Við kjósum forseta - 10.06.1980, Blaðsíða 4

Við kjósum forseta - 10.06.1980, Blaðsíða 4
VBE> KJÓSUM FORSETA JÚNÍ 1980 Blað stuðningsmanna Vigdísar Finnbogadóttur á Austurlandi Fádæmo hugrekki Ég man ekkj, að hafa glaðst yfir framboði nokknrs manns til opinberra starfa, — á þeim 40 árum, sem ég hef fylgst með mál- um — eins og framboði Vigdísar Finnbogadóítur til forsetakjörs pess er fram fer hinn 29. júní n. k. Ég gat ekki sætt mig við neinn þeirra frambjóðenda, sem fram voru kornnir, þótti sem eitthvað skorti á. Þá kom fréttin af framboði Vigdísar Finnbogadóttur. Ég studdi, á sínum tíma, þá tvo heiðursmenn, sem gegnt hafa embætti forseta í.slands tjil þessa, og nd styð ég af alhug framboð Vigdísar Finnbogadóttur. Vigdís hefur að mínu mati þá meginkosti, sem forseti íslands þarf til heilladrjúgra starfa, landi og lýð til blessunar. Þekkingu á landinu, þjóðinni, atvinnuháttum til sjós og lands, tungunni og mennjngunni. Þá er Vigdís einkar vel í stakk búin að kynna landið og vinna íslenskri þjóð allt til gagns og sóma hérlendis og er- lendis: þar koma til góða hinir hrífandi persónutöfrar hennar, sem laða fram allt það besta í viðmælendum. Vigdís er fram- bjóðandi allra stétta, hún stendur fyrir sínu. Það þarf ekki ýkja mikinn manndóm til að tölta troðnar slóð- ir, en að leggja út á einstigi, sem enginn í veröldinni hefur vogað sér að ganga, til þess þarf fádæma hugrekki, einbeitni og þrek, slíkir eru vissulega verðir heilshugar stuðnings. Enhvem ótta hafa hinir for- setaframbjóðendurnir af Vigdf&i, að minnsta kosti leggja þeir mik- ið kapp á að auglýsa ágæti eigin- kvenna sinna. En þær eru, mér liggur við að segja því miður, ekki í framboði til forsetakjörs. Sýnum á kjördag 29 júní að við vöndum valið — veljum Vigdísi. Sigríður Rósa Kristinsóttir Eskifirði. Aróðnr og skoðanakannanir Á seinustu dögum hefur kosn- ingabaráttan tekið nokkuð nýja stefnu. Áróðurinn sem sumir tais- menn frambjóðendanna hafa í frammi, aðallega þó í síðdegis- blöðunum, er vægast sagt heldur hvimleiður. Stuðningsmenn Guð- laugs hvetja fólk til að láta Albert og Pétur lönd og leið en flykkja sér heldur um framboð Guðlaugs og fullyrða að Guðlaugur hafi einn möguleika á að sigra Vig- dísi. Þetta er vægast sagt ódrengi- legur áróður og setur ákaflega leiðinlegan svip á kosningabar- áttuna. Við, stuðningsmenn Vig- dísar, höfum algjörlega hafnaði öllum neikvæðum áróðri og varla þarf að fjölyrða um málflutning Vigdísar sjálfrar. Á framboðs- fundum hafa margir undrast hversu vel hún hefur talað um andstæðinga sína, Það má eigin- lega segja að hún hafi eytt tals- verðu af sínum ræðutíma í að lofa kosti karlanna þriggja. Margir hafa fyllst bjartsýni vegna vel- gengni Vigdísar í hinum ýmsu skoðanakönnunum en ég vil vara fólk við að taka slíkar kannanir of alvarlega, sérstaklega vegna þess hve margir kjósendur hafa enn ekki gert upp hug sinn en einmitt atkvæði þeirra geta skipt geysilega miklu. Að lokum vona ég að sem flestir einstaklingar geti sameinast um framboð Vigdisar Finnbogadóttur f forsetaembætti. Pétur Eiðsson Borgarfirði eystra Nolam tækSfærið Óðum styttist nú til forseta- kjörs. íslensk þjóð er vel á vegi Makalaus sigur Það er vissulega viðburður þeg- ar kona býður sig fram í forseta- kjöri. Vigdís Finnbogadóttir virð- ist mér standa jafnfætis hinum frambjóðendunum um flest. Þetta ætti að tryggja henni sigur. Kona í forsetastóli vekur þjóðarathygli og getur ekki orðið annað en landi og lýð til góðs. Konur og karlar. Tryggið Vig- dísi Finnbogadóttur makalausan sigur. íslandi allt. Gfsli Hallgrímsson Hallfreðarstöðum