Straumsvíkurverkamaðurinn - 01.02.1975, Page 2

Straumsvíkurverkamaðurinn - 01.02.1975, Page 2
m Mor • B Allt £rá áramótum hefur þaö verið ætlun okkar að gefa út blað, sera sérstaklega værx ætlað verkafðlki, er vinnur við áliðjuverið í Straumsvík. Nú loksins sér þetta blað dagsins ljós, en útkomu fyrsta tölublaðsins hafði verið lofað fjrrir löngu* Sellan verður því að biðjast velvirðingar á þeirri seinkun, sem orðið hefxir á blaðinu. Astæðurnar fyrir pessari seinkun eru fyrst og fremst þær, að sellumeðlimir hafa verið svo önnum kafnir við almenn störf i þágu samtakanna og þannig ekki getað sinnt þessu verkefni sem skyldi. Jafnframt hefur útkomti þessa blaðs orðið okkur o£ viðamikil og erfið í framkvæmd í því formi, sem við ætluöum í fyrstu. Það hefur þvi verið ákveðið, að £orm þess og innihald verði riieð einfaldara sniði en ætlunin var %. þannig að Straums- víkurverkamaðurinn verði ekki blað i eiginlegum skilningi, heldur gegni fremur því hlutverki að vera dre_i£irit, er fjalli um þau mál, er snerta jafnt hagsmuni verkafólks í Straumsvik sérstaklega sem og verkalýðsins á íslandi i heild. þannig myndi blaðið t.d. fjalla um öryggismál i Straumsvik, kjarabaráttuna, arðrán og kúgun Swiss Aluminium einokunarhringsins og annað, sem beinlinis snertir hagsmuni verkafðlksins hér í Straumsvik, jafnfrant þvi sem skýrt verður £rá þeim málum, er snerta hagsmuni þorra vinnandi alþýðu á islandi, eins og t.d. þær gífurlegu kjaraskerðingar, sem dunið hafayyfir okkur að iindanförnu og tilraunir borgarastéttarinnar, með aðstoð rikisvalds sins, til að velta byrðum kreppunnar yfir á verkalýðsstéttina.

x

Straumsvíkurverkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumsvíkurverkamaðurinn
https://timarit.is/publication/2013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.