Alþýðublaðið - 02.02.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.02.1920, Blaðsíða 2
2 ALf’ÝÐUBLAÐIÐ auk þess ýms áhöld til björgunar bátum og skipum, t. d. sérstakur útbúnaður til þess að draga skip, og sterkur Ijóskastari. Skipið er mjög sterkt og vandað, þó það sé ekki nýtt, það var áður haf- rannsóknarskip dönsku stjórnar- innar. Hrað leggur landið til? Björgunarskipsfélagið hefir nú eitthvað 150 þús. kr. í hlutafé. Það er búist við að skipið verði hingað komið og altilbúið um mánaðamótin febrúar og marz og geti þá þegar tekið til starfa. Hve nsikið þingið veitir til reksturs skipsins vitum við ekki, en við höldum því út þá á eigin kostnað fram yfir vertíðina, ef þingið ekki vill veita fé til þess. En svo verðum við þá að leggja því upp, því við getum ekki sjalf- ir (félagið) haldið því út til lengdar.* Björgunarskipið mun bjarga mörgum manuslífum. „Mun ekki björgunarskipið bjarga mörgum mannslifumr" „Jú, vaíalaust; þó mun það verða oftar, að það varnar því að menn komist í beinan háska, en að það bjargi úr sjáifum háskan- um, eítir að í hann er komið. Nú fara t. d. 60 eða 70 mótorbátar í róður í bezta veðri. Svo bilar mótorinn í einum bátnum langt úti á hafi, og skipverjar fara að reyna að bjarga sér á seglum. Segjum svo að kl. 4 e. h. skelli á óveður. Bátarnir fara að týnast heirn, og þegar allir eru komnir nema einn, fara mean að tala sig sarnan uiji hvarf bátsins, sem var með segl uppi, muni helzt að leita, því það muni vera sá er vanti, og svo verða ötulustu og áræðnustu mennirnir að leggja af stað aftur út í náttmyrkrið Og óveðrið, sem menn voru fegnir að komast heim úr, til þess að leita að bátnum sem vantar, sem þó oft er mjög mikið, tvísýni að finnist, ekki sízt er fannkoma fyigir óveðrinu. Þegar björgunarskipið er komið, horfir þessu ait öðru vísi við, því þaö mundi hafa bjargað bátnum með áhöfniam strax um daginn áður en hann komst í nokkra eiginlega hættu. En það er ætlast til þess að fleiri geti notið góðs af bjcrgun- arskipinu en flotinn í Veslmamsa- eyjum. Það er t. d. þægilegt fyrir fiskiskip að geta komið veikum manni af sér í björgunarskipið, í stað þess að þurfa að sigla með hann til Reykjavíkur. Þráðlaus firðritunartæki verða ékki á skipinu, en eiga auðvitað að koma á það. Það er að eins féleysi sem veldur, að þau eru ekki á skipinu frá byrjun starf- semi þess. En, svo sem fyr var ssgt: Landið verður að kosta rekstur skipsins í framtíðinni. Þingið skilur væntanlega hvílíkt ómetanlegt gagn björgunarskipið hlýtur að gera með þvf að hindra það að líf sjómauna týnist eða bátar og skip farist*. Hvað er Morgunblaðið? Það er blað, sem opinbert er um, að gefið er út af nokkrum ríkustu mönnum þessa lands, til þess að reyna að vinna á móti hinni vax- andi alþýðuhreyfingu hér á landi. Hvað eru Bolsivikar? Það er flokkur rússneskra alþýðumanna (verkamanna og bænda), sem fyrir tveim árum síðan gerði byltingu með vopnum, steypti auðvaldinu, og tók stjórnartaumana í landinu, og hefir stjórnað því sfðan. Hvers vegna er Mgbl. móti Bolsivikum? Þegar þetta tvent hefir verið athugað, verður skilj- anlegt að Morgunblaðið sé ekki vinveitt Bolsivíkum, og enginn mun víst heldur ætlast til þess af því. En það er annað, sem hægt er að ætlast ti! af því, það er að það segi ekki ósatt móti betri vitund um Bolsivíka, þvf íslenzka þjóðin á beinlínis heimtíngu á þvf, að blöðin rangfæri ekki vrljandi frá- sagnir um þz.ð, sem er að gerast uti í heirrii, ef a annað borð er sagt frá þeim. Nú hefir Mgbl. síðastliðið ár haít þann sið að tína upp úr út- lendum blöðum a.!t það svfvirði- legasta sem hægt hefir verið að finna um síjórn þessara rússnesku verkamanna, og það hefir verið nóg til að tína, þvf rússneskir auðvaldssinnar, aðalsmenn og her- foringjar gömlu keisarastjórnarinn- ar (sem flúið hafa land til þess að komast undan skylduvinnu þeirri er rússneska veikamanna- stjórnin hefir lögleitt í Rússlandiþ hafa svo þúsundum skifti verið Á ferðinni uin öll lönd Evrópu, til þess að segja „fréttirnar* frá Rússiandi eins og peir litu á mál- ið. Og alstaðar hafa þeir fengið einhverja áheyrn hjá auðvaldsblöð- unum, og það er auðvaldið sem á níu tíundu hluta allra pólitískra blaða, sem út korna, eins og skilj- anlegt er, því það er auðvaldið sem á peningana. En flest auðvaldsblöð hafa flutt eitthvað af fréttum líka, sem voru meðmæli með rússnesku verka- manuastjórninni, Bolsivíkurn. Það eru ekki nema þau allra svívirði* legustu, sem engar fiéttir hafa flutt nema þær sem voru rógur um Bolsivlka. En í hóp nefndra blaða hefir Mgbl. fylkt sér. En hvers vegna hefir Mgbl- gert það? Áf því að auðvalds- höfðingjar þess hafa haldið að þeir, með því að flytja eintóroar hryðjuverkasögur af rússnesku verkamönuunum, ynnu vel á mótí íslenzku verkamannahreyfingunni. Þeir vita að það þýðir ekkert fyr* ir þá að fara að kalla foringj* verklýðshreyfingnrinnar hér mann- drápara, eu með því fyrst að koma því inn hjá lesendum sto- um, að allir Bolsivíkar séu mann- dráparar og hryðjuverkamenn, og með því síðan að kalla íslenzku alþýðuleiðtogana Bolsivíka, þá na þeir sama takmarki. Og það hefir óspart verið notað undanfarið. ekki sízt við þingkosningarnar síðustu, að kalla alþýðuforingj3 Bolsivíka, sem þá í munni auð- valdssinna þýddi: hryðjuverkanrentt og manndraparar. (Frb.) Heðmælendur með lista Gísla Þorbjarnarsonar voru þessir: Ölafur Ásbjaraarson kaupmaður, Einar Sveinbjörass°n útgerðarmaður, Guðm. J. Waage’ Gunnar Ólafsson b'ifreiðarstjórii Björn Rósenkranz og Sígurð,ir Jónsson, Görðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.