stödd að því leyti að hún hefur fjóra mæta menn að velja á milli og hafa allir nokkuð til síns ágætis. Val á milli fólks með svipaða hæfni hiýtur alltaf að vera erfitt. En nú er kona ein af frambjóðendum. Nú getur ís- lenska þjóðin sýnt í verki að hiún er fylgjandi jafnréttisbaráttu kvenna ekki bara í orði, heldur líka á borði. Kannski kemur aldrei annað tækifæri. íslendingar, styðjum öll framboð Vigdísar Finnbogadóttur, þá sest í forseta- stól vel greind og mikilhæf kona sem heimurinn allur tekur eftir og verður fyrst þjóða heims til að kjósa kvenforseta. Arnbjörn Jónsson, Höfn, Hornafirði. Mitt í öllu óláni óðaverðbólgu og stjórnmálarefja erum við svo lánsöm þjóð að hafa fengið mikl- ar mannkostamanneskjur í fram- boð við forsetakjör eins og áður. Mér er til efs að við kunnum að meta þetta eins og vert er. Þess mættum við þó minnast að forset- inn er í senn „sameiningartákn" þjóðarinnar inn á við og „andlit“ hennar út á við og því ekki lítið í húfi að við eigum á að skipa mannkostamanneskjum f þessa virðingarstöðu, fólki sem I senn er gætt fallegri hógværð og þeirri höfðingjadirfsku sem gaf for- felðrum okkar sérstaka reisn. Af þessum sökum hljótum við að vanda val okkar við forsetakjör og það þv!í fremur seni óvenju miklar blikur eru á lofti á vel- farnaðarhimni okkar sem þjóðar. Það skal í fullri hreinskilni játað að mér var valið óvenjulega erfitt að þessu sinni og það af ýmsum sökum. Allir teljast frambjóðend- ur vel hæfir til starfans. Allir hafa þeir hver fyrir sig einhverja sérstaka lífsreynslu aða starfs- reynslu til að bera, sem hinir hafa ekki eða ekki í jafn ríkum mæli að minnsta kosti. Og allt eru þetta mjög góðir kunningjar mínir sem í okkar kunningsskaparþjóðfélagi er oft þyngst á metum. Eftir að hafa vegið allt og metið aftur og aftur komst ég að þeirri niður- stöðu að ég hlyti að kjósa Vigdísi Finnbogadóttur. Vógu þar þyngst eftirtaldar röksemdir: I. Hún hefur til að bera andlega burði og reisn að minnsta feigamikil rök styðja kjör Vigdísar kosti til jafns við meðfram- bjóðendur sína, sagt og skrif- að án þess að þar sé reynt að halla máli. 2. Hún er svo heiðarleg í hugsun og framkomu að það mundi aldrei hvarfla að henni að fela það sem henni býr í brjósti bak við loðin eða tvíræð svör hálfsannleikans né tala þvert gegn sannfæringu sinni. 3. Hún hefur ríkulega til brunns að bera það sem áður var nefnt, fallega hógværð og lítil- læti og þá höfðingjadirfsku sem skipar henni á bekk með hvaða þjóðhöfiðingja sem er. 4. Hún hefur staðgóða þekkingu á landi og þjóð og metur í einlægni hvorttveggja mikils og er stolt af þvf að vera ís- Iendingur, afsprengi „lítillar þjóðar" á mörkum hins byggi- lega heims. 5. Og loks vegna þess í einlægni sagt að ég þori ekki annað en að kjósa hana. Það er sem sagt mtn hjartans sannfæring, að kona eigi „öðru hverju“ að skipa mestu virðingarstöðu þjóðarinnar. Að mínu mati væri okkur ekki annað sæm- andi sem menningarþjóð — Þjóð sem vill í friði berjast fyrir réttlæti og jafnrétti á öllum sviðum og á alþjóða vettvangi með öllum þjóðum. Ég er ekki sannfærður um að við eigum þess kost í nálægri tfð að fá jafnfrábæra hæfi- leikakonu og Vigdísi Finn- bogadóttur í framboð til for- setakjörs. Ekki vegna þess að við eigum ekki slíkar konur ef grannt er að gáð, heldur vegna hins, alð þær munu ekki auð- veldlega fást til að gefa kost á sér í þetta starf meðal ann- ars og alveg sérstaklega vegna þess að þær væru giftar og bundnar mönnum sem ekki væru reiðubúnir til að fórna á miðjum aldri eftirsóttu ævi- starfi fyrir fjögurra ára frí á Bessastöðum