Við kjósum forseta - 10.06.1980, Blaðsíða 3

Við kjósum forseta - 10.06.1980, Blaðsíða 3
Neskaupstaöur Norðfirðiingar fengu kærkomna heimsókn priðjudaginn 3. júní sl. er Vigdís Finnbogadóttir kom hér í boði stuðningsmanna. Framboð hennar til forsetakjörs vakti strax mikla athygli manna hér, ekki síst fyrir pá djörfung sem hún sýndi, að vera fyrsta konan sem býður sig fram til þessa virðingarmesta embættis þjóðarinnar. Deginum varði Vigdís í heim- sóknir á stærstu vinnustaðina, frystihúsið, saltfiskverkunina og sjúkrahúsið. Var henni alls stað- ar mjög vel tekið og gafst gott tækifæri til umræðna og gagn- kvæmra kynna. Fimmtán karlar í frystihúsinu sýndu hug sinn í verki og fæilðu frambjóðandanum veglegan blómvönd. Um kvöldið buðu stuðnings- menn til „kvöldstundar" í Egils- búð og komu þar á þriðja hundr- að manns. Höfðu konur úr hópi stuðningsmanna staðið við bakst- ur dagana á undan og biðu gesta dekkuð borð og blómum skreytt svið. Þórður J.úlíusson bauð gesti velkomna og stjórnaði samkom- unni. Vigdís Finnbogadóttir flutti ávarp og svaraði síðan fyrirspurn- um. Bar margt á góma og skoð- anaskipti fífleg. Hvað: eftir annað voru frambjóðandanum þökkuð skýr og greinargóð svör með lófataki. Þá komu fram þeir Haraldur Guðmundsson, Ágúst Ármann Þorláksson, Sigurður Þorbergsson og Daníel Þorsteins- son og fluttu létta tónlist. Einnig fluttu stutt ávörp Kristrún Helga- dóttir og Júlíus Þórðarson. Nú, þegar menn skoða hug sinn eftir stutt kynni af Vigdísi Finnbogadóttur blandast engum hugur um að hún er prýðilega frambæriiegur frambjóðandi til forsetastarfsins. Hún sýndi það og sannaði, hér sem annars sta,ð- ar, að hún þekkir vel allar að- stæður í íslensku þjóðlífi og er hrein og bein að hverju sem hún gengur. Aðlaðandi framkoma hennar og alþýðlegt viðmót vek- ur athygli. Það eru þessir og aðrir kostir Vigdísar Finnbogadóttur sem valda því fjöldafylgi sem hún á að fagna, — ekki bara af því að hiún er kona, helur þrátt fyrir það: og þá fvrst og fremst vegna mann- kosta hennar. Valur Þórarinsson Neskaupstað Reyðarfjörður Reyðarfjörð heimsótti Vigdís Finnbogadóttir að morgni mánu- dagsins 2. júní. Okkur þótti mið- ur hvað' dvöl hennar hér varð stutt, en tókum strax til óspilltra málanna að ráðstafa þessum dag- parti sem við höfðum til um- ráða saman. Með henni kom sænskur blaðamaður, kona sem send var hingað frá blaði í Svl- þjóð, til þess að taka við hana viðtal. Stærstu vinnustaðirnir hér urðu fyrstir fyrir valinu og virt- ust okkur móttökur fólks mjög góðar. Vigdís talaði við fólkið og sýndi mikinn áhuga á störfum þess. Það mátti strax sjá hvað hún á gott með að umgangast fólk og tala við hvern þann sem á vegi hennar verður. Eftir heim- sóknir í saumastofuna Hörpu, frystihús kaupfélagsins, fisk- vinnslustöð GSR, vegagerð ríkis- ins og kaupfélagið, var tími okkar á þrotum, því Eskfirðingar biðu með vinnustaðafund kl. 15.00. Vegna tímaskorts var hafður sam- eiginlegur fundur fyrir Eskfirð- inga og Reyðfirðinga í Valhöll á Eskifirði. Þar var troðfullt hús og mátti sjá þar nokkra Reyð- firðinga þó ekki