftir þriðja frambjóðandan-
um til forsetaembættisins.
4. Gunnar og núverandi for-
seti hafa bruðlað með op-
inberf fé til veizluhalda.
Það er ASþingi, sem veitir
fasta fjárhæð á fjárlögum
til embætta forseta og sendi-
herra. Innifalin í þessari upp-
hæð er ákveðin risna.
Geta má þess, að þessi
fjárveiting íil forsetaembætt-
Framh. á bls. 3.