eða að slík hæfi- leikakona sé í svo eftirsóttu ævistarfi sjálf að hún sé ekki reiðubúin til að fórna því fyr- ir fjögur ár á Bessastöðum. Enginn á þar sem sé trygga lengri setu þótt kosinn sé. Auk þessa er það sannfæring mín að nú sé svo komið efna- hagslegri og sjálfstæðri til- veru okkar að við þurfum á að halda allri þeirri athygli, virðingu og velvilja sem það mundi skapa okkur með öðr- um þjóðum að velja svo glæsi- legan fulltrúa kvenþjóðarinn- ar í forsetastólinn á Bessastöð- um. Skrif erlendra blaða um framboð Vigdísar að undan- förnu ero áþreifanleg og óræk sönnun í því efni. Hina frambjóðendurna bið ég svo mikillar velvirðingar á því að svona skyldi val mitt falla, en mér til málsbóta er það, að ég hefði aldrei getað kosið nema einn þeirra þó ég hefði svo gjarn- an getað unnt þeim öllum þess að hljóta hnossið. Bergur Sigurbjörnsson Egilsstöðum Vigdís ekki ein i heiminum Nú þegar hafa frambjóðendur kynnt sig sjálfir með viðtölum í fjölda mörgum blöðum og með fundahöldum víðsvegar um landið. Ekki hefur annað heyrst en að fundirnir hafi farið vel fram. Fundarmenn hafa átt þess kost að tjá sig um ræður frambjóðenda. Ekki skilur mikið í milli í skoð- unum fólks um embættið sjálft, það vilja flestir hafa sem hljóði- látast. Ekki hefur heldur heyrst dregið í efa ágæti frambjóðenda- anna sjálfra til að gegna þessu æðsta embætti þjóðarinnar. Þess vegna ætti vandinn á kjördag að vera aðeins sá að velja á milli góðra manna. En af gefnu tilefni hljóta eftirfarandi skýringar að fylgja. Einn frambjóðenda er ógift kona. Sú sérstaða Vigdísar Fiim- bogadóttur meðal jafningja virðist vera mörgum umhugsunarefni. Vigdís hefur svarað mörgum spurningum þetta varðandi á fundum og í blaðaviðtölum og að margathuguðu máli talið, að það að vera ógift kona mundi ekki há sér í embætti. Áskorendur og síðar stuðnings- menn Vigdísar hafa allir sem einn gert upp hug sinn hvað þetta varð- ar og allir komist að sömu nið- urstöðu. Fjölmargir telja þessa sérstöðu Vigdísar skemmtilega tilbreytni. Við erum að kjósa forseta og ekki er rétt að álykta að óreyndu að kvenmaður sé þar ekki jafn hlutgengur og karlmaður. Komi það í ljós að fámenni hái for- setaembættinu við hvers kyns tækifæri, þá er auðvelt úr að bæta. Vigdís hefur sjálf bent á að hún væri ekki ein í heiminum. Bessastaðir taka sjálfsagt ein- hverjum breytingum við manna- skipti sem þar verða. En sem bet- ur fer eiga þar ekki að vera neinir fastagestir og fjölmargir sem ekki koma þar nema einu sinni á æv- inni. Fæstir hafa því nokkurn samanburð á þeim sem staðinn sitja. Vel má hugsa sér að marghátt- aðar freistingar, sem embættið býður uppá séu erfiðari viðfangs hjá stórum fjölskyldum en smá- um. Eflaust hafa Bessastaðir oflðið fyrir valinu sem forsetabústaður vegna sögu sinnar og nálægðar við höfuðborgina. Þriðja atriðið var þó á metaskálinni þegar þess- um ráðum var ráðið, en það var hve gott er þar undir bú. Margir sakna þess fyrirmyndarbúskapar, sem þar var búið á fyrstu árum embættisins. Það voru ekki ófáir íslendingar sem lögðu leið sína að Bessastöðum til að sjá nýjungar og frumlegheit í búskaparháttum, en sáu þar flest annað í leiðinni. Vigdís Finnbogadóttir gaf stuðningsmönnum sínum strax það heilræði, að halda einungis uppi heiðarlegri kosningabaráttu. Og með því hefur hún gefið 011- um kjósendum sínum veganesti til lengri ferðar. Júlíus Þórðarsim Skorrastað

x

Við kjósum forseta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Við kjósum forseta
https://timarit.is/publication/2001

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.