væru þeir margir. Fundurinn fór í alla staði mjög vel fram og Vigdís Finnbogadótt- ir talaði þar af mikilli þekkingu um land og þjóð og svaraði þar ennfremur fyrirspurnum af mikilli röggsemi. Tilsvör hennar þar voru mörg skemmtileg og mikið var hlegið og klappa,ð fyrir forseta- frambjóðanda vorum. Eftir fundi á Eskifirði og í Neskaupstað feng- um við Vigdísi til okkar aftur snemma morguns þann sama dag og hún var að fara til Reykjavík- ur og til þess að geta sinnt fólki hér betur fór hún frá Neskaup- stað í býtið að morgni og var komin hingað upp úr klukkan hálf níu. Þrír vinnustaðir voru sóttir heim og í glampandi sól- skini og blíðu var Vigdísi aftur fagnað hér á Reyðarfirði og tal- aði hún við fólk í sólskinsskapi í Síldarverksmiðjum ríkisins og fleiri stöðum. Eitt var það sem Vigdís Finnbogadóttir sagði við okkur, fylgdarkonur sínar, á leið frá Reyðarfirði til Egilsstaða, og þeim orðum gleymi ég ekki: „Við skulum sýna drengilega baráttu og láta ekki á okkur fá illdeilur og róg“. Eftir þessum orðum vona ég að sem flestir fari, því þau sýna og sanna að okkar frambjóðandi er staðföst og vitur kona sem er treystandi fyrir því mikla embætti sem forsetaembætti Islands er. Margrét Traustadóttir Reyðarfirði Höfn Blaðið hafði samband við Önnu Eyrúnu Halldórsdóttur á Höfn og spurðist fyrir um heimsókn Vig- dísar þar þann II. júní og, starf stuðningsmanna Vigdiísar á Höfn og í Austur-Skaftafellssýslu. — Hvernig tókst heimsókn Vigdísar til ykkar þann 11. júní? — Hún tókst vel í alla staði. Vigdís heimsótti helstu vinnustað- ina og Elli- og hjúkrunarheimilið og var alls staðar mjög vel tekið. Um kvöldið var síðan almennur fundur, sem var sérdeilis skemmti- iegur og vel heppnalður. Á fund- inn mættu um 170 manns, en það er fleira fólk en hinir þrír fram- bjóðendurnir fengu til samans á sína fundi. Pétur Thorsteinsson var t. a. m. með fund á sama tíma og Vigdís og voru þar fund- armenn um 40 talsins. Á fundi Vigdísar hélt hún snjalla ræðu og svaraði fyrirspurn- um. Þá fluttu ávörp þau Torfi Þorsteinsson bóndi í Haga í Nesj- um og Ingibjörg Zophoníasdóttir húsfreyja á Hala í Suðursveit. Fundarstjóri var Eysteinn Jóns- son, Höfn. Stemmingin á fundinum var einstaklega góð og höfðu ýmsir að orði að honum loknum, að eft- ir að hafa hlustað á Vigdísi þyrfti enginn að efast um að hún væri makalaus fullkomlega fær til að gegna æðsta embætti þjóðarinnar. — Hvað viltu segja um starf- semi stuðningsmanna Vigdísar á Höfn og í Austur-Skaftafells- sýslu? — Hér starfar sjö manna fram- kvæmdanefnd að skipulagningu kosningastarfsins. Skrifstofa hefur verið opnuð að Miðjfiúni 21 (í Miðgarði) og er síminn þar 97-8620. Skrifstofan hefur verið opin á fimmtudagskvöldum hing- að til, en eftir 20. júní verður hún opin alla daga. — Eru stuðningsmenn Vigdísar á þessum slóðum bjartsýnir? — Já, það erum við og þykir okkur full ástæða til þess. Við höfum orðið vör við aukinn áhuga hjá fólki nú síðustu daga og benda fundir frambjóðendanna ótvfrætt t:l þess að Vigís á miklu fylgi að fagna á þessum slóðum. — S. G. Vopnafjörður Stuðningsmenn Vigdísar Finn- bogadóttur hafa opnað kosninga- skrifstofu að Kolbeinsgötu 16 Vopnafirði og er skrifstofan fyrst um sinn opin frá kl. 20—22 á kvöldin, sími 3275. Skrifstofan veitir upplýsingar um kjörskrá og utankjörstaðakosningu og vinnur að öðrum kosningaundirbúningi með hefðbundnum hætti, svo og í tengslum við aðalskrifstofu Vig- dísar í Reykjavík svo sem með dreifingu stuðningsblaðsins „jÞjóð- in kýs“. — B.B. / frystihúsinu Norðursíld á Seyðisfirði brá Vigdís sér í fiski- svuntu og ræddi við vinnandi fólkið. Skrifstofur stuðningsmanna Vigdísar Finnbogadóttur á Austurlandi EGILSSTAÐIR aðalskrifstofa Laugavöllum 10, sími 1585. Forstöðumaður Einar Rafn Haraldsson. ESKIFJÖRÐIJR Bleiksárhlíð 59, sími 6435 Forstöðumaður Sigríður Kristinsdóttir. HÖFN Miðtúni 21 (Miðgarði), sími 8620. Forstöðumaður Erla Ásgeirsdóttir. NESKAUPSTAÐUR Tónabæ v/Hafnarbraut, sími 7204. Forstöðumaður Valur Þórarinsson. REYÐARFJÖRÐUR Ásgerði 4, sími 4205. Forstöðumaður Margrét Traustadóttir. (Verður opnuð 23. júní). SEYÐISFJÖRÐUR Norðurgötu 3, sími 2450 Forstöðumaður Vigdís Einarsdóttir. VOPNAFJÖRÐUR Kolbeinsgötu 16, sími 3275. Forstöðumaður Bjöm Bjömsson. Skrifstofurnar verða opnar öll kvöld frá 23. maí kl. 20—23. Aðrir umboðsmenn Vigdísar á Austurlandi eru: Borgarfjörður Pétur Eiðsson, sími 2951. Breiðdalsvík Guðríður Gunnlaugsdóttir, sími 5626. Djúpavogur Eysteinn Guðjónsson, sími 8873. Fáskrúðsfjörður Anna Þóra Pétursdóttir, sími 5169. Stöðvarfjörður Anna María Sveinsdóttir, sími 5843. Verður þú heima á kjördag? Utankjiörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosn- inganna 29. júní fer fram hjá bæjarfógetum, sýslu- mönnum og hreppstjórum. Þið, sem gerið ekki ráð fyrir að vera heima á kjör- dag, kjósið sent fyrst. Stuðningsmenn Vigdísar eru reiðubúnir lil að aðstoða við kosningu og koma kjör- seðlum til réttra aðila. Kosningasjóður Tekið er við framlögum á skrifstofum stuðnings- manna og hjá umboðsmönnum. Hvers vegna Vigdísi? Hvað varðar spurninguna af hverju kýs ég Vigdísi, þá er því til að svara að í mínum huga vegur þyngst á metunum fram- koma Vigdísar sjálfrar í fjölmiðl- um en þar hefur hún ávalt staðið sig með sóma. Það mun nú vera flestum landsmönnum ljóst að ef bera á saman þá frambjóðendur sem kostur gefst á að velja um við forsetakjör íslands 29. 6. n. k. þá verður sá samanburður Vigdí&i rnjög í hag. Það er mikill munur á að heyra hógværar tilkynningar og fundarboð frá Vigdísi og stuðningsfólki hennar eða slag- orðakenndar auglýsingar hinna þriggja frambjóðendanna sem í æ ríkani mæli nú síðustu daga og vikur kosningabaráttunnar slá um sig með því að auglýsa maka sína jafnvel meira en sig sjálfa. Það er ljóst að þar stendur Vigdís Finnbogadóttir þeim langtum framar sem og reyndar á flestum öðrum sviðum. Vigdís er ein um sitt framboð, hún er frambjóð- andinn, hún verður vonandi for- setinn. Björn Bjömsson Vopnafirði

x

Við kjósum forseta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Við kjósum forseta
https://timarit.is/publication/2001

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.